SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 4
4 18. júlí 2010
Sautján manns fórust í fimmtán umferðarslysum hér
á landi árið 2009, fimm fleiri en árið áður. Slysum þar
sem fólk lætur lífið í umferðinni fækkar þó sem betur
fer miðað við árin á undan, þótt eitt banaslys sé vita-
skuld alltaf einu of mikið. Á árunum 1998-2003 fór-
ust að meðaltali 26 í umferðarslysum, síðustu sex ár
(2004-2009) var meðaltalið 20 manns á ári en síð-
ustu þrjú ár, 2007-2009, skera sig nokkuð úr varð-
andi fækkun.
Meirihluti banaslysa í umferðinni síðustu 10 ár
hefur orðið á vegum með bundnu slitlagi þar sem
leyfilegur hámarkshraði er 90 km á klukkustund.
Alls hafa 72% þessara slysa orðið í dreifbýli og at-
hygli vekur að 68% í þeirra hafa orðið í dagsbirtu.
Yfir helmingur banaslysa ársins 2009 var útaf-
akstur (53%), en flestir látast sem fyrr í slíkum slys-
um í umferðinni á Íslandi. Í flestum tilfellum valt öku-
tæki, en þá margfaldast líkur á banaslysum, sér í
lagi ef ökumenn og farþegar nota ekki bílbelti, að því
er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar.
Framanákeyrslur voru næstalgengasta tegund
banaslysa á árinu, 20%. Hraðakstur var aðalorsök
slyss tvisvar í fyrra og í tveimur slysum telur rann-
sóknarnefndin að ökumenn hafi sofnað undir stýri.
Bæði hraðakstur og þreyta eru meðal helstu or-
saka banaslysa í umferðinni undanfarin ár „og verður
seint brýnt nógu vel fyrir ökumönnum að virða há-
markshraða og aka ekki nema vel hvíldir og með
fulla athygli,“ segir í skýrslunni.
Í tveimur slysum voru veikindi aðalorsök og í
tveimur mátti rekja slys til þess að gangandi og
hlaupandi vegfarendur fóru í veg fyrir umferð án að-
gæslu, segir nefndin.
Sautján banaslys í umferðinni á síðasta ári
Lögreglan við umferðareftirlit á Sæbraut í Reykjavík.
Morgunblaðið/Júlíus
Ö
lvunarakstur er algengasta orsök
banaslysa í umferðinni hér á
landi. Þrjú banaslys mátti í fyrra
rekja til þess að ökumenn voru
ölvaðir og vanhæfir til aksturs. Að auki má
rekja um 12% umferðarslysa, þar sem meiðsli
eru mikil, til ölvunaraksturs. Þetta kemur
fram í ársskýrslu Rannsóknarnefndar umferð-
arslysa.
Nefndin telur mikilvægt að skoðaðir verði
kostir og gallar þess að teknir verði í notkun
áfengislásar sem úrræði vegna ökumanna sem
ítrekað aka undir áhrifum. Einnig að heimilað
verði að síbrotamenn á þessu sviði verði
dæmdir til áfengismeðferðar.
Nefndin telur til að refsimörk vegna ölv-
unaraksturs eigi að vera sem næst núlli og
leggur til að þau „verði lækkuð úr 0,5 pró-
millum í 0,2 prómill. Um er að ræða aðgerð
sem ýtir undir þann hugsunarhátt að áfengi
og akstur fari alls ekki saman. Ökumenn
þurfa þá ekki að velta fyrir sér hvort tiltekin
neysla áfengis sé yfir eða undir 0,5 prómillum
því svigrúm til áfengisneyslu með þessari ráð-
stöfun er nánast ekkert,“ segir í skýrslunni.
Nefndin greinir frá því að erlendar rann-
sóknir bendi til þess að ölvaðir ökumenn séu
innan við 1% allra ökumanna en valdi 25-
40% banaslysa í umferðinni skv. tölum frá
Evrópusambandinu og Norður-Ameríku.
