SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 45
20. júní 2010 45
Tónlist
Hildur spilaði á hljóðfæri á yngri árum en segist í dag fá útrás fyrir tónlistaráhuga
sinn í einhverju eins og skipulagningu Jónsvöku. Hún hefur skrifað plötudóma í
fjölmiðla í nokkur ár og hefur einnig séð um tónlistarþætti í útvarpi. Á hátíðinni
ákvað Hildur að fram kæmu bæði litlar og stórar hljómsveitir, jafnt frægar sem
skemmra komnar. Á Nasa munu ótal hljómsveitir leika tónlist sína en einnig verða
svokallaðir off venue-tónleikar á Hressó svo og utandyra. Hugmyndin frá upphafi
var sú að allir gætu verið með og er fólk hvatt til að mæta og troða upp hér og þar
um borgina að vild. Hildur segir að sér hafi fundist vanta vettvang fyrir ungt fólk til
að sýna listir sínar og með Jónsvöku vonist hún til að geta opnað leið fyrir þá sem
eru að byrja inn í listaheiminn sem sumum finnst vera lokaður.
Töfrar
Ákveðin dulúð og töfrar eru tengdir Jónsmessunni en Hildur segir kannski ekki
mikið af efni tengdu slíku á hátíðinni. Þó heitir eitt verkið Jónsmessuvofurnar og
langaði höfunda þess að gera gjörning tengdan þjóðtrúnni á Jónsmessu. Hildur seg-
ir skemmtilegt að búið hafi verið til slíkt verk alveg sérstaklega fyrir hátíðina. Að-
spurð segist hún ekki hafa velt sér nakin upp úr dögginni á Jónsmessunótt en það sé
kannski tilvalið að gera það í ár og hún vilji hvetja fólk til að velta sér upp úr dögg-
inni.
Tegundir
Auk tónlistar verða einnig ýmiss konar listviðburðir á Jónsvöku. Frá Patron
koma sviðslistamenn sem stíga á pall með dans og leiklist en einnig verða á dag-
skránni ljósmynda- og myndlistarsýningar á vegum Framkvæmdafélags lista-
manna (FRAFL). Í mörgum verkunum segir Hildur tónlist og myndverk sameinuð
og tónlistin komi mikið inn í verkin. Hönnunardagskrá verður einnig á Jónsvöku á
vegum PopUp, annars vegar tískusýning á fimmtudeginum og PopUp-verslun sem
mun standa yfir helgina. Á öllum sviðum hátíðarinnar hefur sú leið verið farin að
engin menntunarskilyrði eru sett og bæði er hleypt að fólki sem er að sýna verk sín í
fyrsta sinn svo og þeim sem sýnt hafa áður.
Jónsvaka
í þremur
orðum
Hildur Maral Hamíðsdóttir er drífandi ung kona
sem sjaldan fellur verk úr hendi. Þótt Hildur sé
aðeins rétt rúmlega tvítug hefur hún í nokkur ár
verið viðloðandi skipulagningu á ýmiss konar
tónlistarviðburðum og er nú aðalskipuleggjandi
Jónsvöku, listahátíðar sem haldin verður í
Reykjavík dagana 24.-27. júní.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
Í þremur orðum
Þ
ær eru ófáar konurnar sem
myndu heldur fara út úr húsi
klæðalausar en maskaralausar.
Ekki er óalgengt að konur tali
um að „setja upp andlitið“ þegar þær mála
sig þar sem vel sýnileg augnhár eru
punkturinn yfir i-ið. Löng augnhár eru
aukinheldur talin tákn um kvenleika í
mörgum samfélögum og geta maskarar
gengt mikilvægu hlutverki í að lengja
augnhárin og þykkja.
Egyptaland til forna lék stórt hlutverk í
þróun maskarans en þegar um 3400 fyrir
Krist notuðu Egyptar bein til að bera lit á
augnhár sín. Liturinn var blandaður úr
kolum, krókódílataði, vatni og hunangi.
Augun voru talin speglar sálarinnar og
með því að „innsigla þau“ með augn-
málningu taldi fólk sig vera að verja sál-
arspeglana fyrir illum öndum og óæski-
legum straumum.
Bæði egypskar konur og karlar notuðu
maskara og fornar myndir af Kleópötru
Egyptadrottningu benda til þess að mask-
ari og líkamsmálning hafi verið notuð í
fjölþættum tilgangi, hvort heldur var til að
verjast, til að fagna, í stríði eða við greftr-
anir.
