SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Síða 41

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Síða 41
30. maí 2010 41 Þ að er afskaplega freistandi að ganga út frá því að aust- urrísk vín séu einhvers kon- ar framlenging á þýskum vínum. Í Austurríki tala menn þýsku, hafa yndi af því að ganga um í Led- erhosen og ein meginþrúgan heitir Riesling og rík hefð er fyrir sætum Auslese-vínum. Þurfa menn frekari sannana við? Ekkert væri hins vegar fjær sanni. Þegar upp er staðið eiga austurrísk vín nefnilega frekar lítið sameiginlegt með þýsku vínunum nema tungumálið á flöskumiðunum. Byrjum á loftslaginu. Austurríki er ekki á jaðri hins mögulega líkt og Þýskaland heldur nýtur góðs af meginlandsloftslagi Mið-Evrópu. Það ætti því fáum að koma á óvart að einhver helsti vaxt- arbroddur austurrískrar víngerðar síðustu árin hef- ur verið framleiðsla á stöð- ugt betri rauðvínum. Austurrískir vínbændur njóta líka góðs af ein- stökum þrúgum sem gefa framleiðslu þeirra sér- stöðu. Auk Riesling er þrúgan Grüner Veltliner einkennandi fyrir aust- urríska hvítvínsgerð. Um margt ein- stök þrúga sem í höndum góðra vín- gerðarmanna skilar einstakri afurð. Í suðurhlutanum er svo að finna spenn- andi vín úr Sauvignon Blanc og Char- donnay, sem oft er kölluð Morillon á þessum slóðum. Rauðu þrúgurnar Zweigelt, Blau- fränkisch og St. Laurent eru síðan smám saman að koma austurrískum rauðvínum á kortið. Síðustu áratugir hafa hins vegar ekki verið neinn dans á rósum. Aust- urrísk víngerð hrundi árið 1985 í kjöl- far þess að upp komst að óprúttnir dreifingaraðilar höfðu bætt frostlegi út í vín til að gera það sætara. Vínið var hræbillegt sætvín sem átti að fara í út- flutning til Þýskalands. Þegar upp komst um málið datt botninn al- gjörlega úr vínútflutningi Austurríkis. Þetta mál leiddi hins vegar til al- gjörrar uppstokkunar á víniðnaði landsins – í raun byltingar. Sett voru einhver ströngustu lög um vínfram- leiðslu sem til eru í heiminum. Í stað áherslu á ódýr vín er allur fókus nú á mestu mögulegu gæði. Samsetning markaðarins breyttist einnig frá fáum stórum aðilum í marga smærri. Hvert sem komið er á víngerð- arsvæði Austurríkis iðar allt af lífi. Þótt margt kunni að virka gamaldags og byggjast á gömlum hefðum er Aust- urríki með framsæknustu víngerð- arlöndum Evrópu. Sem betur fer er hins vegar haldið í hinar krúttlegu hefðir, ekki síst Heurigen-hefðina sem felst í litlum vínknæpum sem alls staðar er að finna og bjóða upp á vín viðkomandi bónda og einfaldan, sveitalegan mat. Vínar- snitsel er auðvitað ómissandi en einnig alls konar kæfur og svínafita í mis- munandi myndum. Austurríki skiptist upp í fjögur vín- héruð, Niederösterreich, Burgenland, Steiermark og Vín. Þessi fjögur héruð, sem öll er að finna í austurhluta lands- ins, eru síðan flokkuð niður í alls sex- tán undirsvæði, átta í Niederöster- reich, fjögur í Burgenland og þrjú í Steiermark. Höfuðborgin Vín er síðan óskipt vínframleiðslusvæði og raunar eina höfuðborg heims sem getur státað af slíku. Langmikilvægast er héraðið Niede- rösterreich í norðausturhorni lands- ins. Langmikilvægast í magni talið er Weinviertel (um helmingur héraðsins) en bestu svæðin eru lítil svæði við bakka Dónár, Wachau, Kremstal og Kamptal. Yfir þau öll gnæfir Wachau, sem trónir á toppi austurrískrar víngerðar, að minnsta kosti hvað hvítvínið varð- ar. Í