SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Side 12
12 30. maí 2010
H
ann kom eins og storm-
sveipur inn í íslenskt tónlist-
arlíf, skeggjaður með snúð í
hári. Það er nóg að horfa á
Högna Egilsson til að átta sig á því að
hann fer ekki troðnar slóðir, frekar en
nafnið gefur til kynna. Hann er söngvari
og helsti lagasmiður einnar vinsælustu
hljómsveitar landsins, Hjaltalín, sem
vakið hefur athygli innan lands og utan
fyrir frumlega nálgun við viðfangsefni
sitt – poppið – og tilvísanir í allar mögu-
legar áttir, ekki síst blessaða klassíkina.
Skyldi engan undra, Högni ólst upp við
Bach og Mozart og í vor brautskráist
hann frá Listaháskóla Íslands með próf í
tónsmíðum upp á vasann. Burtfar-
artónleikarnir verða einmitt í Þjóðmenn-
ingarhúsinu í dag (laugardag) kl. 16.
En hver er hann annars, þessi síðhærði
og bjarti halur, sem af útlitinu að dæma
gæti allt eins hafa verið uppi á vík-
ingaöld?
Högni fæddist í Reykjavík 3. október
1985, sonur Egils B. Hreinssonar, pró-
fessors í verkfræði við Háskóla Íslands,
og Ernu Guðrúnar Árnadóttur íslensku-
fræðings, sem starfar hjá mennta-
málaráðuneytinu. Raunar standa fleiri
velunnarar tungunnar okkar að Högna
en afar hans eru Hreinn Benediktsson
málfræðingur og Árni Böðvarsson, rit-
stjóri Orðabókar Menningarsjóðs. Þá er
maður Sigríðar Kristjánsdóttur, föð-
urömmu hans, Jónas Kristjánsson, hand-
ritafræðingur og fyrrverandi for-
stöðumaður Árnastofnunar. Móðuramma
Högna er Guðrún Ágústa Sigurðardóttir.
Högni á þrjú systkini, Arndísi Hrönn
leikkonu og Hrafnkel Orra sellóleikara,
sem eru eldri, og tvíburabróðurinn
Andra, sem er stærðfræðingur að mennt.
„Við erum tvíeggja og afskaplega ólíkir í
útliti og háttum. En samt ekki,“ segir
Högni og hallar undir flatt.
Fjórðungi bregður til föður
Foreldrar Högna skildu þegar hann var
sex ára en seinni maður móður hans er
Eiríkur Baldursson vísindaheimspek-
ingur. Börn Eiríks og stjúpsystkini Högna
eru Ingvi, Ragnheiður og Finnur.
Tónar flæddu um bernskuheimili
Högna. Faðir hans er liðtækur píanisti og
var virkur í djasssenunni hér heima á ní-
unda og tíunda áratugnum. Sendi meira
að segja frá sér eina plötu. „Pabbi er mjög
músíkalskur maður,“ segir Högni.
„Mamma er það raunar líka enda þótt
hún leiki ekki sjálf á hljóðfæri. Hún hefur
spilað Bach, Mozart, Händel og hina
gömlu meistarana í botni frá því ég man
eftir mér.“
Við blasir að Högni hefur tónlistargáf-
una frá foreldrum sínum. „Auðvitað eru
áhrifaþættirnir fleiri en stendur ekki í
Njálu að fjórðungi bregði til föður og
fjórðungi til móður?“
Rétt er það.
Fimm ára hóf Högni fiðlunám hjá Lilju
Hjaltadóttur í Suzuki-tónlistarskólanum.
„Ég djöflaðist á fiðlunni í tíu ár,“ segir
hann sposkur á svip. „Það var mjög
sterkt félagslegt aðhald hjá Suzuki, við
fórum í ferðir út á land og til útlanda, og
mér leiddist aldrei í fiðlunáminu en það
væri ofmælt að ég hafi verið í því af lífi og
sál. Á tímabili hugsaði ég um að hætta og
snúa mér að karate eða einhverju slíku en
var hvattur til að halda áfram. Ég leit
Hvers vegna
ferð þú ekki
í tónlist?
Hann fórnaði karate fyrir fiðluna og síðar mynd-
list fyrir tónsmíðar. Guði sé lof, segja margir en
Högni Egilsson í Hjaltalín hefur á undraskömm-
um tíma skipað sér á bekk með okkar framsækn-
ustu og vinsælustu tónlistarmönnum. Fáir hafa
komið við hjartað í þjóðinni með sama hætti.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Ljósmyndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is