SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 10
10 11. apríl 2010
E
kki mun Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, ríða
feitum hesti frá þeirri deilu sem hún hefur átt í við Stein-
grím Ara Arason, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, en
hún af ótrúlegum flumbruskap, dómgreindarleysi og
hroka, þar sem pólitísk eineltishugsun tók af henni öll völd, sendi
Steingrími Ara bréf þann 31. mars sl. þar sem hún tilkynnti for-
stjóranum að hún hygðist áminna hann fyrir meint brot hans á al-
mennum starfsskyldum ríkisstarfsmanna skv. starfsmannalögum.
Raunar mun ráðherrann ekki bara missa af feita reiðhestinum,
heldur stendur hún eftir,
sneypt, með allt á hælunum,
eftir að Sveinn Arason ríkis-
endurskoðandi ritaði Ástu
Ragnheiði Jóhannesdóttur,
forseta Alþingis, bréf sl. mið-
vikudag, þar sem segir m.a.:
„Það er að mínu mati með öllu
ólíðandi ef stjórnendur ríkis-
stofnana geta átt á hættu að
vera sakaðir um að hafa „brot-
ið gegn góðum starfsháttum og
hollustu- og trúnaðar-
skyldum“ sínum með því einu
að leita ráða hjá Ríkisendur-
skoðun um fjárreiðutengd
málefni. Með vísan til þessa tel
ég nauðsynlegt að gera alvar-
legar athugasemdir við þær
röksemdir sem heilbrigðis-
ráðherra beitir í umræddu
bréfi.“ Skyldi nokkur annar
ráðherra hafa fengið aðra eins
ádrepu frá Ríkisendurskoðun
áður? Og hvernig brást forseti Alþingis við hinu adráttarlausa bréfi
ríkisendurskoðanda? Jú, hún var honum sammála.
Ráðherrann svaraði ríkisendurskoðanda, þar sem ekki fer á milli
mála, að þar talar sú sem valdið hefur: „Það er langur vegur frá að
heilbrigðisráðuneytið eða undirritaður ráðherra hafi nokkuð við
það að athuga að stofnanir ráðuneytisins leiti eftir ráðgjöf frá rík-
isendurskoðun eða að embættið afgreiði erindi sem því berast.
Í bréfi mínu til forstjóra SÍ dags. 31. mars sl. kemur enda skýrt
fram að athugasemdirnar lúta ekki að framangreindu atriði, held-
ur eins og segir orðrétt í bréfinu: „Ég tel að þér hafi borið að leita
fyrst til ráðuneytisins eða ráðherra ef þú taldir fyrrgreindri reglu-
gerð ábótavant að einhverju leyti.“
Í bréfi þínu gætir því misskilnings hvað varðar tilefni bréfs míns
til forstjórans,“ segir ráðherrann í bréfi sínu.
Það hlýtur að vera erfitt fyrir fylgismenn þeirrar ríkisstjórnar
sem nú situr við völd að kyngja því að ráðherra komi fram af slík-
um makalausum hroka og derringi, þegar forstjóri einnar ríkis-
stofnunar og ríkisendurskoðandi eiga í hlut. Hún segir sem sé,
svona ofur ljúfmannlega, að þeir Steingrímur Ari Arason, forstjóri
Sjúkratrygginga Íslands, og Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi,
megi vinna vinnuna sína frá degi til dags, en þeir þurfi bara fyrst
að spyrja hana hvernig þeir eiga að vinna hana!
Er ekkert að gera hjá heilbrigðisráðherranum? Vantar ráð-
herrann verkefni? Er ráðherrann kannski að reyna að skapa sér
stöðu, áður en uppstokkun á sér stað í ríkisstjórninni? Sé svo, þá
voru ótrúleg vindhögg slegin í þessum skylmingum ráðherrans.
Að vísu eru þeir margir, sem þessi framkoma heilbrigðis-
ráðherrans virðist alls ekki koma neitt á óvart. Fjölmargir starfs-
menn heilbrigðisgeirans hafa undanfarna mánuði látið í veðri
vaka, að það væri ekki spurning um hvort heldur hvenær Álfheið-
ur Ingadóttir myndi misstíga sig með þeim hætti sem hún nú hefur
gert. Ráðherrann er sagður hafa ítrekað komið fram af miklu yf-
irlæti og hroka á fundum með starfsmönnum í heilbrigðisgeir-
anum og voru slíkar fregnir farnar að berast einungis nokkrum
vikum eftir að ráðherrann tók við af Ögmundi Jónassyni. Þetta
mun vera mjög pínlegt fyrir VG og nú er úr vöndu að ráða hjá
Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG og fjármálaráðherra. Álf-
heiður er gallharður liðsmaður í Steingríms-armi VG og því
spurning hvort hann hefur burði í sér til þess að rýma heilbrigðis-
ráðherrastólinn fyrir Ögmundi Jónassyni.
Ráðherra
með allt á
hælunum
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Steingrímur Ari
Arason
Álfheiður
Ingadóttir
’
Er ekkert að
gera hjá heil-
brigðisráð-
herranum? Vantar
ráðherrann verkefni?
