SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 37
11. apríl 2010 37
Anna
Sui
Fiðrildi og friður
Hönnuðir á borð við Diane von Furstenberg og Anna Sui sóttu innblástur fremur til frjálslegs klæðnaðar
sjöunda áratugarins en kynþokka gömlu kvikmyndastjarnanna. Víðir kjólar, indíánamynstur, blóm og
sandalar voru þannig áberandi á pöllunum og alla þessa þætti má finna í miklu magni í tískuverslunum
hér á landi. Þannig eru fiðrildamynstur algeng, kögur ýmiss konar og palestínuklútar og er ljóst af auglýs-
ingaskiltum og bæklingum verslananna að hippatískan verður snar þáttur í þeirra línu fyrir sumarið.
Þótt hér hafi verið valdir háhælaðir regnbogaskór sem dæmi um skófatnað geta konur loksins fagnað
því að hafa nú tækifæri til að sleppa úr prísund pinnahælanna því sandalar og lágbotnaðir skór virðast
ekki síður ætla að slá í gegn í sumar í tengslum við þessa tískustrauma og er víða hægt að finna freist-
andi fótabúnað af því taginu í verslunum í dag.
Diane von
Furstenberg
Fiðrildakjóll: Oasis 19.990 kr.
Hálsfesti: Accessorize 2.849 kr.
Klútur: Oasis 4.990 kr.
Blússa: Warehouse 20.990 kr.
Veski: Accessorize 9.499 kr.
Skór: Focus 8.990 kr.
Morgunblaðið/Ernir
Balmain
Kjóll: Warehouse 14.990 kr.
Hattur: Accessorize 2.849 kr.
Hörklútur: Vero Moda 4.500 kr.
Þær sem eru hvorki uppteknar af friðarboðskap né kvenlegum kynþokka verða ekki út-
undan í tísku sumarsins því þær geta leitað í fullkomna andstæðu hvorstveggja: töff-
aralega hermannatísku sem ríkulegt framboð er á í fataverslunum nú þegar.
Tískuhús á borð við Alexander Wang og Balmain höfðu nokkuð harðsnúna sýn á
konur sumarsins 2010 þegar tískulínur þeirra voru kynntar í New York og París á síð-
asta ári. Mikið fór fyrir jarðar- og felulitum, efnisvalið var gjarnan kakí og gróf bómull og
fötin voru skreytt með brassbólum, gullhnöppum, rennilásum og keðjum.
Það er óhætt að segja að þessi volduga kventíska hafi hitt fataframleiðendur í
hjartastað því nokkur vörumerki eru með sérstaka hermannalínu fyrir sumarið í ár sem
sjá má víða í verslunum borgarinnar. Og það endurspeglast bæði í fatnaðinum sjálfum
sem og fylgihlutum og fótabúnaði sem er af margvíslegum toga.
Töffaraleg tíska
Alexander
Wang
Leðurvesti: Vero Moda 9.500 kr.
Buxur: Vero Moda 13.900 kr.
Stígvél: Kaupfélagið 24.995 kr.
Veski: Warehouse 5.990 kr.