SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Page 10

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Page 10
10 20. júní 2010 H eimildamyndin Konur á rauðum sokkum var sýnd í sjónvarpinu á miðvikudagskvöld. Þetta er í rauninni stórmerkileg heimildamynd, sem varpar skýru ljósi á það hvers vegna Rauðsokka- hreyfingin lognaðist út af á níunda áratug liðinnar aldar og varla nokkur kona sem þá vildi gangast við barninu og allra síst Kvennalistakonur, sem þó höfðu flestar verið mjög virkar í hreyfingunni nokkrum árum áður. Í myndinni er saga hreyfingarinnar rakin og fjallað um helstu baráttu- mál kvenna á þessum ár- um. Mér fannst einkar áhugavert að þær fjöl- mörgu konur sem rætt var við skyldu vera svo opnar og hreinskilnar í frásögn- um sínum af kvennabar- áttunni á áttunda áratug liðinnar aldar. Höfundur myndarinnar er Halla Kristín Ein- arsdóttir og á hún heiður skilinn fyrir gerð þessarar myndar. Það var sérstaklega skemmtilegur hluti mynd- arinnar sem fjallaði um kvennafrídaginn hinn 24. október 1975 og í raun frá- bært hvernig konur úr öllum stéttum, á öllum aldri, úr öllum flokkum, eða alls engum flokkum, gátu sameinast um að taka sér frí þennan dag, til þess eins að leggja áherslu á sín sér- stöku baráttumál. Enda varð 24. október, kvennafrídag- urinn, að heimsfrétt. Lykilorðið í hinni breiðu samstöðu sem náðist meðal kvenna um að taka sér frí þennan dag var ein- mitt orðið FRÍ. Upphafleg hugmynd var verkfall, en það orð eitt og sér nægði til þess að fæla konur af hægri kantinum frá þátttöku. Eftir að samstaða náðist um að nefna daginn kvennafrídag gátu allar konur sameinast um að vera með. Nýjar kynslóðir hafa nú tekið við og ekki víst að þau sem nú ráða för viti nákvæmlega hvað það var sem konur börðust fyrir fyrir hálfum fjórða áratug. Í dag þykja leikskólapláss fyrir öll börn á leikskólaaldri sjálfsagt mál, en þannig háttaði ekki til fyrir 35 árum. Ég bjó á Ísafirði þegar kvennafrídagurinn var haldinn og konur þar í bæ, eins og annars staðar á landinu, söfnuðust saman og sýndu samtakamátt sinn. Minningin um þennan dag, upplifunin og samstaðan sem konur sýndu er og verður ógleymanleg. Björg Einarsdóttir, ein þeirra kvenna sem rætt var við í myndinni, hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði að konur á Íslandi væru ekki samar eftir kvennafrídaginn og fyrir hann. Því það sem gerðist þann dag sameinaði allar konur á Íslandi; verkakonur, menntakonur, hálaunaðar og láglaunaðar, vinstrisinnaðar og hægrisinnaðar. Rauðsokka- hreyfingunni, sem var mestmegnis stjórnað af afar róttækum konum sem kenndu sig við maóista, trotskíista og lenínista, tókst ekki það ætlunarverk sitt að stela frá okkur kvennafrí- deginum og eigna sér hann. Við, allar konur á Íslandi, eigum þann dag og heiðurinn af honum. Hann er dýrmæt sameign íslenskra kvenna og sterkur vitnisburður um hvers konar máttur er fólginn í samtakamættinum. Á Ísafirði fyrir tæplega 35 árum byrjuðum við konur dag- inn snemma með kvennaleikfimi í félagsheimilinu í Hnífsdal. Kvenskörungurinn Bryndís Schram, sem var þá skólameist- arafrú og frönskukennari við Menntaskólann á Ísafirði, skipulagði daginn fyrir okkur konur á Ísafirði. Hún fékk m.a. Þuríði Pétursdóttur og Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, sem báðar kenndu þá við Menntaskólann á Ísafirði, til þess að flytja okkur erindi í Alþýðuhúsinu á Ísafirði og svo söfn- uðumst við saman á Mánakaffi, þar sem Benni og fleiri karlar báru í okkur veitingar. Þetta var gjörsamlega frábært, ekki síður en hjá kynsystrum okkar hér í Reykja- vík. Við sýndum að við bæði getum, þor- um og viljum. Við getum, þorum og viljum Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Kvennafrídagurinn 1975. ’ Hann er dýr- mæt sameign íslenskra kvenna og sterkur vitnisburður um hvers konar máttur er fólginn í sam- takamættinum. 