Árin 2005 til 2008 varð 71 banaslys í um-
ferðinni á Íslandi. Í sautján tilfellum (24%)
voru ökumenn ölvaðir og niðurstaðan því
ámóta hér á landi og annars staðar: ölvaðir
ökumenn eru hlutfallslega fáir en valda miklu
tjóni. „Því er til mikils að vinna,“ segir Rann-
sóknarnefnd umferðarslysa í skýrslunni.
Áhersla hefur verið lögð á hefðbundin úr-
ræði til að sporna við ölvunarakstri hérlendis;
sviptingu ökuréttinda, fjársekt, löggæslueft-
irlit og almennar forvarnir, eins og það er
orðað. Þau úrræði hafi sannað gildi sitt því
verulega hafi dregið úr ölvunarakstri í vest-
rænum ríkjum undanfarna áratugi og viðhorf
breyst til hins betra.
En betur má ef duga skal, segir í skýrslu
rannsóknarnefndarinnar. „Líkt og á svo
mörgum sviðum forvarnarstarfs næst tiltek-
inn árangur af almennum forvörnum í byrjun,
en eftir stendur ákveðinn hópur sem lætur
ekki segjast þrátt fyrir áróður, lög og reglur. Í
tilviki ölvunaraksturs er sá hópur sem lætur
ekki af hátterni sínu, vel þekktur.“ Stór hluti
þeirra sem aki ölvaðir eigi við áfengisvanda-
mál að stríða, neyti mikils áfengis með reglu-
legu millibili og aki oft ölvaðir.
„Hin hefðbundnu úrræði duga ekki til þess
að stöðva þessa ökumenn. Rannsóknir sem
gerðar hafa verið á ökumönnum sem hafa
verið sviptir ökuréttindum benda til þess að
allt að 75% þeirra aki eftir sem áður rétt-
indalausir.“
Nefndin segir ökumenn þessa meta áhættu
þess litla, að þeir verði teknir af lögreglunni,
eða þá að þeir kæri sig kollótta af öðrum
ástæðum og aki réttindalausir. „Þessi stað-
reynd hefur vakið spurningar um með hvaða
hætti sé hægt að girða fyrir þessa hegðun.
Hvaða úrræðum öðrum er hægt að beita.“
Áfengislásar, sem svo eru kallaðir, eru bún-
aður sem ætlað er að koma í veg fyrir að ekið
sé undir áhrifum áfengis. Í „lásnum“ er mælir
sem ökumaður þarf að blása í áður en hann
ræsir bílinn. „Ef viðkomandi er í ökuhæfu
ástandi fer bifreiðin í gang, annars ekki.“
Nefndin bendir á að í nokkrum Evrópu-
löndum hafi verið notast við áfengislásinn
sem úrræði fyrir ökumenn sem ítrekað aka
ölvaðir og að rannsóknir sýni fram á gagn-
semi þeirra. „Frakkar, Finnar, Bretar,
Holllendingar, Danir og Svíar hafa gert til-
raunir með slíka áfengislása í einhverjum
mæli. Í Finnlandi hafa þegar verið samþykkt
lög um notkun áfengislása en Svíar eru einnig
langt á veg komnir.“
Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að
áfengislásar gætu gefið góða raun hér á landi.
Dauðans
alvara
Verða settir
áfengislásar
í bifreiðar?
Óskastaða; bestu skilaboðin á áberandi stöðum eins og þessum eru að enginn hafi látist í umferðinni það sem af er ári.
Morgunblaðið/RAX
Vikuspegill
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Í skýrslunni er fjallað
sérstaklega um hvert
banaslys í umferðinni
í fyrra, orsakir og til-
lögur í öryggisátt. Erf-
itt er að koma í veg
fyrir öll bílslys, nefnd-
in bendir á úrræði til
að fækka þeim sem
látast af völdum
þeirra. Bílbelt-
anotkun er þar efst á
blaði; nefndin telur
að fjórir af þeim 11
ökumönnum
og farþegum sem fór-
ust árið 2009 hefðu
lifað slys af hefðu
þeir notað bílbelti.
Beltin
bjarga
ódýrt og gott
Grillaður kjúklingur og Pepsi
eða Pepsi Max, 2 l
998kr.pk.