SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 4
4 11. apríl 2010
Á ég að borða súkkulaði fyrir hjartað?
Hefur mjólkurneysla slæm áhrif á líkam-
ann? Er hollt að borða kartöflur eða
ekki? Þetta er meðal þess sem fólk spyr
reglulega í ljósi þeirra frétta sem berast.
Upplýsingarnar um hvað eigi að borða og
hvað eigi að forðast í fæðunni virðast
stöðugt vera að breytast og því getur
verið erfitt fyrir fólk að reyna að fylgjast
með og fara eftir öllum þeim ráðlegg-
ingum sem heyrast.
„Það er mjög skiljanlegt að fólk
geti orðið ruglað í ríminu, því það er
erfitt að átta sig á öllu upplýs-
ingaflóðinu,“ segir Laufey Stein-
grímsdóttir og tekur fram að ekki
síst geti verið erfitt að átta sig á því
hvað séu vandaðar rannsóknir og
hvað aðeins dægurflugur sem ekki hafa
verið kannaðar til hlítar. Bendir hún á
að hlutverk opinberra stofnana á
borð við Lýðheilsustöð og Manneld-
isráð sé einmitt að taka saman rann-
sóknir um matvæli og næringu til lengri
tíma, meta gildi þeirra og gefa síðan út op-
inberar næringarráðleggingar.
„Íslenskar ráðleggingar um mataræði
byggjast á norrænum ráðleggingum
sem unnar eru af hópi sérfræðinga
frá öllum Norðurlandaþjóðunum og
eru gefnar út á átta ára fresti.
Ráðleggingar um mataræði
byggjast þannig á ítarlegri skoð-
un á rannsóknum sem hafa birst á
viðkomandi sviði, ekki bara á
einni rannsókn,“ segir Laufey. Tek-
ur hún fram að sú rannsókn sem hér
er fjallað um sé bæði umfangs-
mikil og vönduð og því full ástæða
til að taka hana alvarlega.
Spurð hver sé lykillinn að hollu
og góðu mataræði segir Laufey
fjölbreytt mataræði vera það sem
málið snúist um. „Hollustan er
ekki síst fólgin í því að stilla salti,
sykri og harðri fitu í hóf. Auk þess er
mikilvægt að ávextir, grænmeti og
gróft brauð eins og rúgbrauð eða
annað gróft korn sé hluti af daglegri
fæðu.“
Á ég að drekka mjólk? Má ég borða súkkulaði?
Þ
að kom mörgum
vísindamönnum í
opna skjöldu fyrr í
vikunni þegar nið-
urstöður bárust úr nýrri, stórri og
vandaðri rannsókn sem sýndi að
neysla um 200 g af ávöxtum og græn-
meti á dag lækkaði heildarnýgengi
krabbameina aðeins um tæplega 4%. Um
var að ræða svokallaða EPIC-rannsókn
sem náði til tæplega hálfrar milljónar
manna í tíu Evrópulöndum yfir rúmlega
níu ára tímabil. Fjallað er um rannsókn-
ina, sem var unnin undir forystu sérfræð-
inga við Mount Sinai-læknaskólann í
New York, í tímaritinu Journal of the
National Cancer Institute.
„Þetta er minna en bjartsýnustu menn
höfðu haldið, en þetta er hins vegar
marktæk lækkun,“ segir Laufey Tryggva-
dóttir, klínískur prófessor við læknadeild
HÍ og framkvæmdastjóri Krabbameins-
skrár Íslands. Bendir hún á að 4% lækkun
á krabbameinsnýgengi á Íslandi þýði í
reynd fækkun um 53 einstaklinga árlega.
Athygli hefur vakið að niðurstöðurnar
eru langt frá þeim væntingum sem Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gerði
sér, en fyrir 20 árum hvatti stofnunin fólk
til þess að borða a.m.k. fimm skammta af
ávöxtum og grænmeti (eða um 400-500
g) daglega þar sem talið var að slík neysla
myndi geta komið í veg fyrir allt að 50%
krabbameinstilvika.
Telur verndandi áhrifin vanmetin
„Það eru ekki til neinar töfralausnir við
krabbameini þegar kemur að fæðunni.
