SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Qupperneq 2
2 20. júní 2010
8 Hnekkti myntkörfulánum
Í annað skipti veldur þrjóska bílaeigenda á Akureyri straumhvörfum í
réttarkerfinu.
12 Skopmynd
Ívar Valgarðsson myndlistarmaður sér
spaugilegu hliðina á tilverunni.
18 Hundruð hvítra og
svartra kolla
Myndrík frásögn af samkomu margra kyn-
slóða stúdenta í höfuðstað Norðurlands.
24 Tvær löggur
Áður var mikið um samskipti – nú er mikið um afskipti. Óli barnalögga
og Steini Pje hættir í lögreglunni á Akureyri eftir áratugastarf.
38 Bleikjan frá Hala
Friðrik V. skrifar um matarmenninguna á Hornafjarðarsvæðinu, en
hann verður með reglulega pistla í sumar.
39 Kósí í sumar
Það er notalegt að verja sumrinu með Maríu Ólafsdóttur, sem skrifar
um lífsstíl og kósíheit.
34 Eins og á tunglinu
Guðmundur Eyjólfsson fjallaleiðsögumaður hefur farið ótal ferðir upp
að gosstöðvum og tekið stórbrotnar myndir.
Lesbók
48 Aftur til upphafsins
Í nýrri ljósmyndabók er þvottakvennanna minnst, sem Laugavegurinn
dregur nafn sitt af.
52 Orðanna hljóðan
Stærðin skiptir máli, skrifar Helgi Snær Sigurðsson blaðamaður, að
minnsta kosti þegar bækur eru annars vegar.
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Ernir Eyjólfsson af Þórunni Sigurðardóttur.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags-
moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs-
dóttir, Kjartan Kjartansson, Kolbrún Bergþórsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir.
Augnablikið
Þ
að liggur vel á Högna Egilssyni þetta
kvöld, ef marka má brosið sem breiðist
yfir andlitið aftur og aftur er hann legg-
ur við hlustir. Hann ætti að þekkja
hljóminn úr smiðju Hjaltalíns. En nú hefur
Sinfóníuhljómsveit Íslands bæst við undir stjórn
annars ungs manns, Daníels Bjarnasonar.
Samstarfið er raunar nánara en virðist við
fyrstu sýn, því bróðir Högna, Hrafnkell Orri,
spilar á selló með Sinfóníuhljómsveitinni og út-
setti lagið Sonnet for Matt fyrir tónleikana.
Högni gefur sér tíma til að rekja forsögu lags-
ins, en textinn er saminn um „skrýtinn fír“ sem
heilsaði upp á bandið á gistiheimili í Hert-
fordshire á Englandi, gamall hermaður, en þó
aðeins 19 ára, sem var ber að ofan alla heimsókn-
ina, fór í sjómann við fiðluleikarann Viktor Orra
Árnason og ældi í vaskinn. Úr varð ljúfsárt lag
sem berst kannski til breska heimsveldisins.
Skáldagyðjurnar geta tekið á sig ólíklegustu
form er þær skjóta upp kollinum.
Sigríður Thorlacius með engilásjónuna sína
stendur á sviðinu með Högna og hann eins og
kristur upprisinn. Orðið „sweet“ kemur fyrir í
textunum og söngurinn er sykursætur.
It tastes like sugar,
and feels like rain.
Sætt er aldrei sætara en þegar það er sungið af
þessu tvíeyki. Einn tónleikagesta hefur á orði að
sér hafi fundist þetta eins og sykur og rjómi –
„og svo bættist við stúlknakór!“
Þetta er kvöldið fyrir þjóðhátíðardaginn, sem
sagt lögverndað djammkvöld. Og þegar Högni
hótar tónleikagestum hléi, þá bendir hann þeim
á að þeir geti fengið sér drykk eða nammi.
„Þessi miðvikudagur þykist vera föstudagur og
það er allt undir ykkur komið hvað þið gerið í
því.“
Þrjú frumflutt lög eru á tónleikadagskránni og
í kynningu á einu þeirra notar Högni tækifærið
til að benda á það augljósa, að það sé spennandi
fyrir hljómsveitina „að heyra það flutt vegna
þess að það hefur aldrei verið flutt áður“.
Að minnsta kosti ekki fyrir áheyrendur.
Eftir því er tekið þegar Högni kynnir „síðasta
lagið“ á tónleikunum og er ábúðarfullur á svip.
Svo kemur smáþögn, þar sem hann lítur hikandi
á Sigríði, en bætir við: „Nei annars, ég kann
ekki að ljúga.“
Hann hlær.
Auðvitað láta þau ekki staðar numið þar – þau
eru klöppuð upp og hver veit nema þau lumi á
fjórða frumflutta laginu.
Flestir sem blaðamaður ræðir við eftir tón-
leikana nutu hverrar mínútu og ung kona hefur
á orði, að eitt hljómríkt augnablik hafi runnið
upp fyrir sér, að á sviðinu væru hátt í hundrað
manns, „að búa til einn tón“.
pebl@mbl.is
Sigríður og Högni í góðum félagsskap á miðvikudagskvöld.
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Sætt aldrei sætara
24-27 júní Jónsvöku, nýrri og metnaðarfullri listahátíð í miðborginni,
verður hleypt af stokkunum á Jónsmessu, fimmtudaginn 24. júní, og
stendur yfir fram á sunnudag. Tónleikar verða fyrstu þrjú kvöldin á NASA
og þar spila Árstíðir, Bloodgroup, Ensími, For a Minor Reflection, Foreign
Monkeys, Hjaltalín, Hjálmar, Hudson Wayne, Kimono, Mammút, Ólafur
Arnalds, Rökkurró, Seabear, Sin Fang, Sudden Weather Change og Úti-
dúr. Hægt er að kaupa sig inn á hverja tónleika fyrir sig, en einnig arm-
band fyrir öll þrjú kvöldin.
Tónleikar á Jónsvöku
Við mælum með …
24 júní Opnunarhóf
Jónsvöku hefst kl.
15 í Hinu húsinu
þegar Snorri Helga-
son leikur nokkur
lög auk tónlist-
argjörnings í flutn-
ingi Mukkaló og Júníus Meyvant
band.
27 júní Um kvöldið
kl. 20 verður tísku-
sýning á vegum Po-
pUp í Listasafni
Reykjavíkur í Hafn-
arhúsinu. Þar verða
sýndar flíkur frá fjöl-
mörgum grasrót-
arhönnuðum og gefst fólki kost-
ur á að kaupa sér ný föt fyrir
heimferðina.
Í framhaldi af því eða kl. 21,
flytja Guðmundur Vignir Karlsson
(kippi kaninus), Sigtryggur Bald-
ursson og Steingrímur Guð-
mundsson verkið Parabólur.
18
11
Agndofa ökumaður situr sár eftir aðdáendur körfuboltaliðsins Los Angel-
es Lakers sem brutu framrúðu bíls hans í uppþotum í borginni eftir að lið-
ið tryggði sér NBA-titilinn á fimmtudagskvöld. Lakers lagði Boston Celtics
og bætti þar með 16. NBA-titlinum í safnið. Eftir leikinn voru tugir aðdá-
enda handteknir fyrir að hafa hent steinum og flöskum, brennt bíla og
brotið rúður.
Titill í skugga ofbeldis
Reuters
Veröldin