SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 32
32 11. apríl 2010
U
mferðarstofa gaf nýlega út
kennsluefni ætlað til umferð-
arfræðslu í framhaldsskólum
landsins. Þóra Magnea Magn-
úsdóttir, fræðslufulltrúi Umferðarstofu,
vann að gerð efnisins með aðstoð Einars
Magnúsar Magnússonar, upplýsingafull-
trúa Umferðarstofu. Efnið er ætlað lífs-
leikni, sem er skyldufag í öllum fram-
haldsskólum landsins, en
umferðarfræðsla hefur ekki verið til stað-
ar fyrir framhaldsskólanema með þessum
hætti áður. Í námsefninu eru m.a. sýnd
viðtöl við annaðhvort aðstandendur
þeirra sem látist hafa í bílslysi eða við ein-
staklinga sem lifðu af alvarleg bílslys.
„Þegar ég byrjaði að vinna hjá Umferð-
arstofu langaði mig að vinna með fram-
haldsskólum,“ segir Þóra Magnea. „Ég
setti mig í samband við Félag lífsleikn-
ikennara og kynnti mér aðalnámskrá
framhaldsskólanna. Næst vann ég þarfa-
greiningu meðal einstaklinga á aldrinum
16-21 árs. Þá kom í ljós að reynslusögur
myndu líklega hafa mest áhrif á ein-
staklinga á þessum aldri, það var þá sem
ég og Einar Magnús, sem jafnframt er
kvikmyndagerðarmaður, hófum sam-
starf.“
Þau fengu Kastljós til liðs við sig og fóru
til Vestmannaeyja þar sem þau töluðu við
foreldra Önnu Ragnheiðar sem lést í bíl-
slysi 17 ára gömul fyrir um sjö árum. Með
henni í bíl voru tvær vinkonur hennar
sem lifðu slysið af en slösuðust báðar al-
varlega. Önnur þeirra, Helga Björk, sem
var ökumaður, hlaut varanlegan heila-
skaða og mikil beinbrot. Slysið varð með
þeim hætti að Helga Björk missti stjórn á
bílnum þar sem hún var í spyrnu við ann-
an bíl. Þá töluðu þau einnig við foreldra
Sesars Þórs sem lést í bílslysi sem rekja má
til ölvunaraksturs á Akureyri fyrir fjórum
árum. Sesar Þór var 19 ára þegar hann
lést. Frændi hans, sem ók bílnum, lifði
slysið af. Ökumenn beggja slysa hlutu
dóma fyrir manndráp af gáleysi.
„Svona hræðsluáróður, eins og mynd-
böndin eru að vissu leyti, virkar ekki einn
og sér, það verður að vera einhver teng-
ing við hugarheim áhorfandans. Það ger-
ist í gegnum verkefnin sem fylgja náms-
efninu,“ segir Einar Magnús.
„Ég bjó til verkefnin svo nemendur
myndu setja sig í ákveðnar stellingar áður
en þeir sæju myndböndin,“ bætir Þóra
Magnea við. „Til dæmis áður en viðtölin
frá Vestmanneyjaslysinu eru sýnd, vinna
krakkarnir hópverkefni þar sem þeir
þurfa að taka afstöðu til þess hvað þeir
myndu gera ef verið væri að mana þá í
spyrnu. Nemendur ræða saman og segja
frá því hvaða ákvörðun þeir myndu taka.
Í framhaldi af því er myndbandið sýnt
með viðtali við foreldra Önnu Ragnheið-
ar, sem lést í bílslysinu og viðtal við vin-
konur hennar sem lifðu það af. Þegar
myndbandinu lýkur skipta margir nem-
enda, sem sögðust myndu taka þátt í
spyrnunni, um skoðun. Ég geri mér vonir
um að þetta haldi áfram að hafa áhrif á
nemendur og þetta komi upp í kollinn á
þeim þegar þeir standa frammi fyrir
hættulegum freistingum í umferðinni.“
Heppnin getur brugðist
Þóra Magnea segir marga haldna þeim
misskilningi að þeir séu bara að stofna
sjálfum sér í hættu með því að taka
áhættu í umferðinni.
„Sumir skilja ekki að ákvarðanir þeirra
geta haft áhrif á aðra í umferðinni. Það var
til dæmis einn nemandi sem sagði mér að
hann nennti ekki alltaf að nota örygg-
isbelti og það kæmi þá bara eitthvað fyrir
hann, það myndi ekki skaða neinn annan.
