SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 31
11. apríl 2010 31
„Fátt er dónalegra en kona á fimm-
tugsaldri sem blygðast sín ekki fyrir
líkama sinn.“
Eva Hauksdóttir sem sent hefur frá sér „voða
klúra“ sjálfshjálparbók handa sjálfri sér og öðrum
ýlandi dræsum.
„Það er frábært að sjá ríki hafna með
svo afgerandi hætti kynferðislegri
misnotkun á konum í gróðaskyni.“
Hilary Wainwright, annar ritstjóra tímaritsins Red
Pepper, um bann Alþingis Íslendinga við nekt-
ardansi.
„Konur eru stundum góðar í því
að flækja hlutina og pæla kannski
of mikið í því sem þarf að gera.“
Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Íslands-
meistara KR í körfubolta, er ánægð
með hvað þjálfarinn, Benedikt Guð-
mundsson, er duglegur að taka af
skarið á ögurstundu.
„Hann er ekki alltaf í bolt-
anum en þegar hann hefur
hann er hann óstöðv-
andi.“
Arsène Wenger, knattspyrnustjóri
Arsenal, um Lionel Messi, leikmann Barcelona,
sem kjöldró lið hans í Meistaradeildinni.
„Verð að viðurkenna að ég skil ekki af
hverju við lánum ekki bara Pálma tvo
milljarða til að koma fyrir á Cayman
áður en hann fer á hausinn. Í stað þess
að fara alla þessa Goldsmith-æfingu.“
Úr tölvupósti Einars Ólafssonar, þáverandi fram-
kvæmdastjóra fyrirtækjaráðgjafar Glitnis, til Lár-
usar Welding, forstjóra bankans.
„En ég geri allt sem þú segir mér að
gera.“
Sami Einar í tölvupósti til Lárusar.
„Mér finnst eins og ég sé örugglega
orðin fullorðin núna.“
Söngkonan Jennifer Lopez segir barneignir
hafa breytt lífi sínu.
„Já, það kom í morgun
klukkan níu. Þá gerði
fyrstu skúrina og fugl-
arnir sungu mikið og
voru kátir.“
Ólafur Eggertsson, bóndi á Þor-
valdseyri undir Eyjafjöllum, spurður
um vorkomuna.
Ummæli vikunnar
E
ftirtektarverður árangur hefur náðst hjá Atlantis Group, sem er í meiri-
hlutaeigu Íslendinga og sérhæfir sig í lax- og túnfiskeldi og sölu sjávarafurða,
einkum til Japans. Í fréttaskýringu Steinars Þórs Sveinssonar í Sunnudags-
mogganum kemur fram að með nýlegum kaupum á öðru króatísku eldisfyr-
irtæki varð Atlantis Group stærsti framleiðandi á bláuggatúnfiski í Evrópu og jafnvel í
heiminum.
En það eru blikur á lofti í þessari atvinnugrein. Umhverfisverndarsamtök með WWF og
Greenpeace í fararbroddi hafa barist gegn veiðum á bláuggatúnfiski í Miðjarðarhafi, Atl-
antshafi og Kyrrahafi á þeim forsendum að stofnarnir séu í útrýmingarhættu. Er það
meðal annars rökstutt með því að stofninn í Atlantshafi sé kominn niður í 25% af stærsta
hrygningarstofni frá því mælingar hófust.
Á nýafstöðnu þingi CITES, stofnunar á vegum Sameinuðu þjóðanna, bar Mónakó upp
tillögu um að setja Atlantshafsbláuggatúnfiskinn á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Evr-
ópusambandið studdi ekki tillögu Mónakó, heldur kom fram með sértillögu með nokkuð
flóknum fyrirvörum en í meginatriðum var niðurstaðan sú sama og hjá Mónakó. Ef þetta
hefði náð fram að ganga hefði bláuggatúnfiskurinn orðið fyrsta fisktegundin á lista yfir
dýr í útrýmingarhættu.
Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir þá sem hafa lifibrauð sitt af veiðum og viðskiptum með
bláuggatúnfisk því skráning á lista CITES hefði í för með sér bann á alþjóðlegum við-
skiptum með fisktegundina, þó að viðskipti innan Evrópusambandsins hefðu að vísu ver-
ið undanskilin því banni. Það hefði hins vegar komið sér illa fyrir Atlantis Group, því um
90% af sölu fyrirtækisins er á bláuggatúnfiski frá Evrópu til Japans.
