SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Qupperneq 36

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Qupperneq 36
36 20. júní 2010 Birgir Hrafn Hafsteinsson, CrossFit-þjálfari hjá CrossFit Sport, segir tilganginn með æf- ingakerfinu vera að gera fólk líkamlega hæft til að takast á við sitt daglega líf og gera það sem því langar að gera. Einnig hjálpi æfingakerfið fólki að halda í eðlilega virkni og hreyfigetu líkamans, fyrir utan allt hitt sem hreyfing geri fyrir fólk. Hann segir að CrossFit sé í raun samansafn af mörgum íþróttagreinum. „Öllu því besta er safnað undir einn hatt og blandað saman og það gerir CrossFit frábrugðið öðr- um íþróttum og annarri líkamsrækt. CrossFit gengur út á að koma fólki í form á breiðum grunni og snýst alls ekki um sérhæfingu. Fjölda æfinga og íþróttagreina á óteljandi mis- munandi vegu þannig að iðkandinn er stöðugt að takast á við nýjar áskoranir. Þannig búum við fólk best undir þær líkamlegu og andlegu áskoranir sem lífið leggur fyrir okk- ur.“ Aldrei verið í betra formi Birgir Hrafn var í boltaíþróttum framundir tvítugt og eftir það í almennri líkamsrækt, hlaupum og útivist. Sumarið 2008 byrjaði hann að æfa CrossFit eftir að Leifur Geir bróð- ir hans, sem líka er CrossFit þjálfari og stofnandi CrossFit Sport, kynnti hann fyrir því. „Mig langaði að prófa eitthvað nýtt í líkamsræktinni og leist vel á fjölbreytnina og áherslurnar í CrossFit, sérstaklega með tilliti til þess hversu mikið er lagt upp úr tækni og góðum stórum hreyfingum á öllum helstu liðamótum. Ég ákvað svo að byrja að þjálfa um áramótin 2008/2009 þar sem fyrirtækið hans Leifs hafði stækkað og hann vantaði aðstoð. Ég hafði líka alltaf haft áhuga á þjálfun frá því ég þjálfaði körfubolta fyrir nokkuð mörgum árum.“ Birgir Hrafn segir enga spurningu vera um að CrossFit hafi skilað sér árangri og seg- ist aldrei hafa verið í betra formi. Undirbúningur fyrir lífið Daði Rúnar ræðir næstu æfingar við Birgi Hrafn, en báðir eru þeir þjálfarar. Morgunblaðið/Árni Sæberg C rossFit er æfingakerfi sem nýtur vaxandi vin- sælda meðal íþróttaiðkenda hér á landi sem og annars staðar í Evrópu og í Bandaríkjunum. Segja má að opnun æfingaaðstöðu fyrir Cross- Fit í Sporthúsinu í Kópavogi haustið 2008 hafi markað upphafið að útbreiðslu þessa æfingakerfis, en áður höfðu þó einhverjir hér á landi æft CrossFit og sumir jafnvel árum saman. Að minnsta kosti fimm CrossFit-stöðvar eru starf- ræktar á Íslandi en þær sinna hins vegar CrossFit í mis- ríkum mæli. Sumar eru eingöngu með staka tíma en aðrar bjóða upp á fjölmörg námskeið og tíma í hverri viku. Erfitt er að segja til um hversu margir virkir Cross- Fit-iðkendur eru hér á landi en áætlað er að það séu um 500-600 manns. Að búa sig undir hið óþekkta Upphafsmaður CrossFit heitir Greg Glassman en hann gefur einnig út the CrossFit Journal, tímarit sem kemur út á netinu, þar sem finna má ýmsan fróðleik um æf- ingakerfið. Hugmyndin á bak við CrossFit var að hanna kerfi sem byggi fólk undir hið óþekkta. Markmiðið var að koma fólki í líkamlegt og andlegt form sem gerði það hæft til að takast á við áskoranir lífsins, hvort sem væri í leik eða starfi, og auka þannig lífsgæði þess og heilsu. Til að ná því markmiði þótti þurfa kerfi sem byggðist á breiðum grunni. Því var litið til allra íþrótta og lík- amlegra verkefna og skoðað hvaða hæfni þyrfti til að standa sig sem best í þeim. Tíu atriði þóttu skipta þar mestu máli og það eru súrefnisvinnslugeta líkamans, þrek, styrkur, liðleiki, afl, hraði, samhæfing, nákvæmni í hreyfingum, snerpa og jafnvægi. Í CrossFit er mark- miðið aðalatriðið og er þjálfurum veitt nokkurt frjáls- ræði til að meta og prófa sig áfram í að finna æfingar sem best ná fram því markmiði. Þar af leiðandi er CrossFit á einum stað ekki endilega það sama og á öðrum. Sérstaða CrossFit er fólgin í því að þar sérhæfir fólk sig ekki, heldur gengur það út á alhliða líkamshreysti. Stundum er sagt að með CrossFit verði maður aldrei bestur í neinu en alltaf í efstu tíu sætunum. Crossfit er ætlað öllum, óháð aldri, kyni eða líkamlegu ásigkomu- lagi, jafnt afreksfólki sem kyrrsetumönnum og -konum. Eingöngu er unnið með náttúrulegar hreyfingar lík- amans og æfingarnar miðast við að vinna með sem flesta vöðva í einu. Fólki er einnig kennd tæknin á bak við æf- ingarnar og að beita líkamanum rétt, bæði til að fyrir- Leifur Geir Hafsteinsson Crossfit-þjálfari passar upp á að teygt sé vel á eftir æfingar. Í endann á hverri Crossfit-æfing er teygt vel á öllum útlimum og smá tími tekinn í slökun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ein með öllu CrossFit er æfingakerfi sem nýt- ur vaxandi vinsælda hér á landi. Í þessari líkamsrækt er mikið lagt upp úr því að blanda saman ólíkum íþróttagreinum. Má segja að þetta sé „ein með öllu“. Guðrún Ásta Guðmundsdóttir Hreyfing

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.