SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Page 55
30. maí 2010 55
Bókaflokkurinn neon klikkar
ekki frekar en fyrri daginn. Nýj-
asta bókin í flokknum og sú 63. í
röðinni er dramatísk skáldsaga
gríska rithöfundarins Panos
Karnezis, Klaustrið. Í bókinni
segir af nunnum sem dvelja í
klaustri einu á spænskri sléttu á
fyrri hluta síðustu aldar, ein-
angraðar frá umheiminum að
mestu, ef undanskildar eru ein-
staka ferðir fárra þeirra til
ónefndrar borgar og vísitasíur
biskupsins Estrada. Dag einn
finnst ferðataska á þrepum
klaustursins, með haganlega út-
skornum loftgötum á, og í henni
kornbarn. Abbadísin, systir
María Inés, tekur barnið að sér
og telur að Guð hafi sent henni
barnið, að fundur þess sé ekkert
annað en kraftaverk. Abbadísin
er þjökuð af syndum sínum
(syndum skv. kenningum kaþ-
ólsku kirkjunnar) og telur að
verið sé að veita sér tækifæri til
að bæta fyrir þær. Nunnurnar í
klaustrinu eru hins vegar ekki
allar sáttar við þá ákvörðun
abbadísarinnar að taka barnið
að sér, í stað þess að senda það á
munaðarleysingjahæli eða láta
biskupinn ákveða hver örlög
þess skuli vera. Helsti andstæð-
ingur abbadísarinnar er systir
Ana sem sér Satan í hverju horni
og telur abbadísina andsetna, á
valdi kölska. Og málin taka
heldur að vandast fyrir abba-
dísina þegar biskupinn fréttir af
barnsfundinum en hann er ekki
syndlaus frekar en önnur börn
Guðs.
Karnezis dregur upp áhuga-
verðar myndir af kirkjunnar
þjónum og það blessunarlega án
skrautmælgi eða lýsing-
arorðafjöld. Abbadísin og bisk-
upinn eru aðalpersónur sög-
unnar, á yfirborðinu einlægir
þjónar Guðs sem falla ekki í
freistni, virðast flekklausir og
óskeikulir í sínum störfum. En
hver hefur sinn djöful að draga
og mannlegar hvatir er erfitt að
hemja, hversu sterk sem trúin
er. Þjáningin sem fylgir hinum
meintu syndum er mikil hjá að-
alpersónunum og listilega lýst
hjá Karnezis sem og hversu
mjög trúin getur brenglað rök-
rétta hugsun eða hreinlega
hindrað hana og valdið fólki
þjáningum. Skemmtilegasta
persónan er án efa biskupinn
Estrada, hokinn af reynslu og
hálfþreyttur á öllu umstanginu í
kringum embættið, eins og Kar-
enzis lýsir oft á tíðum snilld-
arlega. Á bls. 167 má t.d. finna
texta sem sýnir vel skemmti-
legan og tæran stíl Karnezis sem
og lifandi mannlýsingar. Bisk-
upinn er að renna í hlað hjá
klaustrinu á biskupsbílnum,
rykugur í framan eftir ferðalag-
ið: „Biskupinn lokaði bíldyr-
unum og tók ofan leðurhjálm-
inn. Litarhaftið á rykugu andliti
hans var eins og á líki. Af
skyldustörfum sínum hafði
hann minnst dálæti á ferðalög-
um en þau voru nauðsynleg. Þar
að auki var ekki slæmt að láta
minna sig á það með óþæg-
indum eftir klukkustundar setu
undir stýri að í augum Drottins
væri hann ekki eins merkilegur
og virðingarstaða hans gaf fólki
til kynna. Hann hristi frakkann,
hvarf inn í rykský og fór að
hósta. „Af visku Þinni hefur Þú
gjört það allt,“ muldraði hann.
„En það var engin þörf fyrir allt
þetta ryk.“
Hann tók flösku af köln-
arvatni upp úr vasa sínum,
dreypti úr henni á vasaklútinn
og þreif á sér andlitið þar til það
hafði aftur fengið glæsibrag og
festu rómversks keisara.“
Eini ljóðurinn á þessari annars
ágætu sögu er sá að hún er á
köflum fyrirsjáanleg. Það sem
virðist eiga að vera ráðgáta í
sögunni og valda lesandanum
heilabrotum er alls engin ráð-
gáta, eða svo var það a.m.k. í
tilfelli undirritaðs. Karnezis
tekst engu að síður að halda les-
andanum föngnum og koma
honum örlítið á óvart undir lok-
in. Þá er það skemmtilegur leik-
ur að gefa aðeins vísbendingur
um hvar sagan gerist.
