SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 49
11. apríl 2010 49
Ferðalok
Ástarstjörnu
yfir Hraundranga
skýla næturský;
hló hún á himni,
hryggur þráir
sveinn í djúpum dali.
Veit ég hvar von öll
og veröld mín
glædd er guðs loga.
Hlekki brýt ég hugar,
og heilum mér
fleygi faðm þinn í.
Sökkvi ég mér og sé ég
í sálu þér
og lífi þínu lifi;
andartak sérhvert,
sem ann þér guð,
finn ég í heitu hjarta.
Tíndum við á fjalli,
tvö vorum saman,
blóm í hárri hlíð;
knýtti ég kerfi
og í kjöltu þér
lagði ljúfar gjafir.
Hlóðstu mér að höfði
hringum ilmandi
bjartra blágrasa,
einn af öðrum,
og að öllu dáðist,
og greipst þá aftur af.
Hlógum við á heiði,
himinn glaðnaði
fagur á fjallabrún;
alls yndi
þótti mér ekki vera
utan voru lífi lifa.
Grétu þá í lautu
góðir blómálfar,
skilnað okkarn skildu;
dögg það við hugðum,
og dropa kalda
kysstum úr krossgrasi.
Hélt ég þér á hesti
í hörðum straumi,
og fann til fullnustu,
blómknapp þann gæti
ég borið og varið
öll yfir æviskeið.
Greiddi ég þér lokka
við Galtará
vel og vandlega;
brosa blómvarir,
blika sjónstjörnur,
roðnar heitur hlýr.
Fjær er nú fagri
fylgd þinni
sveinn í djúpum dali;
ástarstjarna
yfir Hraundranga
skín á bak við ský.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
Journey’s End
The star of love
over Steeple Rock
is cloaked in clouds of night.
It laughed, once, in heaven
for the lad who grieves
deep in the dark valley.
I know where all hope –
and my whole world –
flames with the fire of God.
I throw off the chains
of thought, I fling
myself into your soul.
I sink myself,
see into your being,
live your very life;
each gracious moment
God allots you
flares in my flaming heart.
Alone together
we gathered flowers
high on the heath at dawn.
I wove you wreaths,
reverently laying
loving gifts in your lap.
You heaped my forehead
with fragrant rings
of bright blue flowers,
one, then another;
you nodded and smiled
and swiftly snatched them away.
We laughed in the highlands
while heaven grew clear,
bright at the mountain brim.
Not a single joy
seemed to exist
apart from living our life.
The wise flower-elves
wept in the hollows,
they knew we would need to part.
We thought it was drops
of dew and kissed
cold tears from the crossgrass.
I held you on horseback
in the hurtling stream
and felt with fond assurance
I could lift and carry
so light a flower
over all the leagues of life.
Beside the bank
of Boar River
I carefully combed your hair;
eye stars flash,
flower lips smile,
cheeks turn ruby red.
He is far from your fair
friendship, the lad
deep in the dark valley.
The star of love
over Steeple Rock
is burning back of clouds.
The heavens part
the high planets,
blade parts back and edge;
not even eter-
nity can part
souls that are sealed in love.
Ensk þýðing Dick Ringler
Ferðalok
eftir Jónas
Hallgrímsson
Ringler ræðum þá helgimynd og honum
þykir forvitnilegt að heyra af því er fyrsta
plata Magnúsar Þórs Jónssonar, Megasar,
var bönnuð í Ríkisútvarpinu fyrir það að
sungið var um það sem menn pískruðu
um – drykkjuskap Jónasar. Ringler segir
þó að til þess að skilja skáldið verði menn
að þekkja manninn: „Það er ekkert
leyndarmál að Jónas drakk mun meira en
honum var hollt og var örugglega oft
fullur þó að hann hafi kannski ekki legið
sauðdrukkinn úti í hrauni. Það eru til
bréf þar sem fram kemur að margir vildu
alls ekki fá hann í heimsókn í rann-
sóknaferðum hans um landið og neituðu
að veita honum gistingu vegna drykkju-
skapar og óðorðsins sem af honum fór –
hann þurfti að tjalda í túnfætinum því
hann var ekki velkominn á bæinn.
Jónas hafði líka á sér mjög slæmt orð á
meðal fyrirmenna og heldra fólks í
Reykjavík vegna þess að hann var al-
ræmdur drykkjumaður og svo gengu
sögur af ósæmilegri hegðun hans í kyn-
ferðismálum og kynsjúkdómum og svo
má telja, en því má ekki gleyma að Ísland
var þá mjög lítið þjóðfélag og mjög slúð-
urgjarnt.
Til að geta metið Jónas að verðleikum
verðum við líka að hafa þessa mynd af
honum og það á ekki að halda þessu
leyndu eða neita að líta til þess, menn
eiga að rýna í það og velta því fyrir sér og
síðan leggja það til hliðar. Víst var hann
oft drukkinn, en það skiptir ekki máli í
mati okkar á honum nema að því leyti að
gera hann mannlegri og auðveldara að
skilja fyrir vikið.“
Les Jónas reglulega
Hér að ofan er þess getið að handrit Ring-
lers losaði 700 síður og því talsvert enn
óútgefið, en það er líka sitthvað óþýtt að
því er hann segir. „Ég les Jónas reglulega,
hann er uppáhaldsskáld mitt íslenskt,
jafnoki flestra enskra skálda samtíma síns
og mörg ljóða hans hef ég lært utanað. Ég
held þó að ég sé að mestu búinn að þýða
það sem ég mun þýða af Jónasi. Ég hef
eðlilega áhyggjur af því sem enn er óút-
gefið af þýðingum mínum og ég hef líka
gaman af að fylgjast með því hvaða aug-
um menn líta hann á Íslandi en ég held að
ég eigi ekki eftir að þýða mikið meira eða
rannsaka meira,“ segir hann og bætir svo
við kíminn: „Nema mig langi til þess.“
Ég les Jónas reglulega,
hann er uppáhaldsskáld
mitt íslenskt, jafnoki flestra
enskra skálda samtíma síns
og mörg ljóða hans hef ég
lært utanað.
Dick Ringer er prófessor emeritus í enskum og skandinavískum fræðum við Wisconsin-
háskóla í Madison í Bandaríkjunum og mikill áhugamaður um Jónas Hallgrímsson.
Morgunblaðið/Kristinn