Er ráðherrann
kannski að reyna að
skapa sér stöðu?
6:50 „Klukkan hringir og það
er ekkert annað í stöðunni en að
smeygja sér fram úr rúminu úr
faðmlagi tveggja ára dóttur
minnar, sem laumaði sér upp í
einhvern tímann í nótt. Við
bóndinn drögum börnin þrjú á
fætur. Elsti sonurinn er að byrja í
skólanum í dag eftir páskafrí.
Hann er hressari en ég, hið
frækna kórferðalag okkar
mæðginanna í Vindáshlíð í gær
hefur tekið minna á hann en mig.
Er ekki alveg að tengja við þenn-
an snjó sem ég sé út um
gluggann. Er ekki apríl annars?
Var búin að ákveða með sjálfri
mér að vorið væri komið og fer
bara samt í pæjustígvélin.
8:30 Skottumst með tvö yngri
börnin inn á hinn yndislega leik-
skóla Klambra. Börnin hlaupa
glöð í brauð og leiki, pabbi og
mamma fá blesskoss. Við hjónin
erum enn með öndina í hálsinum
því bíll sveigði skyndilega fyrir
okkur á leiðinni hingað. Kloss-
brems í hálkunni, tvær ofur-
langar sekúndur, en náðum að
stöðva bílinn um það bil fimm
sentimetra frá hinum. Takk ABS-
bremsur!
8:50 Komin í vinnuna. Staðan
tekin yfir kaffibolla í eldhúsinu á
Gimli, höfuðstöðvum Listahátíð-
ar í Reykjavík, með mínum kæru
samstarfmönnum. Skrifa verk-
efnalista fyrir vikuna. Plássið á
blaðinu klárast fljótlega. Fæ mér
annan kaffibolla. Sé út um
gluggann að kranastjórinn í risa-
stóra krananum í Lækjargötunni
er hálfur út um gluggann hjá sér í
30 metra hæð að pússa rúðurnar
í boxinu hjá sér í aprílsólinni. Jú,
vorið er komið.
10:00 Fundur með Hrefnu og
Jóhönnu Vigdísi, stjórnanda og
framkvæmdastjóra Listahátíðar.
Fyrir páska kynntum við dagskrá
Listahátíðar í vor, opnuðum við-
burðavefinn okkar og hófum
miðasölu. Höfum fengið gríð-
arlega góð viðbrögð á dagskrána
og sala miða rauk af stað.
11:00 Legg lokahönd á texta
og ljósmyndir í dagskrárbækling
hátíðarinnar. Á dagskrá hátíð-
arinnar eru yfir 60 viðburðir á
dagskrá í öllum listgreinum. Það
er nýtt andrúmsloft í Gimli nú
þegar við erum búin að kynna
dagskrána, mikið hringt og meiri
umferð í miðasöluna.
14:00 Stekk upp í Ingólfs-
stræti á auglýsingastofuna Fabr-
ikuna, og skila efni í bæklinginn
til hönnuðanna okkar Ingu og
Völu. Fæ frábærar móttökur hjá
þeim eins og alltaf og næ að
strika yfir þó nokkur atriði af
verkefnalistanum. Tek með mér
próförk af enska bæklingnum.
17:30 Allir komnir heim.
Amma sótti á leikskólann og við
ákveðum að bjóða upp á hinn
merka rétt „Smør selv“ sem varð
til á námsárunum í Kaupmanna-
höfn. Allt tekið út úr ísskápnum
og sett á brauð. Börnin fagna.
19:15 Bóndinn tekur eftir því
að fréttatímarnir tveir fara ekki
vel í mig og rekur mig í sund. Næ
í skottið á hamingjunni aftur á
fimmtu ferð í Laugardalslaug.
20:30 Næ að syngja bíum bí-
um bambaló og kyssa stráka
góða nótt. Ákveð að þvottahrúg-
an á borðstofuborðinu fái að vera
stofuprýði enn um sinn. Tek
frekar einn snúning á fé-
lagsstörfunum, og skrifa nokkra
tölvupósta á vegum Íbúasamtaka
3. hverfis.
23:00 Á leiðinni inn í rúm
gríp ég af handahófi bók frá
Bjarti, Votlendi, sem staðið hefur
í plastinu í þó nokkurn tíma.
Innihaldið kemur á óvart og í
stað þess að sofna á fimmtu blað-
síðu, eins og planið var, dett ég í
lestur aðeins of lengi.“
Dagur í lífi Steinunnar Þórhallsdóttur markaðs- og kynningarstjóra
Listahátíðar í Reykjavík
Steinunn Þórhallsdóttir á skrifstofu sinni í Gimli, höfuðstöðvum Listahátíðar í Reykjavík.
Morgunblaðið/Ernir
Klossbrems í hálkunni
! "
# $ " %& " &
" '' &
'
(
&" )
*
+,
+,
-+,
./ "
" $ "