SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Page 32

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Page 32
32 30. maí 2010 M ikil gróska virðist í íslenskri heimild- armyndagerð því vísa þurfti mörgum myndum frá Skjaldborgarhátíðinni að þessu sinni, það komust mun færri að en vildu með myndir sínar. Á dagskránni voru frumsýndar um tuttugu íslenskar heimildarmyndir en auk þess voru sýndar þrjár fær- eyskar myndir, fjögur verk í vinnslu og svo Björgunar- afrekið við Látrabjarg eftir Óskar Gíslason sem frum- sýnd var fyrir 61 ári. Frítt á allar sýningar Dagskráin er þétt og það er varla nema fyrir þá alhörð- ustu að sjá þær allar. Þó svo ekki sé hægt að telja inn í bíóið, þar sem frítt er á allar sýningar, þá mættu hátt í 400 manns í hrefnuveisluna og út frá því mætti kannski áætla fjölda hátíðargesta. Kvikmyndasýningar hófust klukkan 10 laugardags- og sunnudagsmorgun og mátti merkja að eftir því sem leið á daginn bættist í áhorfendafjöldann. Heimamenn voru einnig meira áberandi á meðal áhorfenda en oft áður og virðast Patreksfirðingar vera að uppgötva að hátíðin er ekki síður fyrir þá en aðra, þó þeir standi vaktina á öllum öðrum vígstöðvum. Þarna mátti sjá myndir eftir gamalreynda kvik- myndagerðarmenn eins og Þorstein Jónsson, Þorfinn Guðnason, Pál Steingrímsson og Helga Felixson. Þarna voru einnig nýliðar og allt þar á milli. Myndirnar voru af margvíslegu tagi, efnistök um margt ólík, lengd allt frá örstuttu upp í fulla lengd og þær höfða sjálfsagt ekki allar til allra. Þó má segja að þær svali flestar vissri forvitni, þessari íslensku forvitni. Við fáum innsýn inn í svo margt. Sveitalífið í Kjósinni, kynnumst Íslendingum vítt og breitt um landið sem hafa sitthvað að segja um hrunið, draumur konu rætist þegar skipið Skaftfellingur er flutt frá Vestmannaeyjum aftur heim til Víkur í Mýrdal, við fylgjumst með tveim- ur eldri borgurum sem fara til Kína með viðskipta- hugmynd, fylgjumst með bátasmíði á Reykhólum og margt fleira. Við höfðum kannski ekki velt þessum hlutum sér- staklega fyrir okkur, en við það að sitja í Skjaldborg- arbíói og fá tækifæri til að sjá allar þessar myndir, kviknar einhver áhugi. Forvitni sem maður hafði ekki hugmynd um að væri til staðar er svalað. Hvernig sem gæði myndanna eru situr alltaf eitthvað eftir – stundum eintómar spurningar og jafnvel furða, oftar ánægja með að hafa fengið að kynnast þeim persónum sem fjallað er um, málefninu eða landshlutanum. Vonandi fá sem flestir tækifæri til að sjá þessar myndir. Heiðursgesturinn frá Færeyjum Heiðursgestur hátíðarinnar var að þessu sinni færeyska kvikmyndagerðarkonan Katrin Ottarsdóttir. Á hátíð- inni voru sýndar þrjár portrettmyndir eftir hana um þrjá færeyska listamenn, sem að hennar mati eru merkilegustu núlifandi listamenn Færeyja, en það eru Tóroddur Paulsen, Jóanes Nielsen og Hans Pouli Olsen. Katrin hefur bæði gert leiknar myndir og heimild- armyndir. Ein þekktasta mynd hennar, Bye Bye Blueb- ird frá árinu 1999, er leikin vegamynd sem gerist í Fær- eyjum. Henni var ekki vel tekið í heimalandinu í fyrstu, að sögn Katrinar, en er í dag orðin einskonar cult- mynd hjá unga fólkinu. Myndin hlaut Tiger-verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam árið 2000. Þess má geta að Hilmar Örn Hilmarsson gerði tónlistina við myndina. Fyrsta mynd hennar, Atlantic Rhapsody (1989), var jafnframt heimsins fyrsta leikna færeyska myndin og sló hún öll aðsóknarmet í Fær- eyjum þegar hún var sýnd, en á sama tíma voru kvik- myndirnar Rambó og Out of Africa í færeysku bíói. Katrin sat fyrir svörum á hátíðinni, en þar kom með- al annars fram að eftir þessar þrjár heimildarmyndir vildi hún snúa sér aftur að leiknum myndum. Það tók hana þrjú ár að gera þessar þrjár portrettmyndir, sem hún tók, leikstýrði og klippti sjálf. Hún mætti ein til listamannanna með myndavélina, var ekki með hóp með sér og segir að þannig hafi hún náð betur til þeirra, þeir gleymdu myndavélinni og hún komst nær þeim en ella. Fjögur verk í vinnslu voru kynnt á hátíðinni og verð- ur spennandi að sjá afraksturinn. Þegar verk í vinnslu eru kynnt fá áhorfendur tækifæri til að beina spurn- ingum til leikstjóranna að loknu sýnishorni úr mynd- inni. Myndin Amma, eftir Gunnar Konráðsson er um ömmu hans, Stellu Stefánsdóttur. Hún eignaðist 14 börn og afkomendur hennar eru hátt í 200 í dag. Gunn- ar sýndi 8 mínútna brot út myndinni sem lofar góðu. Brot úr mynd um Reyni sterka var einnig sýnt, sem og 20 mínútna brot úr mynd um Ragga Bjarna. Alveg tímabært að gera myndir um þessa menn. Fjórða verkið í vinnslu var um landeyðingu á Íslandi. Vonandi verða myndirnar sýndar á næstu hátíð. Ættleiðingarskrifstofa fyrir Skjaldborgargesti „Hátíðin hefur mjög góð áhrif á sveitarfélagið,“ segir Alda Davíðsdóttir, sem á og rekur Sjóræningjahúsið á Patreksfirði ásamt fjölskyldu sinni. Hún er í stjórn Skjaldborgar og stendur vaktina alla helgina sem vert á kaffihúsinu. Blaðamaður leit við hjá Öldu þegar verið var að undirbúa hrefnu- og kræklingaveislu Skjald- borgar, sem haldin var í þriðja sinn í Eldsmiðjunni, sem er salur í húsinu. Hún segir hátíðina hafa margvísleg áhrif á sveitarfélagið. „Hún hefur náttúrulega mjög góð efnahagsleg áhrif, því að það er verið að nýta allt gistirými og í raun og veru miklu meira, utan háannar. Þetta lengir tímann Troðið út úr dyrum í Skjald- borgarbíói Fjórða Skjaldborgarhátíðin er nú að baki og örugglega ekki sú síð- asta ef marka má hljóðið í aðstandendum. Gestir hafa aldrei verið fleiri og stútfullt var í bíóinu á Patreksfirði á mörgum myndanna og vissara að mæta snemma til að tryggja sér sæti því margir þurftu að standa eða sitja í tröppunum. Sigríður Guðfinna Ásgeirsdóttir Sindri Páll Kjartansson og Hálfdán Pedersen. Huldar Breiðfjörð festur á filmu. Andrúmsloftið á hátíðinni myndi sóma sér vel í kvikmynd og verður Júlía Embla og Arnþrúður. Ljósmynd/Sigríður Ásgeirsdóttir ’ Hvernig sem gæði mynd- anna eru situr alltaf eitt- hvað eftir – stundum ein- tómar spurningar og jafnvel furða... Ljósmynd/Sindri Páll Kjartansson

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.