SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Síða 15
30. maí 2010 15
S
tórtónleikar Hjaltalíns og
Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands fara fram í Há-
skólabíói 16. júní næst-
komandi. Verður þar leikið efni
af breiðskífum Högna og félaga,
einkum Terminal, auk fimm laga
sem sérstaklega eru samin fyrir
þetta tilefni.
Sinfónían hefur gert töluvert af
því á liðnum árum að efna til
samstarfs við popphljómsveitir,
flestar hafa þær þó staðið í eld-
línunni árum og áratugum sam-
an. Fyrsta breiðskífa Hjaltalíns
kom út fyrir rúmum tveimur ár-
um. „Þetta er mikill heiður fyrir
okkur og tónleikarnir leggjast vel
í okkur,“ segir Högni en frum-
kvæðið kom frá Hagatorgi.
Einhver gæti bent á að þetta sé
rökrétt skref á ferli Hjaltalíns en
sveitin er að hluta skipuð
strengja- og blásturshljóðfærum,
auk þess sem hún kom fram á
tónleikum með kammersveit á
Listahátíð í Reykjavík í fyrra –
við góðan orðstír. „Það er alveg
rétt, þetta er alls ekki óeðlilegt
framhald á þeim verkefnum sem
við höfum verið að fást við,“
segir Högni. „Bara heldur stærra
í sniðum.“
Heiðarlegt samtal
Talað hefur verið um að Hjaltalín
byggi brú milli heima, frá poppi
yfir í klassík enda komi aðdá-
endur sveitarinnar úr báðum átt-
um. Sjálfur vill Högni ekki tala
um brú í þessu sambandi. „Við
lítum fyrst og síðast á okkur sem
popphljómsveit enda þótt við
viljum gefa tónlist liðinna alda
vægi í nútímalegu samhengi.
Þetta eru öðru fremur tilvísanir í
fortíðina, heilbrigt og heiðarlegt
samtal milli greina án þess að
það eitt og sér sé forsenda fyrir
sköpuninni.“
Högni og Viktor Orri fiðluleik-
ari Hjaltalíns útsetja tónlistina
sjálfir fyrir sinfóníuhljómsveit,
auk þess sem Hrafnkell Orri Eg-
ilsson, sellóleikari og bróðir
Högna, fer höndum um fáein lög.
Hann er meðlimur í Sinfón-
íuhljómsveit Íslands en hefur
verið í leyfi í Berlín á þessu
starfsári.
„Þar sem við gerum þetta
sjálfir verður útsetningin samofin
lagasköpuninni,“ útskýrir Högni.
„Vonandi getum við leikið okkur
með það á listrænan hátt.“
Hann hefur mjög víðtækan
áhuga á tónlist, drekkur í sig
„þetta venjulega“ en líka djúpa
og hæga minimalteknómúsík og
hefur eins og hver annar ungur
maður yndi af skífuþeytum sem
bræða saman hrynskipti og tón-
tegundir. „Það er alltaf gaman að
spegla óhljóðin, hluti sem gerðir
eru af hvatvísi. Það þarf nefni-
lega alls ekki að vera samasem-
merki milli hvatvísi og óvand-
virkni.“
Margir snertifletir
Tónsmíðaneminn hefur líka
fylgst grannt með nýrri skrifaðri
tónlist. „Í seinni tíð snýst tón-
sköpun að miklu leyti um hljóð,
litbrigði sem eru þegar allt kem-
ur til alls ekki svo ótengd popp-
inu, þó formstrúktúrinn sé hugs-
aður á allt annan hátt.
Snertifletirnir eru margir. Sjáðu
til dæmis sönglagahefðina í
Bandaríkjunum, menn eins og
Leonard Cohen, Neil Diamond og
Paul Simon, hún er undanhaldi á
yfirborði poppmenningarinnar.
Nú er einblínt á hljóðið og þar
gefið listrænt rými til sköpunar.“
Hann talar um að þýða poppið
yfir á önnur svið – og öfugt.
„Þegar allt kemur til alls er þetta
allt músík. Vitnisburður um
ákveðið andartak, ákveðinn
tíma.“
Högni tæpir á frelsinu í tónlist
– og listum almennt. „Frægt var
þegar Stalín hótaði að hengja
Sjostakovitsj fyrir dulin skilaboð
í einni sinfóníu hans. Nú er tíðin
önnur.“
Högni heillast ekki síður af
poppmenningunni í heild og seg-
ir vora tíma speglast vel í nýj-
ustu stjörnunni, Lady Gaga.
