SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Qupperneq 22
22 20. júní 2010
Zulu prinsessa Cynthia
Gcwalislie Zulu-Kabanyane
ólst upp í samfélagi þar sem
fjölkvæni var viðtekið en afi
hennar átti 44 eiginkonur.
Þ
að heyrist ómur af söng og
trommuslætti þegar við nálg-
umst húsið þar sem Cynthia
býr ásamt eiginmanni sínum og
börnum. Hún hefur boðið hópnum í mat
og tekur á móti okkur með hlýju faðm-
lagi og stóru brosi.
Áður en sest er að borðum býður
Cynthia hópnum að ganga út í bakgarð-
inn þar sem hópur Zulu-dansara er sam-
ankominn. Ómurinn skýrir sig fljótlega
sjálfur þegar upphefst mikill trommu-
sláttur og dansararnir byrja að sýna fimi
sína í stökkvum og dansi. Brátt vekur
trommuslátturinn forvitni nágrannanna
sem kíkja inn í garðinn til að kanna
hvort allt sé í lagi og er lofað sérstakri
sýningu seinna meir. Dansararnir eru
ungir menn frá KwaZulu-Natal, heima-
héraði Cynthiu, sem slæst í hópinn og
tekur nokkur spor með þeim í grasinu.
Lögreglumenn í matarboði
Eftir matinn er sest að borðum en það
kemur nokkurt hik á Íslendingana þegar
þeir eru beðnir að fara með borðbæn.
Sem betur fer veit einn í hópnum hvern-
ig á að bera sig að og að bæn lokinni er
byrjað að borða ljúffengt lambakjöt,
heimabakað brauð, maísrétt og græn-
meti.
Samræðurnar við matarborðið eru líf-
legar og meðal annars spjallað um
heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu
en á svæðinu verður lögð áhersla á að
íbúar þess geti komið saman og horft
ókeypis á leikina á krikketvöllum og
öðrum opnum svæðum. Skyndilega er
bjöllunni hringt og tveir lögreglumenn
bætast í hóp gesta. Einhver hefur hringt
og kvartað undan trommuslættinum svo
þeir eru komnir til að kanna málin.
Cynthia útskýrir fyrir þeim að hún sé
með gesti frá Íslandi sem hún hafi verið
að skemmta og eftir að eiginmaður
hennar, sjálfur bæjarstjóri Paarl, hefur
tekið í höndina á þeim og þeir fengið
djúsglas eru þeir horfnir jafnsnögglega
og þeir komu.
Lærðu af hvíta manninum
Eftir matinn sest ég niður með Cynthiu
til að fræðast meira um þessa konu og
menningu Zulu-fólksins sem henni er
umhugað að halda á lofti. Cynthia er
fædd og uppalin í KwaZulu-Natal-
héraðinu í Suður-Afríku. Hún segir
menningu, hefðir og þau gildi sem þjóð-
flokkurinn aðhyllist vera Zulu-fólkinu
mjög mikilvæg. Meðal þess sé að deila
hlutunum á milli sín og standa saman
sem samfélag en nokkuð vanti upp á
slíkt í nútímasamfélagi.
Í uppvexti Cynthiu var fjöl-
kvæni viðtekið í samfélaginu og
með því var fólki kennt að vera
ekki öfundsjúkt og deila öllu á
milli sín. „Það þótti alls ekkert
athyglisvert við fjölkvæni og
afi minn átti 44 eiginkonur og
20 opinberar hjákonur. Þær
voru systur kvennanna sem
þegar voru giftar afa mínum
og var boðið að bætast í
fjölskylduna. Ég þekkti
ekki allar konurnar en
öðru hvoru komu þær allar
saman með börnin og þá
þurfti ég að spyrja hver
væri hver en eftir því sem
ég eltist fór ég að þekkja
þær betur. Frá barnæsku er
ég því vön að hafa marga í
kringum mig á heimilinu og það
er enn þannig í dag. Ég segi fólki
að ég kunni ekki að elda í litlum
pottum þar sem þeir sem komu í
heimsókn áttu að fá að borða og því
var alltaf eldað í stórum pottum,“
segir Cynthia.
Efla þarf forvarnarstarf
Í kjölfar þess að Cynthia flutti til Pearl
og kynntist íbúum fátækrahverfisins
Mbekweni, í grennd við borgina, kom
hún á fót hjálparstarfi. Hún segir að eft-
ir að hafa alist upp í samfélagi þar sem
örlæti sé svo mikilvægt geti hún ekki
Í matarboði
hjá Zulu
prinsessu
Cynthia Gcwalisile Zulu-Kabanyane er
Zulu-prinsessa, sálfræðingur og móðir.
Hún býr í Paarl, borg í Western Cape-hér-
aðinu í grennd við Cape Town. Cynthiu er
umhugað um að starfa í þágu samfélagsins
og stuðla að aukinni fræðslu og vakningu
um alnæmi. Hún býður blaðamanni og
samferðafólki hans til veislu með mat og
skemmtun og tekur hlýlega á móti hópnum
með faðmlagi.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is