SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Qupperneq 49
30. maí 2010 49
Ég er of þreyttur til að ganga um gólf
Of eirðarlaus til að standa kyrr
Í of miklu uppnámi til að sitja
Af sömu ástæðu get ég ekki legið.
Tökum örstutta stund til að melta
þetta.
Ég þarf að hanga eða fljóta
Mig vantar króka og kaðal
Svo ég geti hangið
Eða stóra laug
Til að fljóta í
Því ég þarf að hanga eða fljóta
Það eru örlög mín
Og fleiri manna ef út í það er farið.
Ég er í vandræðum
Ég get hvergi krók keypt
Og allir kaðlar eru uppseldir
Þá eru allar laugar fullar
Af fljótandi fólki
Mikið er sniðugt að sjá það
Vesturbæjarlaugin er smekkfull
Af líkömum við líkama
Hvítum skvapmiklum húðkeppum
Sem fljóta láréttir
Með spriklandi lappir
Troðandi marvaðann
Af ánægjulegri örvæntingu
Þvílíkt sprikl.
Börnin leika sér samt eðlilega
Hjóla og sparka í knött
Þó fleiri og fleiri
Kjósi að hanga í köðlum
Ég sá feitt barn hanga í trjágrein
Óhugnanleg sjón
En í sama hlutfalli
Nokkuð kómísk.
Hvert er ég að leiða ykkur?
Jú. Sjáið til
Ég vakna á hverjum morgni
Með munninn fullan af salti
Og það tekur mig hálfan daginn
Að hreinsa það út
Það er tímafrekt og leiðinlegt
En ég lít á hvert verkefni
Sem áskorun
Held ég.
Loksins tekst mér að smokra mér
Húð við blauta húð
Ofan í laugina
Og þar flýt ég með spriklandi lappir
Við hliðina á Össuri Skarphéðinssyni
Og nokkrum öðrum góðum
Við spriklum skinn við skinn
En á milli okkar fljóta diskar
Með ágætis brunch
Kámugum kartöfluskífum
Og fleira góðgæti
Þessu skolum við niður með
greipsafa
Og svo tístum við
Eins og stressaður spói
Sem er hræddur um ungann sinn.
Í fáum orðum:
Þetta er tilvera mín
Ég bara gæti ekki útskýrt það
öðruvísi
Ekki fyrir mitt litla líf
Ég bugta mig
En þvílíkt postulínsandlit
Sem þú hefur
Ég myndi snerta það
Ef ég hefði ekki kámuga fingur
Ef það væri í lagi
Stúlkan mín.
Úr Tími hnyttninnar er liðinn, Mál og menning 2010.
Hanga
eða fljóta
Ljóð Bergur Ebbi Benediktsson
var að velta því fyrir mér hvað fólk
hefði haft á borðum í fjölskylduveislum
í Gimli, hverju fólkið hefði klæðst og
þar fram eftir götunum. Því miður lést
hún áður en ég lauk við bókina, en ég
veit að hún hefði verið mjög stolt yfir
því að ég lauk við bókina og enn stolt-
ari yfir því að hún skuli hafa komið út
á íslensku og að mér hafi verið boðið til
Íslands að segja frá henni.“
Langar til að búa hér
Þó að Sunley hafi alist upp ætt-
ingjalaus, eins og hún orðar það, þá á
hún ættingja á Íslandi og segir það hafa
verið óvenjulega stund þegar hún kom
til Íslands í fyrsta sinn og var boðið í
mat hjá ættmennum sínum: „Ég upp-
lifði það í fyrsta sinn á ævinni að sitja í
herbergi með ættingjum mínum og það
tóku allir mér svo vel. Þegar ég svo fór
til Gimli að kynna bókina komst ég að
því að þar átti ég líka fjölmarga ætt-
ingja og hitti meira að segja fólk sem
mundi eftir afa mínum og í kjölfarið
fékk ég tölvupóst frá níræðri konu sem
sagðist vita á mér deili og hún hefði
þekkt afa minn.“
Sunley segist vera búin að koma því
frá sér sem hún vildi segja frá Íslandi í
bili að minnsta kosti, hún sé nú með
bók í smíðum sem gerist í Bandaríkj-
unum, en hún sé líka með ýmsar fleiri
hugmyndir í kollinum sem hana langi
til að takast á við og þar á meðal aðra
bók sem hefur íslenska skírskotun án
þess þó að hún vilji ræða það frekar að
svo stöddu.
„Bandaríkin eru land innflytjenda, en
það hafa ekki verið skrifaðar skáldsög-
ur á ensku um hlutskipti íslenskra inn-
flytjenda sem ég veit um og fólk hefur
líka tekið bókinni vel. Eitt af því sem
mér finnst merkilegast við viðtökurnar
er sá fjöldi landa minna sem hafa skrif-
að mér og sagst ýmist vera á leið til Ís-
lands eftir að hafa lesið bókina eða vera
nýkomnir þaðan eftir að hafa lesið
hana.“
Ekki er bara að Sunley hefur gaman
af að heimsækja Ísland, hana langar til
að prófa það að búa hér: „Mig dreymir
um að búa á Íslandi í a.m.k ár. Ég hef
þó ekki efni á því en myndi til dæmis
taka því fagnandi fengi ég vinnu við
hæfi, til dæmis við kennslu. Ég verð þó
að viðurkenna að ég hræðist íslenskan
vetur, þó ekki kuldann heldur myrkr-
ið.“
Upplestur og frásagnir
Eins og getið er í upphafi les Christina
Sunley upp úr Freyjuginningu í Þjóð-
menningarhúsinu við Hverfisgötun á
mánudag og hyggst þá lesa upp úr ís-
lensku þýðingunni. Hún mun síðan
segja frá tilurð bókarinnar og tengslum
sínum við Ísland og svara fyr-
irspurnum. Meðal þess sem hún hyggst
sýna eru ýmis gögn sem hún viðaði að
sér vegna skrifanna.
Þriðjudaginn kl. 16.00 verður hún
einnig með upplestur en nú í Reykja-
víkur Akademíunni, JL-húsinu Hring-
braut 121, 4. hæð. Þar verða einnig
pallborðsumræður þar sem m.a. verður
fjallað almennt um vesturferðir Íslend-
inga með skírskotun til nútímans.
Sunnudaginn, 6. júní, les Sunley upp
úr bókinni í Stofnun Gunnars Gunn-
arssonar, Skriðuklaustri, og ræðir við
gesti. Síðasti viðburður í heimsókninni
verður svo í Amtsbókasafninu á Ak-
ureyri miðvikudaginn 9. júní kl. 17.00
og þá mun hún líka lesa upp og ræða
við gesti.
’
Ég upplifði það í
fyrsta sinn á ævinni
að sitja í herbergi
með ættingjum mínum og
það tóku allir mér svo vel.
Christina Sunley grunaði ekki að hún ætti eftir að gefa bók út á Íslandi.