Krabbamein myndast fyrir flókið samspil
erfðaefnis og umhverfis, en í því sam-
bandi má aldrei gleyma að einstakling-
arnir eru mjög ólíkir. Fyrir suma er ef-
laust mjög mikilvægt að borða ávexti og
grænmeti, meðan fyrir aðra virðist það
hafa minni áhrif. Eins er það með reyk-
brjóstum eftir tíðarhvörf,“ segir
Laufey. Jafnframt bendir hún á að
allir þátttakendur rannsóknarinnar
hafi verið fullorðnir einstaklingar og því
vanti upplýsingar um áhrif ávaxta- og
grænmetisneyslu á barnsaldri. „En vitað
er að þá eru áhrif ýmissa krabbameins-
valda sterkust, þannig að ekki er ólíklegt
að verndandi áhrifin séu meiri þá.“
Hefur jákvæð áhrif á aðra sjúkdóma
„Það er mikilvægt að hafa í huga að í
rannsókninni er verið að skoða beinu
áhrif samanlagðrar neyslu á öllum teg-
undum af ávöxtum og grænmetis við
tíðni alls krabbameins. Þannig að þessar
niðurstöður segja ekkert um áhrif ein-
stakra tegunda á tiltekið krabbamein, s.s.
tómata, káls, berja og fleiri tegunda.
Rannsóknir benda líka til þess að mis-
munandi krabbamein eigi sér mismun-
andi orsakir og þess vegna er ósennilegt
að sömu forvarnir eigi við allar gerðir af
krabbameini,“ segir Laufey Steingríms-
dóttir, prófessor hjá Rannsóknastofu í
næringarfræði við Landspítalann og HÍ.
Bendir hún á að þó bein áhrif neyslu
ávaxta og grænmetis á nýgengi krabba-
meins hafi aðeins mælst 4% þá megi ekki
gleyma því að neysla ávaxta og grænmetis
geti haft töluverð óbein jákvæð heilsu-
farsáhrif sem ekki var tekið tillit til í
rannsókninni. „Mikil neysla ávaxta og
grænmetis leiðir gjarnan til þess að minna
er borðað af óhollri fæðu, s.s. sykri, fitu,
salti og unnum kjötvörum,“ segir Laufey.
Tekur hún fram að í rannsókninni hafi
verið búið að leiðrétta fyrir öllum slíkum
áhrifum svo og fyrir líkamsþyngd, en fólk
sem borðar mikið af grænmeti og ávöxt-
um er gjarnan léttara. „Svo má ekki
gleyma því að grænmeti og ávextir hafa
áhrif á fleiri heilsufarsþætti en krabba-
mein, þá fyrst og fremst hjarta- og æða-
sjúkdóma og sykursýki.“
segir Laufey. Bendir hún á að mögulega
séu verndandi áhrif ávaxta- og grænmet-
isneyslu vanmetin í rannsókninni vegna
annmarka við að fá rétta mynd af lang-
tímamataræði.
„Í rannsókninni er heldur ekki tekið
tillit til þess að með aukinni neyslu græn-
metis léttist fólk sem aftur getur veitt
vernd gegn offitutengdu krabbameini á
borð við krabbamein í legbol, ristli og
ingarnar. Fyrir langflesta hafa reykingar
mjög slæm áhrif en svo eru til ein-
staklingar sem geta reykt alla ævi og fram
á elliár án þess að fá krabbamein. Þú getur
hins vegar aldrei vitað fyrirfram hvorum
hópnum þú tilheyrir. Þannig að til að
minnka líkurnar á því að fá krabbamein
er vissara að reykja ekki, drekka í hófi,
borða sem hollast, hreyfa sig reglulega og
gæta sín á of mikilli útfjólublárri geislun,“
Morgunblaðið/Arnaldur
Vikuspegill
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Rannsóknir sýna að
efnið lycopene sem
finna má í tómötum get-
ur dregið úr líkum á
krabbameini í blöðru-
hálskirtli. Að sama
skapi er talið að efni í
spergilkáli geti dregið úr
líkum á þarmakrabba-
meini. Draga má úr lík-
um á krabbameini með
því að reykja ekki,
borða hollan mat,
passa þyngdina, neyta
áfengis í hófi og gæta
sín á sólinni.
Tómatar
hafa áhrif
Ekki til nein
töfralausn
Neysla ávaxta og
grænmetis lækkar
krabbameinsný-
gengi aðeins um 4%
©
IL
V
A
Ís
la
n
d
2
0
10
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30 s: 522 4500 www.ILVA.is
50% AFSLÁTTUR
LAUGARDAG 10/04 og SUNNUDAG 11/04
AF ÖLLUM MOTTUM
OG MÁLVERKUM