stöllum á 33 km löngu svæði við hina bröttu árbakka Dónár eru rækt- aðar víntegundir, fyrst og fremst úr Riesling og Grüner Veltliner, sem eru á algjörum heimsmælikvarða. Þegar árið 1983 tóku framleiðendur þar sig saman og mynduðu fé- lagsskapinn Vinea Wachau Nobilis Districtus, sem hefur m.a. búið til sér- staka gæðaflokkun fyrir vín Wachau. Fyrsti flokkurinn er nefndur Steinfed- er og er það vín fremur létt og einfalt. Næst kemur flokkurinn Federspiel, en þá er vínið orðið meira um sig og loks er besta vínið flokkað sem Smaragd. Fleiri góð undirsvæði er að finna í Niederösterreich svo sem Thermenre- gion og Weinviertel. Burgenland, við landamæri Ung- verjalands, er um margt athyglisvert hérað. Við Neusiedlersee eru nær full- komnar aðstæður til framleiðslu sæt- vína og einnig er í þessu héraði að finna flest rauðvín Austurríkis. Steiermark er í suðausturhorni Austurríkis við landamæri Slóveníu. Víngerðin þar hefur gengið í end- urnýjun lífdaga með nýrri kynsóð vín- gerðarmanna sem gjörbreyttu við- horfum og framleiðsluaðferðum vínræktenda á þessu svæði. Steier- mark er fyrst og fremst hvítvínssvæði – rauðvín eru nær óþekkt á þessum slóðum og ekki síst vínin úr Sauvignon Blanc geta verið hreinasta afbragð. Rósafreyðivínið Schilcher kemur líka frá Steiermark og er með athygl- isverðustu sérkennum austurrískrar víngerðar. Þetta sýrumikla freyðivín er frá West- Steiermark og er unnið úr þrúgunni Blauer Wildbac- her. Næst: Portúgal Austurríska byltingin Fagurt er í Steiermark í Austurríki. Vín 101 Tíundi hluti Steingrímur Sigurgeirsson r vini sína í matarboðum enda eru þeir til í allt þegar kemur að mat. Morgunblaðið/Kristinn „Þessi uppskrift er frá Ottó en hún varð til eitt kvöldið þegar ég var að kvarta yfir því að mér fyndist ég vera búin að elda allt of oft undanfarið. Hann þyrfti því að koma mér á óvart með því að elda eitthvað gott. Þá töfraði hann þetta fram úr því sem var til í ís- skápnum. Þetta er orðið alger uppáhaldsuppskrift, þetta er mjög fljótlegt, ferskt og gott.“ Marinering 1 kúffull tsk Blue Dragon maukaður hvítlaukur 2 msk Blue Dragon maukaður rauðir chili 4 msk Teryaki sósa 1 msk Sweet chili sósa 2-3 msk Hunang Smakkið til, það á að vera meira bit en sætleiki í marineringunni. Salatið Ferskar og steinlausar döðlur, skornar í bita Ferskt spínat Kokteiltómatar skornir í tvennt 5 sm ferskt engifer skorið í þunnar sneiðar 1 zucchini, skorið í 1 sm sneiðar 1 bakki kjúklingalundir Ferskt parmesan rifið með járni yfir í lokin Marinerið kjúklingalundirnar í 30 mínútur eða lengur. Steikið á heitri pönnu með mar- ineringunni, takið svo kjúklingalundirnar af pönnunni en skiljið sósuna eftir og steikið zucchini og engifer saman. Raðið döðlum neðst á fat og svo restinni af hráefnunum í þeirri röð sem þau lesast. Gott er að vera búinn að setja döðlur, spínat og tómata á fatið og svo raða heitu hráefn- unum ofan á nánast beint af pönnunni, og kjúklinginn síðast. Hellið svo sósunni af pönnunni yfir salatið. Endið á að rífa parmesan yfir kjúklinginn á fatinu og berið fram. „Það er dásamlegt að stinga í gegnum salatið og fá sæta döðlu, safaríkan tómat, brag- mikinn engifer, sterkan kjúkling og parmesan upp í munninn í einu. Alger bragðbomba.“ Alger bragðbomba Heitt og bragðmikið kjúklingasalat með döðlum, zucchini og parmesan

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.