SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Qupperneq 44

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Qupperneq 44
44 20. júní 2010 Rokkararnir úr Brooklyn-hljómsveitinni Les Savy Fav hafa tilkynnt að á sinni fimmtu breiðskífu muni þeir sækja innblástur til indí-senunnar í byrjun tíunda áratugarins. Sveitin er kannski ekki með þeim afkasta- mestu í tónlistarbransanum, en frá árinu 1997 hafa þeir aðeins gefið út fjórar plötur. Það hefur þó ekki stoppað þá í að safna stórum aðdáendahópi um allan heim og hef- ur tónlistarpressan ávallt verið dugleg að gefa plötum þeirra góða dóma. Nýja platan hefur fengið nafnið Root For Ruin og kemur út 13. september næstkomandi. Ný plata frá Les Savy Fav á leiðinni Fimmta plata hljómsveitarinnar Les Savy Fav kemur út 13. september. Wayne Coyne og félagar spiluðu fyrir fjölda borgarstjóra í Oklahoma í vikunni. Ljósmynd/MÁI Það var ekki af verri endanum tónlistar- atriðið sem skemmti fjölda borgarstjóra á ár- legri ráðstefnu borgarstjóra Bandaríkjanna sem fram fer í Oklahomaborg þessa dag- ana. Á svið steig nefnilega hljómsveitin Flaming Lips, sem mætti halda að væri í fullri vinnu hjá ferðamálaráði borgarinnar, svona miðað við hvað söngvarinn Wayne Coyne er duglegur við að kynna borgina í við- tölum. Með þeim á sviði var svo Fílharm- óníuhljómsveit Oklahomaborgar og voru spil- uð lög eins og „Race for the Prize“ „Do You Realize?“ og þekja af „Sugarcube“ með Yo La Tengo, allt undir stjórn Stevens Drozdsm, gítarleikara Flaming Lips. Flaming Lips þekja Yo La Tengo Mellon Collie and the Infinite Sadness með Smashing Pumpkins, Dookie með Green Day, Washing Machine með Sonic Youth og Mellow Gold með Beck voru þær plötur sem fengu hvað mesta spilun hjá undirrituðum fyrir liðlega fimmtán árum, eða um miðjan tíunda áratuginn. Þarna réð indí-rokkið lögum og lofum og aðrar tegundir tónlistar voru langt frá því að komast í spilun. Þetta átti þó allt eftir að breytast eftir að platan Ex- it Planet Dust, fyrsta plata þeirra Efna- bræðra (Chemical Brothers), fór að dreif- ast á milli manna í vinahópnum. Með plötunni opnuðust nýjar víddir fyrir mörgum, þ.e.a.s. tónlistarlega séð. Þarna voru félagarnir Tom Rowlands og Ed Simons frá Manchester að blanda saman rokk- og danstónlist á hápunkti Madchester-tímabilsins svo úr varð tryllt blanda sem fékk jafnvel hörðustu rokkara til að hugsa sig tvisvar um áður en byrjað var að rakka niður danstónlist. Það átti þó ekki við um alla og gleymist seint ræða eldri bróður vinar míns þegar okkur var sagt að lækka í þessu drasli og úr herbergi hans fór að hljóma ein- staklega hávær metal-tónlist. Efnabræðurnir fór sínar eigin leiðir þegar kom að því að gera danstónlist og fylgdu ekki neinni formúlu. Lög eins og „Chemical Beats“, „Leave Home“, „In Dust We Trust“ og „Song To The Siren“ eru drekkhlaðin „tribal“-töktum, skringilegri blöndu furðulegra rafhljóða og hraðs trommutakts sem fá haus og líkama þeirra sem hlusta til að hreyfast í takt fljótlega eftir að þau eru farin að óma í græjunum eða á dansgólfinu. Flæði lag- anna á Exit Planet Dust er nær óaðfinn- anlegt og hvergi er að finna hökra eða hik. Hún er samsett sem ein heild og óstöðvandi taktur laganna leyfir plötunni að flæða eins vel og hún gerir. Sumir myndu kannski segja að þessi tegund danstónlistar hefði liðið undir lok um aldarmótin, en þó finnast enn hljóm- sveitir sem sækja innblástur til þessara snillinga frá Manchester. Matthías Árni Ingimarsson Poppklassík Chemical Brothers – Exit Planet Dust Ein besta frumraun tíunda áratugarins V íst þótti manni tími til kominn að þeir félagar Tom Rowlands og Ed Simons, öðru nafni Chemical Brot- hers, sendu frá sér nýja breiðskífu; liðin eru þrjú ár frá síðustu