SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Page 33
20. júní 2010 33
V
ið sáum grjótmola á stærð við
litla bíla þjóta nokkur hundr-
uð metra upp í loftið. Flug-
maður sem ég spjallaði við
sagðist hafa séð einn slíkan þeytast í 500
metra hæð.“
Þannig lýsir Guðmundur Eyjólfsson
fjallaleiðsögumaður því mikilfenglega
sjónarspili sem hann varð vitni að þegar
gosgígurinn í Eyjafjallajökli spýtti út úr
sér rjúkandi stórgrýti í gegnum ösk-
ustrókinn. Guðmundur hefur farið átta
ferðir upp að gosgígnum með vísinda- og
fjölmiðlamenn sem ólmir vildu sjá gosið í
nærmynd. Þá fór hann ótal ferðir upp á
Fimmvörðuháls með ferðamenn, allt upp
í tvær ferðir á dag þegar mest lét.
„Síðan lenda þessir steinar á jöklinum
og eru enn mjög heitir, ég hef heyrt töl-
una 800°C nefnda. Steinarnir bræða síð-
an gíga í ísinn og jökullinn er alsettur
slíkum gígum,“ segir Guðmundur.
Hættan hófleg
Á ferðum sínum upp að gosinu fór hann í
aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð
frá gosinu. Guðmundur segist þó ekki
hafa óttast hættuna sem stafaði að því.
Hún hafi verið hófleg og hann treyst vís-
indamönnunum sem hann flutti þangað
upp til að leggja mat á hana. „Ég lagði þó
alltaf áherslu á öryggi, sérstaklega varð-
andi veðrið. Hættan var sú að vindáttin
færði öskuskýið yfir hópinn. Þegar að-
stæður breyttust eitthvað var ég fljótur
að kalla menn niður.“
Guðmundur segir ferðirnar upp á jökul
hafi lagst af eftir að gosinu lauk og áhugi
vísindamanna hafi minnkað mikið. „Það
var ákveðinn hópur sem sótti mikið í
þessar ferðir, jarðvísindamenn og ljós-
myndarar. Ég byrjaði á bloggi á meðan á
gosinu stóð með myndum sem ég hafði
tekið af því og fékk ótrúlega margar
heimsóknir á skömmum tíma frá mönn-
um sem elta eldgos. Þessi áhugi hefur
snarminnkað eftir goslok.“
Hann segir það þó enn vera magnaða
upplifun að fara upp að eldstöðinni og sjá
afleiðingar gossins á landslag jökulsins.
„Þetta er sérstaklega merkilegt fyrir mig
sem er vel kunnugur svæðinu að sjá
þennan sköpunar- og eyðingarkraft
náttúrunnar. Alla mína tíð hef ég séð jök-
Þegar gosið í Fimmvörðuhálsi stóð sem hæst fór Guðmundur jafnvel tvær ferðir á dag með
ferðamenn. Í þetta skiptið voru þeir fluttir með þyrlu upp á hálsinn.
Fljúgandi
grjót á stærð
við bíla
Guðmundur Eyjólfsson fjallaleiðsögumaður fór
fjölda ferða upp að gosinu í Eyjafjallajökli og stóð
steinsnar frá ógnarkrafti gossins sem hefur um-
turnað landslagi jökulsins.
Texti: Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is
Ljósmyndir: Guðmundur Eyjólfsson