Hann gerði sér ekki grein fyrir því að ef
einstaklingur sem ekki er í belti lendir í
slysi með fleira fólki í bílnum, stefnir
hann því í hættu. Hann getur kastast með
miklum þunga á hina farþegana. Högg-
þyngd hans verður margföld líkams-
þyngd og hann getur auðveldlega drepið
sjálfan sig og aðra sem í bílnum eru. Það
er svona atriði sem koma í ljós við um-
ræðurnar, eitthvað sem nemendurnir
hafa ekki gert sér grein fyrir. Fólk treystir
líka mikið á heppni, ég heyri oft frá nem-
endum að þeir séu svo heppnir að þess
vegna fari þeir ekki alltaf eftir eftir lög-
Þóra Magnea Magnúsdóttir og Magnús Magnússon hjá Umferðarstofu.
Morgunblaðið/Ómar
„... svo kom
það fyrir mig“
Reynslusögur af árekstrum eru notaðar til þess
að hafa jákvæð áhrif á ungt fólk í nýju kennslu-
efni Umferðarstofu.
Kristrún Ósk Karlsdóttir kristrun@mbl.is
Reynslusögur af árekstrum eru notaðar til að auka áhrifagildi kennslunnar.
M
atthías Aron Ólafsson og Sylvía Vias eru
bæði nemendur í Tækniskólanum í
Reykjavík. Þau sátu í lífsleiknitíma þar
sem Þóra Magnea og Einar Magnús
kenndu nemendum með nýja kennsluefninu. Matthías
Aron verður 17 ára í desember og stefnir á að fá bíl-
prófið þá. Sylvía er 30 ára og hún fékk bílpróf 17 ára.
Matthías Aron:
Hafði fyrirlesturinn áhrif á þig ?
„Já, reyndar, ég ætla ekkert að þykjast vera kúl og
segja að það hafi ekki gert það. Maður finnur alveg til
með þessu fólk. Þetta er mjög leiðinlegt. Ég sjálfur nota
alltaf belti og reyni alltaf að hafa áhrif á aðra og segja
þeim sem er ekki í belti að fara í belti.“
Er þetta eitthvað sem þú hefur velt fyrir þér áður ?
„Já, foreldrar mínir eru mjög duglegir við að minna
mig til dæmis á að vera í öryggisbelti, og eiginlega öll
fjölskyldan, það hefur góð áhrif.“
Þú ert meðvitaður um að slys geta komið fyrir alla?
„Já já, alveg. Hugsunin hjá mörgum að þetta kemur
aldrei fyrir mig, en slys geta alltaf orðið og jafnvel þó
að þú sért í bílbelti, þá bjarga þau ekki alltaf. Þótt þú
sért sjálfur að vanda þig geta alltaf aðrir keyrt á þig
líka.“
Hefur þú verið í bíl þar sem er bílstjórinn er undir
áhrifum áfengis?
„Nei, aldrei. En ég hef lent í árekstri þrisvar sinnum
en það var mjög smávægilegt.“
En hefur þú setið í bíl þar sem hraðakstur fer fram?
„Nei, eiginlega ekki, allavega ekki alvarlegt. Ég hef
alveg setið í þar sem fólk hefur gefið í og farið aðeins
yfir löglegan hraða. Ég er frekar hræddur við þetta,
það er reyndar orðið mjög langt síðan.“
Heldur þú að þessi verkefni og myndbönd eigi eftir
að sitja í þér þegar þú færð bílprófið?
„Já, það held ég, þetta minnir mann á að vera alltaf
varkár.“
Hvernig áhrif þú að þessi kennslustund hafi á aðra
nemendur?
„Það fer eftir því hvernig maður lítur á það, ef fólk
hlustar á þetta með athygli og fylgist með þessu þá sí-
ast þetta inn þó að fólk segi að það geri það ekki.“
Þekkir þú einhvern sem hefur lent í alvarlegu slysi?
„Nei, ég þekki engan.“
Sylvía:
Hafði fyrirlesturinn áhrif á þig?
Fyrirlesturinn hefur áhrif
Matthías Aron Ólafsson, nemi í Tækniskólanum.
Morgunblaðið/Ernir