SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Page 34
sumstaðar líti sumarið ágætlega út hjá
ferðaþjónustuaðilum. Ferðamennskan
hafi breyst, fólk sé forvitið að komast
nærri og sjá gosstöðvarnar en færri gisti á
svæðinu. Aðrir hafi þó orðið illa úti vegna
öskufallsins. Þannig séu vélsleðaferðir á
Mýrdalsjökul úr sögunni í bili því sleð-
arnir ráði ekki við öskuna.
Guðmundur fékk einnig að kynnast
áhrifum öskunnar á ferðum sínum upp á
jökul. „Við keyrðum upp Hamragarða-
heiði sem er erfiður og brattur slóði og
það var mikil aska sem reyndi á tæki og
tól. Askan smaug alls staðar inn á bíl-
unum, inn um allar rifur og hjöruliðina.
Ég þurfti að setja ryksugupoka yfir loft-
inntakið á bílnum. Þetta er ekkert sér-
staklega gott fyrir vélar.“
ulinn hvítan en nú er hann kolsvartur af
þykku öskulaginu sem liggur yfir honum
öllum,“ segir Guðmundur.
Breytt ferðamennska
Áhrifa gossins verður aðallega vart til-
tölulega nálægt eldstöðinni að sögn Guð-
mundar, frá Þórsmörk og upp í Emstrur.
„Ég var í Þórsmörk á dögunum og þar var
nokkuð rok. Um leið og við stigum úr
bílnum fékk maður öskuna í augun. Það
var alveg ólíft þar og við þurftum að
hörfa burt. Það verður erfitt að njóta lífs-
ins þar í sumar.“
Guðmundur segir öskufok verða við-
varandi vandamál í sumar þegar þurrt er
og vindasamt. Hann segir þó svæðið
undir Eyjafjöllum hafa lagast mikið og
’
Ég byrjaði á bloggi á meðan á gosinu stóð
með myndum sem ég hafði tekið af því og
fékk ótrúlega margar heimsóknir á
skömmum tíma frá mönnum sem elta eldgos.
Á heljarslóð.
Sporaskja? Þykkt ösku-
lag liggur yfir jöklinum.
Aðstæður á jöklinum líkjast helst tunglinu. Öskuþakinn ísinn er alsettur gígum sem myndast þegar funheitt grjótið úr gígnum bræðir sig niður í hann.