06.50 Vakna við „It’s your turn“ með Ragnheiði Gröndal enda komið að mér. 07.10 Gólfglíma hjá Vidda … upphaf að góðum degi en ekki í frekari frásögur færandi enda er fyrsta reglan með slags- málaklúbbinn að … já … ekki meira um það! 08.00 Tvö linsoðin egg og heimagert múslí með mjólk. Kaffibolli í hvelli og kveðju kast- að á heimilisfólkið. Hjóla til vinnu niður í Bankastræti þar sem ég vinn hjá Íslenskum fjalla- leiðsögumönnum. 09.00 Skrifa mig frá reynslu helgarinnar, þegar ég gekk á Hrútfell á Kili með Fjallafólkinu mínu. Harðduglegum hópi fólks með ástríðu fyrir fjallgöngum, sem fær útrás einu sinni í mán- uði. Skauta yfir pósthólfið og skrifa nokkra. Undirbý næstu helgi þegar Fjallkonur Íslands stefna á Hvannadalshnúk á sjálfan kven- réttindadaginn, hinn 19. júní. Sennilega of seint núna að skora á allar konur að slást í hópinn! 10.00 Stenst ekki mátið, rölti upp á Kaffitár og panta latte í eigið götumál. Ódýrara og betra fyrir umhverfið. Tel mig eiga mun auðveldara með að vinna að umhverfisstarfi fjallaleiðsögu- manna fyrir bragðið. 11.00 Tannlæknir. Deyfingu, nei takk! Gömul fylling boruð upp svo ekkert stendur eftir nema þunnir veggir sitthvor- umegin. Borað gat og skrúfu komið fyrir, fyllt upp og pússað í plan. Góður á eftir enda kann Elsa Bína sitt fag upp á tíu. 12.00 Lít inn á lager fjalla- leiðsögumanna þar sem Sólveig Lára, elsta dóttir mín, er að hefja störf. Dreg hana út í hádegismat og yfirheyri um helstu mál í lífi unglings. 13.00 Funda stuttlega með Einari Torfa vegna framhalds- dagskrár fyrir fjallgönguhópana okkar en þar er fullt af fólki sem komist hefur á bragðið með fjall- göngur og hve gott það er að láta lofta aðeins í gegnum eyrun á hæstu tindum. Þetta fólk vill flestallt halda áfram að ganga á fjöll eftir sumarið. 14.00 Sest aftur við tölvuna. Klára sumt en ekki annað eins og gengur. Undirbý meðal annars ferð á Sveinstind í Öræfajökli næstkomandi laugardag 19. júní. Spáin lofar góðu, svo ekki sé tal- að um leiðina sem ég hlakka mikið til að ganga í fyrsta sinn. Þetta er á slóðum Sveins Páls- sonar, sem þarna áttaði sig, sennilega fyrstur manna í heim- inum, á eðli skriðjökla og skrif- aði um það fróma ritgerð. 17.00 Hjóla heim og undirbý mig fyrir þriðjudagsþrek fjalla- fólks, um 30 manna hópur sem ég hef verið með á hverjum þriðjudegi í vetur. Hittumst við rætur Esju en stefnum fljótlega út fyrir alfaraleið upp á Langa- hrygg og á slóðir fíla í Búahömr- um. Skemmtilegt, fáfarið og sér- staklega kraftmikil gróðurangan í loftinu. Róleg ganga í 5,5 km og 450 metra hækkun. 21.00 Rétt missi af fyrstu tónleikum dótturinnar, bassa- leikarans Sólveigar Láru, með Pascal Pinon í Háteigskirkju. Fæ staðfestingu í sms-i að vel hafi gengið. Kem heim, skelli í mig einum köldum og fæ mér ríku- lega af lasagna-afgöngum sem ég úða í mig framan við leik Brasilíu og Norður-Kóreu á plúsnum. Fjölskyldan kemur heim af tón- leikunum. Yngri systkinin fá sér kvöldhressingu og skríða upp í hjónarúmið. Hugsa svolítið en ekkert sem er í frásögur færandi, kyssi Huldu mína góða nótt og sofna rétt fyrir miðnætti. Dagur í lífi Jóns Gauta Jónssonar fjallaleiðsögumanns Jón Gauti ber sig vel þrátt fyrir að hafa um morguninn látið bora upp gamla fyllingu í tönn án deyfingar. Morgunblaðið/Kristinn Gott að lofta um eyrun Tiger Woods slær upp úr sand- gryfju á hinum víðfræga Pebble Beach-velli. Á fimmtudag hófst þar Opna bandaríska meist- aramótið og endaði Woods dag- inn fimm höggum á eftir efstu mönnum. Keppinautur Woods og samlandi, Phil Mickelson, getur steypt honum af stóli úr efsta sæti heimslistans í fyrsta skipti í fleiri ár. Þrátt fyrir þessa sandferð Woods endaði hann höggi á undan Mickelson. Reuters Veröldin Sandleiknum sárreiðastur

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.