Íslensk stjórnvöld tóku skýra afstöðu á þingi CITES sem fólst í því að nytjastofnar sjávar
ættu að lúta svæðisbundinni stjórn ríkja eða, ef um flökkustofna væri að ræða, fjöl-
þjóðlegra veiðistjórnunarsamtaka, en í tilfelli túnfisksins nefnast þau ICCAT. Er það í fullu
samræmi við þá afstöðu Íslendinga að þær þjóðir sem hafi hagsmuni af góðri umgengni
um hafsvæðin stýri jafnframt veiðum á þeim svæðum enda er líklegast að þær horfi til
langs tíma og byggi upp sjálfbærar veiðar.
Ísland fór fram á leynilega atkvæðagreiðslu á þinginu og voru tillögur Mónakó og ESB
felldar. En full ástæða er hinsvegar til að lýsa áhyggjum af afstöðu Evrópusambandsins,
ekki síst þegar horft er til íslenskra hagsmuna. Til dæmis má nefna að íslenski þorskurinn
var árið 1984 kominn niður í um 15% af stærsta sögulega hrygningarstofni. Ef sömu rök-
um hefði verið beitt þá og nú er beitt um bláuggatúnfiskinn hefði legið beint við að setja
þorskinn á lista yfir fiskitegundir í útrýmingarhættu árið 1984 og banna alþjóðlega sölu úr
stofninum.
Íslendingar lærðu það af hvalveiðibanninu hversu erfitt getur verið að aflétta banni á
viðskiptum með sjávarafurðir. Afstaða ESB verður enn gagnrýniverðari þegar horft er til
þess að ESB hefur iðulega barist gegn hærri kvótum en vísindaleg ráðgjöf segir til um. En
svo kemur ESB fram á öðrum vettvangi, CITES, og leggur til viðskiptabann.
Það hefur ekkert breyst innan ESB í sjávarútvegsmálum. Og ráðlegt að taka ákvarðanir
um fiskveiðar okkar Íslendinga fjarri Brussel.
Fiskveiðar og viðskiptabann
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
Eigendur innanmein banka
Fjórða frétt vikunnar er einnig merk, þótt hún sé
vissulega aðeins viðbótarfrétt við framhaldssögu
um ótrúlega framgöngu eigenda Glitnis. Þeir voru
að éta bankann, sem var almenningshlutafélag,
innan frá, svo vitnað sé í orð Vilhjálms Bjarnason-
ar. Þeir höfðu gert slíkt áður, í smærri stíl þó, og
barnalegir dómstólar landsins héldu að það væru
venjuleg viðskipti og ekki refsivert að stór hluthafi
hlunnfæri almenna hluthafa. Steingrímur J. Sig-
fússon var við sitt heygarðhorn er hann heyrði
hinar ótrúlegu fréttir um framferði stóreigenda
Glitnis og kenndi einkavæðingu banka um það að
stórir eigendur bankans hefðu látið þar greipar
sópa og ekki virt reglur um stjórn bankans. Þeir
eigendur, sem þarna eiga hlut að máli keyptu hann
ekki af ríkinu. Grunnurinn að einkavæðingu þess
banka, ef einkavæðingu skyldi kalla, fór fram fyrir
áratugum. Útvegsbankinn, ríkisbanki sem var
kominn í þrot, var þá sameinaður þremur stórum
bönkum í einkaeign, Iðnaðarbanka, Versl-
unarbanka og Alþýðubanka. Þessir bankar sam-
einaðir gerðu það gott undir stjórn Vals Valssonar,
Ragnars Önundarsonar, Björns Björnssonar og Ás-
mundar Stefánssonar svo fáeinir séu nefndir. Eign-
arhald á þessum banka breyttist nokkrum sinnum
og reksturinn var um margt í ágætu lagi. Það er
ekki fyrr en bankinn fór í hendur þeirra sem Sam-
fylkingin og upp á síðkastið einnig VG hafa haldið
pólitískri verndarhendi yfir sem allt breyttist til
verri vegar. Varð þessi banki hinn fyrsti sem fór í
þrot haustið 2008 og varð þá engu í raun bjargað í
bankakerfinu. Stagl Steingríms J., handhafa mets-
ins um að svíkja sem flest kosningaloforð á sem
skemmstum tíma, um að kenna megi skorti á rík-
iseign bankakerfisins um allt illt, passar illa í þessu
dæmi að minnst kosti. Svo er spurningin hvort
framangreindar fréttir sem þyrftu svo ríka umfjöll-
un muni hverfa eða drukkna í tvö þúsund síðna
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem menn
hafa lengi beðið í ofvæni. Ef það gerist hefði ein-
hvern tímann verið talað um smjörklípu ef bara
ekki smjörfjall.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fylgst með siglingu Sighvatar
Bjarnasonar VE úr þyrlu.