„Þegar hér er komið sögu er búið
að brjóta svo margar reglur í
poppmenningunni að reglurnar
eru ekki lengur til. Þetta hefur
Lady Gaga fært sér í nyt – með
eftirtektarverðum hætti. Hún
kastar fram hlutum sem eru svo
dýrir í framkvæmd og klikkaðir á
sinn siðferðislega spillta hátt að
við eigum ekki orð. Svo selur
hún sig stórfyrirtækjum með
glamúr. Hún virðist algjörlega
hömlulaus. Maður hlýtur að velta
fyrir sér hvert næsta skref sé.
Hversu langt getur samfélagið
leitt okkur? Eru engin takmörk?“
Kastar aldrei til höndum
Högni vekur athygli á því að um
leið og Lady Gaga gengur fram af
fólki leiði hún fagmennskuna til
öndvegis. Þessi vandvirkni er
honum að skapi. „Minn metn-
aður stendur til þess að gera
hlutina vel, koma afurðinni frá
mér á snyrtilegan hátt, hand-
verkslega og hugmyndalega. Af-
staðan verður líka að vera skýr,
sérstaklega á þessum tímum. Það
er skylda listamannsins að taka
afstöðu til augnabliksins sem
hann lifir í. Það eina sem við
getum treyst á er innihald sem
afleiðing af vinnu. Listamaðurinn
verður að vera nógu auðmjúkur
til að bera virðingu fyrir því sem
hann er að gera. Að öðrum kosti
er stríðið tapað.“
Högni í góðri sveiflu á Innipúkanum síðasta sumar.
Morgunblaðið/Eggert
Vitnisburður
um andartak
var líka ásættanleg, um eitt þúsund ein-
tök seldust fyrir jólin. „Það er viðunandi
fyrir fyrstu plötu. Við vorum sátt.“
Ekki var þó allt búið. Vorið 2008 var
Hjaltalín áberandi þegar tilnefningar til
Íslensku tónlistarverðlaunanna voru
kynntar. Högni meðal annars tilnefndur
fyrir lagasmíðar og söng. „Þar var ég allt
í einu á bekk með mönnum eins og Páli
Óskari og Mugison,“ segir hann og
glottir.
Athyglin jókst við þetta og salan á
Sleepdrunk Seasons tók kipp. Hjaltalín
hafði meðbyr. Leiðin lá meðal annars til
Lundúna, þar sem sveitinni var vel tek-
ið.
Hafi hún ekki verið búin að því söng
sveitin sig endanlega inn í hjarta þjóð-
arinnar um sumarið – óvænt, að sögn
Högna.
„Ég var uppi í sumarbústað að hlusta á
plötuna hans Páls Óskars og hreifst af
henni, sérstaklega einu lagi, Þú komst
við hjartað í mér, og langaði strax að
henda í útsetningu, mýkja dans-
teknóstemninguna í laginu.“
Óhemjuþroskað verk
Eins og allir vita sló lagið ærlega í gegn í
flutningi Hjaltalín og varð einn helsti
smellur ársins á Íslandi. Högni segir við-
tökurnar hafa komið sér á óvart. „Hug-
myndin var aldrei að gera lagið vinsælt
enda ekki hægt að ganga út frá því í jafn-
litlu samfélagi og okkar. Markmiðið var
einfaldlega að gera eitthvað sem okkur
þótti skemmtilegt. Það var ánægjulegt
að svona margir aðrir hefðu gaman af
þessu líka.“
Hjaltalín var komin á stall í íslensku
tónlistarlífi og mikil eftirvænting lá í
loftinu þegar önnur breiðskífa bandsins,
Terminal, kom út í nóvember síðast-
liðnum. Gefum Arnari Eggerti Thorodd-
sen, tónlistargagnrýnanda Morg-
unblaðsins orðið, en í niðurlagi
umsagnar sinnar um plötuna sagði
hann: „Terminal fer þannig yfir allan
skalann, en fyrst og síðast er um að ræða
óhemjuþroskað og metnaðarfullt verk
og ekki er skrítið að fólk grípi til Sigur
Rósar-líkinga þegar talað er um sveitina
[…]
Ég á ekki lengur erfitt með að átta mig
á Hjaltalín. Þetta er allt saman orðið
mjög skýrt. Þessi öndvegissveit hefur
hér skilað sannkölluðu meistaraverki,
verki sem er enn að vaxa og hræra upp í
þessum haus. Sannkallað þrekvirki þeg-
ar allt er saman tekið, hreint út sagt
glæsileg smíð. Hæglega plata ársins og
plata síðustu ára ef út í það er farið.“
Við þetta er engu að bæta.
’
Ég var stöðugt að eiga við
útsetningarnar, bæta inn
kórum og öllu mögulegu.
Gunni hefur örugglega verið að
verða brjálaður á mér,“ segir
Högni hlæjandi. „En það sást
ekki á honum enda er Gunni al-
veg dásamlegur maður.