SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Side 25
30. maí 2010 25
Hvernig var Ellý sem persóna?
„Ellý var feimin og hlédræg og vinur vina sinna. Hún
var alls ekki allra. Stundum kom hún með plötur til
mín og gaf mér. Hún var mjög myndarleg, saumaði út,
heklaði og prjónaði og gaf mér til dæmis dúka undir
diska sem ég nota á hverjum einustu jólum. Ég minnist
Ellýjar með mikilli hlýju.“
Sjálfsgagnrýnin Anna Mjöll
Þið hjónin eigið tvö börn, Andra Gauk sem er læknir
og Önnu Mjöll sem er söngkona í Los Angeles. Gefurðu
Önnu Mjöll ráð?
„Nei, það er frekar að hún gefi mér ráð. Hún er ansi
góð á sínu sviði, mjög músíkölsk. Við Gaukur vissum
lengi vel ekkert hvað hún var að bralla í söngnum. Einu
sinni, fyrir mörgum árum, þegar við vorum í Ameríku
vildi hún endilega fara í stúdíó þar sem hægt er að taka
upp lög með sjálfum sér og fá á kassettu. Hún nauðaði
lengi um þetta og við létum loks undan henni. Við spil-
uðum svo kassettuna í bílnum og það kom okkur á
óvart hversu gott þetta var hjá henni. Hún hafði ekkert
verið að flagga því sem hún var að gera.“
Hefurðu ekki áhyggjur af henni úti í þessum stóra
heimi?
„Ekki lengur. Ég hafði miklar áhyggjur þegar hún var
ein að þvælast. Nú er hún orðin heimavön og kann á
hlutina. Hún syngur talsvert í klúbbum og Gaukur var
að koma frá Los Angeles þar sem hann var að spila inn á
jólaplötu með henni. Annars er Anna Mjöll mjög sjálfs-
gagnrýnin, henni finnst hún aldrei nógu góð söng-
kona.“
Er ekki bara kostur að vera sjálfsgagnrýnin?
„Jú, en það getur verið fjötur um fót að vera sífellt að
íhuga hvort maður geti ekki örugglega gert betur.“
Hvernig uppeldi fengu börnin ykkar Ólafs Gauks?
„Við vorum ekki í sérstöku uppeldi heldur tókum
börnunum okkar eins og manneskjum. Þau voru vinir
okkar og eru enn. Þau voru þægileg börn, ekkert vesen
á þeim, en maður áttaði sig ekki á því á þeim tíma hvað
maður var heppinn. Við vorum mikið með þeim. Við
unnum á kvöldin um helgar og virku dagarnir voru
lausir og þá vorum við með börnunum. Þannig að vinn-
an truflaði fjölskyldulífið ekki. Við Gaukur vorum
sennilega heppnari þar en margir.“
Á þeim árum sem þú varst að syngja, var mikið rugl
á fólki í þessum bransa í sambandi við brennivín?
„Já, það var rugl á þeim sem höfðu áhuga á slíku. Ég
reyndi að fá mér vín og sígarettur en það er eitthvað í
mér sem stoppar mig af. Ég gerði ítrekaðar tilraunir til
að læra að reykja en tókst aldrei að reykja ofan í mig svo
ég hætti loks þessu sígarettustandi. Ég hafði enga hæfi-
leika í það. Enn í dag finnst mér gaman að fá mér rauð-
vín og hvítvínsglas en meira er það ekki. Börnin eru
enn vonlausari en ég að þessu leyti.“
Allt gott við Evróvisjón
Í kvöld horfir þjóðin á Evróvisjón. Hvernig finnst þér
Hera Björk og lagið sem hún flytur?
„Hera Björk er glæsileg söngkona. Mér finnst enginn
vafi á því að hún á heima þarna. Og lagið er flott. Það er
allt gott við þetta framlag okkar í ár. Anna Mjöll tók
þátt í Evróvisjón árið 1996 og við Gaukur vorum þar.
Eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert um dagana
var að vera á Evróvisjón. Það er svo mikið um að vera
og mikið látið með það fólk sem kom þarna fram. Ég
var í kynningarstarfseminni og tapaði kílóum, það var
svo mikið að gera.“
Þú ert glæsileg kona. Hvernig heldurðu þér í svona
góðu formi?
„Ætli þetta séu ekki bara genin. Ég geri ekki neitt.
Kannski heldur það mér í formi að ég hef aldrei áttað
mig á því að tíminn líður. Ég lifi í eins konar tímaleysi
og held bara áfram.“Morgunblaðið/Golli
Ég er bara þakklát ef fólk þekkir mig. Mér finnst
það hlýlegt á okkar litla landi þegar ókunnugt fólk
heilsar manni eða víkur að manni góðri kveðju.
’
Ég vildi vissulega alltaf gera
vel og reyndi það, en ég var
ekki að springa úr söng-
konumetnaði. Ég held að ég hafi
tekið þessu öllu með mjög mikilli
ró. Þetta starf átti af einhverjum
ástæðum ágætlega við mig. Það er
engin ástæða til að verða vitlaus
og fara að líta stórt á sig þótt mað-
ur rauli einhver lög á sviði eða
syngi þau á plötu.