SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Qupperneq 48

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Qupperneq 48
48 20. júní 2010 N ei, ég er góð,“ sagði unga stúlkan ákveðin þegar ég bauð henni kökusneið. Þetta þótti mér skrýtin yfirlýsing. Ekki svo að skilja að vafi léki á því að stúlkan væri góð en hvað það kom kökunni við vissi ég ekki. Svo rann upp fyrir mér að hún var í raun að af- þakka veitingarnar sem ég þóttist viss um að væru ljómandi góðar og af því að mér þótti þetta svolítið skrýtin mál- notkun og ágæt vinkona mín átti í hlut setti ég upp skelmissvip og sagði: „Nei, þú ert vond.“ Í stað þess að segja nei takk eða sama og þegið, eins og lengstum tíðkaðist, notar ungt fólk víst þennan tjáningar- máta þegar það afþakkar veitingar eða annan viðurgjörning. Og ekki nóg með það. Önnur stúlka sem ég hitti á förn- um vegi notaði nákvæmlega sömu full- yrðingu þegar ég innti hana hlýlega eftir því hvernig henni vegnaði. Í þetta skipti kunni ég ekki við að segja að hún væri vond af því að hún var mér ekki eins nákomin og hin. Það er alltaf spurning hvenær maður maður gerir athugasemdir við málfar annarra og hvernig aðferðum er beitt. Þótt við íslenskukennarar séum ófeimnir við að leiðrétta málvillur og ambögur í ritgerðum og öðrum textum sem nemendur láta frá sér fara held ég að flestir veigri sér við að segja upp í opið geðið á unglingum að þeir noti skakkar orðmyndir, beygingar eða fari rangt með orðatiltæki. Slíkt getur verið niðurlægjandi, ekki síst þar sem aðrir heyra til og unglingar eru almennt vandir að virðingu sinni eins og aðrir. Það eru heldur ekki bara þeir sem sniðganga hefðbundnar reglur málsins heldur líka rígfullorðið fólk. Sannleik- urinn er líka sá að fólk hefur misjafn- lega mikið næmi fyrir máli og hefur líka fengið misgott máluppeldi í bernsku ef svo má að orði kveða. Og bögubósar hafa alltaf verið til. Virðu- legur embættismaður lét hafa eftir sér í útvarpsþætti um miðja síðustu öld að bændur ættu ekki að láta á undan þeim ám sem dræpu undan sér á vorin. Og forstjóri sem ávarpaði starfslið sitt og kynnti góðan árangur fyrirtækisins sagði í lok ræðu sinnar að nú kæmi hann að rósinni í pylsuendanum. „Pabbi bannar mér alltaf að segja ókei,“ sagði tæplega fimmtugur kunn- ingi minn um daginn. Sjálf verð ég að viðurkenna að þessi enskusletta hrýtur stundum ómeðvitað út úr mér enda er hún nánast komin á hvers manns varir. Slangur er nefnilega bráðsmitandi og getur komið yfir mann eins og þjófur úr heiðskíru lofti eins og einn bögu- bósinn lét hafa eftir sér í útvarpsviðtali fyrir margt löngu. Og þegar barna- börnin heilsa og kveðja með hæum og bæum læt ég það óátalið af ótta við að samskiptin verði þvingandi en nota sjálf fallegu íslensku orðin sæl og bless í von um að þau smiti líka út frá sér. Sannleikurinn er sá að gott málupp- eldi er heilmikil jafnvægislist, hvort sem það fer fram á heimilum, kennslu- stofum eða annars staðar. Þar tel ég vænlegast til árangurs gott fordæmi og hlýlegar ábendingar í stað vandlæt- ingar og hroka sem sumum er tamt. Samt gat ég ekki stillt mig um að setja ofan í við stúlkuna sem afþakkaði kökusneið með því að segjast vera góð. Henni krossbrá þegar hún fékk það óþvegið og áttaði sig á því að hún hefði alveg eins getað sagt að hún væri snill- ingur, einstök eða framúrskarandi. Slíkt hefði hún aldrei látið út úr sér af því að þetta er hógvær stúlka en vönd að virðingu sinni og vill alls ekki sitja undir því að hún sé vond þótt hún hafi ekki lyst á kökusneið Hvenær er maður góður? ’ Sannleikurinn er sá að gott máluppeldi er heilmikil jafnvæg- islist, hvort sem það fer fram á heimilum, kennslu- stofum eða annars staðar Börnin á leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi eru góð og þeim þykir kakan greinilega góð. Morgunblaðið/Golli Tungutak Guðrun Egilsson gudrun@verslo.is L jósmyndabókin Laugavegurinn verður gefin út í dag í tilefni af kvennafrídeginum