Syndum klyfjuð abbadís
Bækur
Klaustrið
bbbbn
Eftir Panos Karnezis.
Bjartur, bókaklúbburinn neon, 2010.
Árni Óskarsson þýddi.
Helgi Snær Sigurðsson
Í síðasta mánuði var hundraðasta ártíð bandaríska
rithöfundarins Samuels Langhorne Clemens, sem
tók sér höfundarnafnið Mark Twain. Þegar Mark
Twain féll frá hálfníræður var hann með í smíðum
sjálfsævisögu sína og hafði reyndar unnið að henni
meira og minna í áratug.
Hann lagði svo fyrir að þá ævisögu mætti ekki
birta fyrr en hundrað árum eftir andlát sitt sem
skýrir það af hverju ný bók eftir Mark Twain,
sjálfsævisaga hans, kom út í vikunni.
Reyndar var það ekki sagan öll sem kom út, því
það var fyrsta bindið af þremur sem soðin eru upp
úr 5.000 síðna handriti sem geymt hefur verið í
bankahólfi frá því Twain féll frá. Hlutar ævisög-
unnar hafa reyndar verið birtir áður, en það er þó
ekki nema brot af því sem nú kemur út.
Ein skýring þess að Twain vildi ekki að bókin
kæmi út er sú að í henni er að finna krassandi lýs-
ingar á mörgum samferðamanna hans. Sérstaklega
var Twain harðorður um samtíma sinn og ýmsa
samstarfsmenn og félaga í þeim hluta bókarinnar
sem hann skrifaði skömmu fyrir andlát sitt. Frá-
sögn hans af sambandi við sér mun yngri konu
sem vakti mikla hneykslan á sínum tíma mun
birtast í fyrsta sinn, en líka opinberar Twain mikl-
ar efasemdir sínar um stjórnmálalíf í heimalandi
sínu og kristna trú og segir það til að mynda þvælu
að senda trúboða til Afríku þegar frekar væri
ástæða til að kristna þá heiðingja sem brjóti
mannréttindi á blökkumönnum í Suðurríkjum
Bandaríkjanna.
Ný bók eftir Mark Twain
Samuel Langhorne Clemens sem tók sér höfundar-
nafnið Mark Twain eftir dýptarmæli.
LISTASAFN ÍSLANDS
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Sögustaðir - Í fótspor W.G. Collingwoods
Myndir Einar Fals Ingólfssonar og W.G. Collingwoods
Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík
Klippt og skorið – um skegg og rakstur
Endurfundir – Fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna!
Skemmtileg safnbúð og Kaffitár!
Opið alla daga 10-17. Aðgangur ókeypis fyrir börn.
www.thjodminjasafn.is – s. 530 2200
Söfnin í landinu
16. maí - 20. júní 2010
Staðir - Friederike von Rauch
Laugardag 29. maí kl. 14 -
Örnámskeið fyrir börn og foreldra
20. maí - 20. júní
Það er erfitt að vera listamaður
í líkama rokkstjörnu -
Erling T.V. Klingenberg
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is • sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
AÐ ÞEKKJAST ÞEKKINGUNA
15 samtímalistamenn
Umræðudagskrá
laugardaginn 29. maí kl. 15
Kaffistofa – leskró
Barnahorn
OPIÐ: alla daga. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
ÓNEFND KVIKMYNDASKOT, Cindy Sherman 16.5. - 5.9. 2010
Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, 2010
Sunnudagsleiðsögn kl. 14
í fylgd Þóru Þórisdóttur myndlistarmanns.
ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012
EDVARD MUNCH 16.5. - 5.9. 2010
SAFNBÚÐ
FERMINGAR- OG ÚTSKRIFTARTILBOÐ á listaverkabókum.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir!
www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009.
Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi.
Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd.
„Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og
Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta.
Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna.
Myndgerð: Páll Steingrímsson.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
Efnaskipti/Metabolism:
Anna Líndal, Guðrún
Gunnarsdóttir, Hildur Bjarnadóttir,
Hrafnhildur Arnardóttir,
Rósa Sigrún Jónsdóttir.
Sýningin er á dagskrá Listahátíðar
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið virka daga 11.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
VÍKINGAHEIMAR
Skipið Íslendingur og
sögusýning
- Söguleg skemmtun
VÍKINGABRAUT 1
- REYKJANESBÆ
Opið alla daga
frá 11:00 til 18:00
Sími 422 2000
www.vikingaheimar.com
info@vikingaheimar.com