SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Qupperneq 26

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Qupperneq 26
26 20. júní 2010 H vað ætli hafi orðið um hina svonefndu „verkalýðs- flokka“, sem voru um- svifamiklir á vettvangi ís- lenzkra stjórnmála mestan hluta 20. aldarinnar? Ég hef verið að velta þessu fyrir mér vegna þess, hversu lítið er um það á Alþingi, að þar rísi upp þingmenn, sem tala sérstaklega máli launþega á erf- iðum tímum. Þeir eru að vísu til í þing- flokki Vinstri grænna en ekki margir og þá virðist ekki vera að finna í þingflokki Samfylkingarinnar. Verkalýðsflokkar 20. aldarinnar voru fyrst og fremst Alþýðuflokkur en einnig Kommúnistaflokkur Íslands, sem síðar sameinaðist Héðni Valdimarssyni og fylgismönnum hans innan Alþýðuflokks í Sameiningarflokki alþýðu – Sósíal- istaflokki en sá flokkur sameinaðist svo aftur Hannibal Valdimarssyni og fylg- ismönnum hans úr Alþýðuflokki í Al- þýðubandalaginu. Til þess að kynnast upphafi þessarar merku sögu er fróðlegt að lesa bók Ragnheiðar Kristjánsdóttur, Nýtt fólk – þjóðerni og íslenzk verkalýðsstjórnmál 1901-1944, sem út kom 2008 en einnig er gagnlegt að lesa bók Sigríðar Matt- híasdóttur, Hinn sanni Íslendingur – þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900-1930, sem út kom 2004. Lestur beggja bókanna gefur yfirsýn yfir grundvallarþætti þeirrar þjóðfélagsþró- unar, sem leiddi verkalýðshreyfinguna og að nokkru leyti kvennahreyfinguna og þá stjórnmálaflokka, sem þeim tengdust, til mikilla áhrifa á síðustu öld. Í báðum tilvikum er um að ræða merki- legar, vandaðar og vel skrifaðar bækur. En hvað varð um þessa flokka og áhrif þeirra? Getur verið að þeir hafi orðið fórnarlömb endurskipulagningar vinstriflokkanna undir lok síðustu aldar og leiddi til stofnunar Samfylkingar annars vegar og Vinstri grænna hins vegar? Þegar horft er til Samfylkingarinnar er ljóst, að þær rætur verkalýðsbarátt- unnar, sem settu mark sitt á Alþýðu- flokk og Alþýðubandalag og forvera þess, virðast ekki hafa fylgt með yfir í Samfylkinguna. Þær hafa einhvers staðar orðið eftir. Samfylkingin er í dag fyrst og fremst flokkur háskólamenntaðs fólks, sem virðist ekki hafa áhuga á vanda- málum almennra launþega eða hinum sérstöku vandamálum heimilanna í kjöl- far bankahrunsins og er beinlínis fjandsamlegur bændastéttinni og virðist heldur í nöp við lands- byggðina. Formennska Jóhönnu Sigurð- ardóttur hefur ekki orðið til að tryggja tengsl við fyrri tíð heldur virðist tíma- bundin ráðstöfun, sem hefur enga sér- staka merkingu en nýtist flokknum vel við óvenjulegar aðstæður. Vinstri grænir hafa heldur ekki lagt áherzlu á að rækta tengslin við sína for- tíð í verkalýðshreyfingunni, þótt þeir séu ekki eins illa staddir og Samfylk- ingin að þessu leyti. Þröng umhverf- isverndarsjónarmið hafa meiri áhrif á stefnu og afstöðu þess flokks heldur en verkalýðshreyfingin. Þetta ræktarleysi stjórnarflokkanna tveggja við fortíð sína í verkalýðshreyf- ingunni kristallast í yfirlýsingu, sem Al- þýðusamband Íslands sendi frá sér sl. miðvikudag, þar sem ASÍ segir sig form- lega frá svonefndum stöðugleikasáttmála en í yfirlýsingunni segir: „Miðstjórn ASÍ gagnrýnir ríkisstjórn- ina harðlega fyrir að standa ekki við fyr- irheit í stöðugleikasáttmálanum. Það er engin launung að væntingar miðstjórnar ASÍ til lögbindingar þessara ákvæða voru síðasta hálmstráið, sem rökstuddi aðild ASÍ að þessum svokallaða sáttmála þrátt fyrir aðgerða- og úrræðaleysi ríkis- stjórnarinnar í efnahags- og atvinnu- málum. Nú er ljóst að sú von er að engu orðin og lýsir miðstjórn ASÍ því formlega yfir, að engar forsendur eru fyrir að- komu þess að frekara samstarfi á þeim grunni.“ Þetta eru stór orð, sem segja mikla sögu um afstöðu Samfylkingar og Vinstri grænna til verkalýðshreyfingarinnar. Það hefur lengi verið ljóst, að tölu- verður hópur manna, sem starfaði innan Alþýðuflokksins, hefur ekki fundið sér eðlilegan samastað í Samfylkingunni. Jón Baldvin Hannibalsson og fleiri stuðningsmenn hans eru glöggt dæmi um það. Sennilega er skýringin sú, að háskólafólkið á vinstri kantinum yfirtók Samfylkinguna við stofnun hennar og hafði ekki áhuga á að halda tengslum við uppruna og rætur Alþýðuflokksins. Vinstri grænir voru hins vegar yfirteknir af sérkennilegu bandalagi arftaka gömlu klíkunnar úr Sósíalistaflokknum og þröngra umhverfisverndarsinna. Síð- arnefndi hópurinn bíður eftir því að Steingrímur J. Sigfússon hætti afskiptum af stjórnmálum en þá yfirtaka þeir VG endanlega. Hinn almenni launþegi á Íslandi, sjó- maðurinn, verkamaðurinn, iðnaðar- maðurinn, bóndinn, á sér ekki lengur málsvara á hinum pólitíska vettvangi. Í þessu felast tækifæri fyrir aðra flokka ef þeir kunna að notfæra sér þessa stöðu. Gleymum því ekki að á þingum ASÍ á Viðreisnaráratugnum voru stuðnings- menn Sjálfstæðisflokks næststærsti hóp- urinn meðal þingfulltrúa. Sú staða skipti sköpum um, að Viðreisnarstjórninni tókst að sigla þjóðarskútunni í örugga höfn á erfiðleikaárunum 1967-1969. Í þessari stöðu felst líka tækifæri fyrir nýtt stjórnmálaafl, sem ekki er lengur hægt að útiloka að verði til, þegar horft er yfir sviðið allt og reynsluna úr síðustu borgarstjórnarkosningum. Hver gefur sig fram? Hvað varð um „verkalýðsflokkana“? