SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Síða 35
30. maí 2010 35
Vasi úr laxaleðri og
kálfaskinni, Arndís
Jóhannsdóttir, 2000.
’
Óvæntasti gripurinn
er gítartaska frá Karl
Lagerfeld.
Hálsmen og armband
úr sjávarfangi, silfri og
hlýraleðri, Dýrfinna
Torfadóttir, 2010.
Næla með kubbum úr silfri,
laxa- og skötuleðri, Helga
Mogensen, 2009.
S
ennilega hafa ófá unglingatár fallið yf-
ir ballöðunum hans Pauls Youngs á
níunda áratugnum þegar söngvarinn
sigraði heimsbyggðina með lögum eins
og Wherever I Lay My Hat (That’s My Home)
og Come Back and Stay. Hvort vinsældirnar
mátti rekja til angurværrar og allt að því grát-
klökkrar söngraddarinnar eða dapra svipsins
og hártoppsins sem slútti yfir andlit sjarmörs-
ins eins og markísa, skal ósagt látið. Hitt er
víst að mörg meyjarhjörtun tóku aukaslag við
það eitt að heyra í goðinu í útvarpinu eða sjá
því bregða fyrir á plakati eða sjónvarpsskjá.
Paul Young fæddist í Luton í Bedfordshire á
Englandi þann 17. janúar árið 1956, í miðið af
þremur systkinum. Sem gutti lék hann fót-
bolta eftir skóla eins og hver annar strákur en
á unglingsárunum notaði hann frístundirnar til
að plokka bassa í hinum ýmsu bílskúrs-
böndum, þar sem hann var fljótlega farinn að
syngja að auki.
Young varð fyrst þekktur í Bretlandi undir
lok áttunda áratugarins þegar hljómsveit hans,
Streetband, kom lagi í 18. sæti breska smáskí-
fulistans. Þetta var árið 1978 en ári síðar hætti
hljómsveitin og Young stofnaði hljómsveitina
Q-Tips. Hún kom ekki lagi á lista en náði fót-
festu sem ágætis tónleikaband.
Barðist við raddbandavandamál
Eftir að Q-Tips lagði upp laupana 1982 skrifaði
Young undir samning við útgáfufyrirtækið CBS
Records sem sólisti. Fyrstu tvær smáskífur
hans náðu takmörkuðum vinsældum en öðru
máli gegndi um þriðju smáskífuna, sem var
ábreiða Youngs á klassíska slagaranum Where-
ver I Lay My Hat. Lagið sat í fyrsta sæti breska
listans í þrjár vikur árið 1983 og varð fyrsta lag
hans af 14 sem náðu inn á top 40 sæta listann í
Bretlandi á næstu árum. Á eftir fylgdu lög eins
og Come Back and Stay, Love of the Common
People og Everytime You Go Away sem náði
mestum vinsældum á heimsvísu en lagið fór í
fyrsta sæti bandaríska popplistans árið 1985.
Á þessum tíma kom Young fyrir sem hlýleg-
ur og vinalegur tónlistarmaður sem flutti
heimsbyggðinni hvíta sálartónlist þótt hann
sætti stundum gagnrýni fyrir fatasmekk sinn.
Árið 1984 var erfitt fyrir Young því fyrsti
stóri hljómleikatúr hans um Bandaríkin reyndi
svo á raddbönd hans að hann var neyddur til
að hvíla röddina það sem eftir var ársins.
Hann náði sér þó nægilega til að syngja upp-
hafs- og lokalínur hins fræga Band Aid-
jólalags Do They Know It’s Christmas? Hann
kom líka út annarri stóru sólóplötu sinni, The
Secret of Association, sem fylgdi eftir vinsæld-
um fyrstu plötunnar, No Parlez, með ágætum
og tryggði velgengni hans í Bandaríkjunum,
Japan og Ástralíu auk Evrópu. Engu að síður
átti hann áfram af og til í vandræðum með
raddheilsuna.
Á næstu árum fór minna fyrir Paul Yong en
1990 kom hann lagi í áttunda sæti bandaríska
Billboard-listans. Hann dúkkaði reglulega upp
á stórtónleikum, s.s. á 70 ára afmælistón-
leikum Nelson Mandela árið 1988 þar sem
hann söng lag Crowded House, Don’t Dream
It’s Over og á minningartónleikum um Freddie
Mercury árið 1992 þar sem hann söng lagið
Radio Ga Ga ásamt eftirlifandi liðsmönnum úr
Queen. Hann gaf út vinsælan dúett, Senza una
donna, með ítalska blússöngvaranum Zucc-
hero árið 1991 og tók upp annan dúett með
írsku hljómsveitinni Clannad sama ár fyrir
kvikmyndina Switch.
Kokkakeppni í sjónvarpi
Árið 1993 losnaði Young undan samningi sín-
um við CBS/ Sony Records útgáfufyrirtækið og
gaf út færri plötur eftir það. Hann endurvakti
gömlu hljómsveitina sína Q-Tips sama ár og
spilaði á nokkrum tónleikum en sú end-
urkoma varði stutt. Honum brá aftur fyrir árið
1996 á undanúrslitaleik Englands og Þýska-
lands á Evrópumeistaramótinu í fótbolta þar
sem hann kyrjaði þjóðsöng Breta á leikvang-
inum.
Eftir þetta deildi hann tíma sínum á milli
fjölskyldunnar, hinnar óformlegu Tex-Mex
hljómsveitar Pacaminos og að troða upp á
„eitís“ hljómleikaferðum í Bretlandi á árunum
2001-2008. Í september árið 2006 birtist hann
í matreiðsluþætti í breska ríkissjónvarpinu
BBC1 þar sem frægt fólk keppti í eldamennsku
og varð hlutskarpastur í sínum þætti. Ári síðar
keppti hann í öðrum matreiðsluþætti, Hell’s
Kitchen, sem sýndur hefur verið í sjónvarpi
hér á landi.
Samkvæmt opinberri vefsíðu Pauls Youngs
vinnur hann nú að útgáfu nýrrar plötu og er
gert ráð fyrir því að hún komi út síðar á árinu.
Paul Young er giftur fyrrverandi fyrirsætu,
Stacey Smith að nafni, en þau hittust við gerð
myndbands við lagið Come Back and Stay árið
1983 og eiga þrjú börn saman. Þau skildu árið
2006 en tóku aftur saman þremur árum síðar.
ben@mbl.is
Paul Young þótti sætur en smekklaus á föt. Hann er enn að og kemur út plata síðar á árinu.
Hvað varð um …
… Paul Young?
’
Honum brá aftur fyrir
árið 1996 á undanúrslita-
leik Englands og Þýska-
lands á Evrópumeistaramótinu í
fótbolta þar sem hann kyrjaði
þjóðsöng Breta á leikvanginum.