plötu. Sú plata, We Are the Night, var reyndar ekki góð svo kannski hefur einhver vonað að þær yrðu ekki fleiri. Þeir félagar ráku þó af sér slyðruorðið með nýrri plötu, Further, sem kom út í vikunni og þó hún sé kannski ekki líkleg til vinsælda er hún þrælskemmtileg blanda af vélrænu poppi og göróttri sýru. Þeir Rowlands og Simons hafa margt brallað um dagana, en þeir hafa starfað saman undir þessu listamannsnafni nú í átján ár. Þeir kynntust í skóla í Manchester þar sem þeir lærðu miðaldasögu, en þeir eru nánast jafn- aldra, Rowlands fæddur 1971 og Simons 1970. Þeir voru víst saman í bekk í barnaskóla, en kynni tókust ekki með þeim fyrr en í háskóla, eins og getið er. Hipphopp var málið Báðir höfðu þeir áhuga á tónlist, Simons plötu- snúður en Rowlands í hljómsveit, en náðu saman í áhuga á hipphopp og þá aðallega því sem upptökuteymið Dust Brothers fékkst við vestan hafs. Þegar þeir Simons og Rowlands fóru að fást við tónlist tóku þeir listamanns- nafnið Dust Brothers traustataki, en þurftu að skipta þegar hinir upprunalegu Dust-bræður fréttu af tiltækinu. Hér fyrir neðan er sagt frá skífunni frá 1995 þar sem þeir kvöddu gamla starfsheitið og kynntu nýtt, en sú plata kom þeim líka rækilega á kortið, hipphoppið löngu búið að rjátlast af þeim og í þess stað komin kraftmikil rokkskotin dansmúsík. Næsta skífa, Dig Your Own Hole frá 1997, var ekki síðri og Brothers Gonna Work It Out, sem kom út 1998, enn betri. Lagið Hey Boy, Hey Girl af breiðskífunni Surrender sló svo rækilega í gegn sumarið 1999, en viðlíka hæðum hafa þeir ekki náð síðan, sem er vonlegt; sú gerð af músík sem þeir kunna best hefur látið undan síga, og þá sérstaklega seinni ár þegar R’n’B hefur lagt undir sig dansgólfið. Platan Come with Us frá 2002 seldist líka illa, og eins Push the Button frá 2005, og áðurnefnd We Are the Night, sem kom út 2007. Ekki held ég að ástæða sé til að búast við metsölu á Furt- her. Það er þó ekki vegna þess að skífan sé slök, hún er með því besta sem þeir félagar hafa gert alllengi, en það er erfitt að sigla á milli þess að vera framsækinn og að vera vinsæll. Görótt sýra Sjöunda breiðskífa Chemical Brothers kom út á dög- unum og er tónlistin tilraunakenndari en oft áður. Ólíklegt er þó að það afli þeim frekari vinsælda, en platan er fín engu að síður. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Tom Rowlands og Ed Simons tóku sér listamannsnafnið Chemical Brothers og hafa skemmt mannskapnum í átján ár. Þeir Chemical-bræður notuðu upphaflega listamannsheitið Dust Brothers sem þeir sóttu til þeirra Michael Simpson og John King, sem frægir voru fyrir samstarf við rappsveitina knáu Beastie Brothers. Þremenning- arnir í Beastie Boys leituðu til Simpson og King vorið 1988 beinlínis með það í huga að gera brautryðjendaverk. Afrakst- urinn var Paul’s Boutique sem talin er með merkustu plötum hiphop-sögunnar, en á henni nýttu þeir Dust-bræður hljóð- búta úr 105 lögum. Sú skífa varð þeim Simons og Rowlands slík- ur innblástur að þeir stálu Dust Brothers nafninu um tíma. Umslag meistaraverksins magn- aða Paul’s Boutique. Fengu nafn að láni Tónlist Það eru ekki bara útbrunnar rokkstjörnur sem senda frá sér endurunnin lög í tilefni heims- meistaramótsins í knattspyrnu. Hljómsveitin British Sea Power hefur tekið upp á því að endurskíra sveitina og tók upp lagið Football (Kick It In The Goal) fyrir enska landsliðið und- ir nafninu The Bench Warmers. Lagið er eitt af fjölmörgum lögum sem gef- in hafa verið út í tilefni mótsins. Þegar hafa hljómsveitir eins og Weezer og We Are Scient- ists sent frá sér HM-lög. British Sea Power heita The Bench Warm- ers á meðan HM er í gangi. Fjölmörg HM-lög

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.