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is N eyðarlínu var komið upp á milli Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna eftir samkomulag sem undirritað var 20. júní árið 1963, en hún fól í sér „öruggt“ beinlínusamband á milli kjarnorkuveldanna tveggja. Samkomulagið var ekki gert að tilefnislausu, fremur en aðrir mannanna gjörningar. Þetta var á hápunkti kalda stríðsins og Kúbudeilan nýlega um garð gengin, en líklega hefur aldrei staðið eins tæpt, að það yrði kjarnorkustyrjöld á milli risaveldanna tveggja. Það var ekki síst vegna þess að það tók sérfræðinga Bandaríkjanna á tólftu klukkustund að beita dulmáls- lyklinum á þrjú þúsund orða sáttatilboð Nikita Krjúsj- effs. Loks þegar svarið var tilbúið af hálfu bandarískra yfirvalda, þá hafði borist annað og kröfuharðara sátta- tilboð frá Sovétmönnum, þar sem þess var krafist að Bandaríkjamenn tækju niður kjarnaflaugar sínar í Tyrklandi. Nálægt frostmarki Tildrög málsins voru þau að í september árið 1962 hófu stjórnvöld í Sovétríkjunum og Kúbu að byggja í sam- einingu eldflaugapalla á Kúbu, sem hefðu gert þeim kleift að hæfa skotmörk nánast hvar sem er í Bandaríkj- unum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum brugðust ókvæða við og nálgaðist kalda stríðið frostmark, sem sést meðal ann- ars á því að Fidel Castro skoraði á sovésk stjórnvöld að verða „fyrri til“ að ráðast á Bandaríkin. En svo fór að samningar náðust bak við tjöldin, Sovétmenn féllust á að taka niður eldflaugakerfið sem komið hafði verið upp, en í samkomulaginu fólst meðal annars að Banda- ríkin hétu því að ráðast ekki á Kúbu. Neyðarlínan, eða „rauði síminn“ eins og hann var kallaður, var beinlínusamband á milli stjórnstöðva hersins í risaveldunum tveimur. Hún var fyrst notuð meðan á sex daga stríðinu stóð, á milli Ísraels og ná- grannaríkjanna Egyptalands, Jórdaníu og Sýrlands. Þá létu risaveldin hvort annað vita af hernaðarlegum að- gerðum, sem annars hefðu getað talist torkennilegar eða ögrandi, en á þeim tíma var skammt á milli flota- herja ríkjanna, annars vegar á Svarta hafinu og hins vegar Miðjarðarhafinu. Rauði síminn var notaður aftur árið 1971 meðan á stríðinu milli Indlands og Pakistans stóð, árið 1973 er Ísrael átti í stríði við arabaríkin og árið 1974 þegar Tyrkland réðst inn í Kýpur. Fimm árum síð- ar var hann notaður er Sovétríkin réðust inn í Afganist- an og nokkrum sinnum eftir það í forsetatíð Reagans. Ómögulegt er að segja til um hvort rauði síminn hafi í raun komið í veg fyrir kjarnorkustyrjöld, en víst er að hann hefur skilað hlutverki sínu og til marks um það er beinlínusambandið enn fyrir hendi, þó tæknin hafi breyst. Njósnasögur og auglýsingar Rauði síminn hefur einnig komið við sögu í ýmsum njósnasögum, einkum frá dögum kalda stríðsins, þar á meðal í Bond-mynd. Og það þykir mælikvarði á trúverðugleika frambjóð- enda í forsetakosningum vestanhafs hvort kjósendur treysti þeim til að vera á öðrum enda línunnar í rauða símanum. Til marks um það er að Walter Mondale not- aði rauða símann í auglýsingum í forkosningum demó- krata árið 1984. Þeim var beint gegn mótframbjóðand- anum Gary Hart. Þar sagði að „ógnvænlegasta og þyngsta ábyrgð í heiminum felst í því að taka upp þetta símtól“. Rauði síminn kom aftur fyrir í auglýsingu Hillary Clinton í forkosningum demókrata árið 2008. pebl@mbl.is Rauður sími risa- veldanna John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, ræðir við flugmenn hers- ins, en þriðji frá vinstri er Richard Heyser, sem tók myndirnar þar sem fyrstu merkin um eldflaugapallana sáust á Kúbu. ’ Og það þykir mælikvarði á trúverðugleika frambjóð- enda í forsetakosningum vestanhafs hvort kjósendur treysti þeim til að vera á öðrum enda línunnar í rauða símanum. Rauði síminn kemur fyrir í skáldsögunni „The Sum of All Fears“ eftir Tom Clancy, þar sem Jack Ryan notar hann á ögurstundu til að ná samkomulagi við stjórnvöld í Sovétríkj- unum. Á þessum degi 20. júní 1963

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.