Einhverra hluta vegna dró síðar úr
augnháralitun fólks og var það ekki fyrr
en á Viktoríutímabilinu á fjórða áratug
nítjándu aldar sem augnháralitur gekk í
endurnýjun lífdaga. Á þeim tíma gerðu
konur fjölmargar tilraunir með uppskriftir
að snyrtivörum og ýmis konar kinnalitir,
maskarar og augnlitir urðu til við snyrti-
borðin í svefnherbergjum þeirra. Þær
gerðu sinn eigin augnháralit með því að
bræða saman ösku og ylliber yfir eldi en
slíkar blöndur fóru þó aldrei á markað.
Til bjargar ástinni
Maður að nafni Eugene Rimmel fann
upp og framleiddi fyrsta maskarann
um eða upp úr aldamót-
unum 1900 og naut
hann gríðarlegra vin-
sælda. Liturinn var í
föstu formi, eins konar
„kökumaskari“ sem
vættur var upp með
litlum bursta, ekki
ósvipuðum smækkaðri
útgáfu af tannbursta,
sem notaður var til að
bera litinn á augnhárin.
Enn í dag er orðið „rim-
mel“ notað yfir maskara á
mörgum tungumálum og
enn er gamli kökumask-
arinn fáanlegur.
Árið 1872 var gefið út
einkaleyfi fyrir vaselíni og
þar með hafði eitt mik-
ilvægasta innihaldsefni framtíðarmask-
arans litið dagsins ljós. Það var þó ekki
fyrr en árið 1913 að T.L. Williams fann upp
maskarann í því fljótandi formi sem við
þekkjum. Systir hans, Mabel, átti kærasta
að nafni Chet en orðrómur gekk um að
hann renndi hýru auga til annarrar konu.
Williams rann blóðið til skyldunnar og
blandaði saman koladufti og vaselíni og
útskýrði fyrir Mabel hvernig hún
skyldi bera blönduna á augnhár sín.
Hafði það þvílík áhrif að Mabel tókst
ekki aðeins að vinna hjarta Chet á ný,
heldur giftist honum ári síðar.
Í framhaldinu eða árið 1915 stofnaði
Williams snyrtivörurisann Maybelline
en nafn fyrirtækisins er samsuða úr
nafni systurinnar Mabel og undraefn-
isins vaselíns (e. vaseline) sem gerði
framleiðsluna mögulega. Hann seldi
þennan byltingarkennda augnháralit
til að byrja með í gegn um vörulista en
árið 1930 var hann kominn í smásölu-
dreifingu í verslunum.
Fráhrindandi eiturbras
Árið 1938 kom fyrsti vatnsheldi
maskarinn á markað og reyndist
hann mikil bylting, sérstaklega fyrir
þær konur sem eru gjarnar á að tárast.
Sá var þó galli á gjöf Njarðar að mask-
arablandan innihélt 50% terpentínu
sem orsakaði ýmiskonar útbrot og ofnæmi
hjá mörgum. Þar fyrir utan reyndist stæk
lyktin af maskaranum nánast óbærileg.
Lengi vel var „litli tannburstinn“ not-
aður til að bera litinn á augnhárin en árið
1957 setti Helena Rubinstein á markað
maskara í túbuformi og fylgdi með hring-
bursti, svipaður þeim sem síðar átti eftir
að ryðja sér til rúms. Snemma á sjöunda
áratuginum varð snyrtivörufyrirtækið
Max Factor hins vegar fyrst til að útbúa
ílangt og hringlaga hylki eða glas sem
maskaraburstinn gekk beint ofan í, sams-
konar því sem finna má í snyrtibuddum
flestra nútímakvenna. Um leið setti það
nýja og örugga tegund af vatnsheldum
maskara á markað sem náði gífurlegum
vinsældum en áberandi augnhár bresku
fyrirsætunnar Twiggy áttu ekki síst sinn
þátt í því maskaraæði sem upp úr því reið
yfir heimsbyggðina.
Í dag fást maskarar af öllu tagi; maskarar
sem þykkja og lengja augnhárin, gera þau
fínlegri eða grófari eða jafnvel krulla svolít-
ið upp á þau, maskarar sem hrinda frá sér
vatni eða hægt er að þvo af með vatni. Þeir
fást í öllum mögulegum litum – ekki bara
hinum hefðbundnu svörtu og brúnu, held-
ur einnig bláum, rauðum, grænum, bleik-
um, appelsínugulum og jafnvel gylltum og
silfruðum svo fáeinir séu nefndir.
ben@mbl.is
Saga hlutanna | maskarinn
Með krókódílakúk á augunum
Í dögginni Hildur Maral
Hamíðsdóttir, skipuleggj-
andi Jónsvöku, hvetur fólk
til að velta sér upp úr
dögginni.
Morgunblaðið/Ernir