en hún er síðasti hluti þrennu sem til- einkuð er Laugaveginum fyrr og nú. Bókin inniheldur ljósmyndir frá mynd- listarsýningu og gjörningum sem fram fóru á listahátíð 2009 en hugmyndin er frá myndlistarkonunum í StartArt. Harpa Björnsdóttir myndlistarkona, ritstjóri bókarinnar, segir að konurnar í StartArt hópnum hafi tekið að velta Laugaveginum fyrir sér og í kjölfarið hafi þær farið að skoða hina merku sögu hans. „Á þessum tíma var Laugaveg- urinn að drabbast niður, hverri búð á fætur annarri var lokað og það var svo- lítið að falla í gleymsku af hverju Lauga- vegurinn heitir Laugavegurinn. Þær vildu því kynna Laugaveginn upp á nýtt fyrir fólki og jafnframt heiðra minningu allra þeirra þvottakvenna sem Lauga- veginn þrömmuðu svo áratugum og öld- um skipti. Út frá því spannst þetta verk- efni, myndlistarsýning og listgjörningar sem ýmsir myndlistarmenn og listnemar tóku síðan þátt í ásamt Listahátíð þann 23. maí 2009. Sagan kallaði síðan á bók um þenn- an mikilvæga listgjörning sem virðist hafa veitt Laugaveginum byr undir báða vængi enda hefur hver búðin sprottið upp á fætur annarri undanfarið og það er gaman að sjá að íslensk hönnun hefur hreiðrað um sig í hjarta borgarinnar.“ Í bókinni eru tugir ljósmynda frá fyrri tímum sem og af listaverkum sýn- ingarinnar. Einnig er fjöldi ljósmynda frá listgjörningum kvenna sem fram fóru í Laugavegsgöngunni en þar var meðal annars þvottur þveginn í gömlu laug- unum í Laugardal. Í bókinni má auk- inheldur finna fjölda texta eftir leiðandi konur í þjóðfélaginu svo sem Vigdísi Finnbogadóttur sem ritar inngangorðin, Sigríði Þorgeirsdóttur heimspeking og Margréti Guðmundsdóttur sagnfræðing. „Margrét leiðir til að mynda lesand- ann um sögu þvottakvennanna en þær þræluðu sér út og unnu fyrir lítið endur- gjald. Þær jafnvel létu lífið við erfiðið enda var lítið hugsað um öryggi þeirra og heilsu. Til dæmis drukknaði ófrísk kona í grunnum læk á leið heim vegna þreytu og örmæði í kringum aldamótin síðustu. Baráttan við veðrið og náttúruna var oft mjög erfið en þetta borgaði sig því með suðuþvotti var hægt að halda hreinlæti þokkalegu og þar með sjúkdómum í skefjum. Margrét gefur sögunni mikla dýpt en það eru fleiri flottar konur með texta í bókinni, til dæmis hún Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur. Hún nær að tengja sögu Laugavegarins og þvotta- kvennanna við verkalýðsbaráttuna og lyftir hugmyndafræði verkefnisins upp á heimspekilegan grundvöll. Síðan var af- skaplega gaman að fá fyrrverandi forseta Íslands Vigdísi Finnbogadóttur til að rita inngangsorðin.“ Það eru eflaust margir sem muna eftir þvottalaugunum í Laugardalnum en þar voru þvottahús allt til ársins 1976. Þuríður Sigurðardóttir myndlistarkona úr StartArt hópnum ólst upp í gamla bænum í Laugarnesi en þar var engin þvottaaðstaða né heitt, rennandi vatn. „Ég man ekki öðruvísi eftir mér en með mömmu að þvo þvottinn í laugunum. Þar voru líka góðar sturtur þannig að við vorum böðuð þar alveg þangað til við vorum orðin nógu stór til að fara í sund- laugarnar. Þetta var auðvitað gríðarlega mikið fyrirtæki að koma öllum þvott- inum og okkur fram og til baka frá þvottahúsinu í Laugardalnum, sér- staklega þegar við vorum minni. Síðan fórum við nú að hjálpa henni meira er við stækkuðum þó við höfum örugglega oftar en ekki bara þvælst fyrir. Mamma þvoði í laugunum allt þar til þær voru lagðar af en þau bjuggu í gamla bænum allt fram til 1980.“ Útgáfunni bókarinnar verður fagnað í dag við þvottalaugarnar í Laug- ardalnum samhliða hinni árlegu messu Kvennakirkjunnar á kvennafrídaginn. Messan er opin öllum og hefst klukkan 20:00 en eftir hana verður kaffi í Kaffi Flóru. Listgjörn- ingar í Laugavegs- göngu StartArt hópurinn stendur fyrir útgáfu á ljós- myndabók um listgjörning og Laugavegsgöngu sem fram fór í fyrra til heiðurs þeim þvottakon- um er til lauga gengu forðum daga. Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.