SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 41
18. júlí 2010 41 B andaríkin gegna æ mikilvægara hlutverki í vínheiminum. Ekki einungis vegna þess að vínframleiðsla þar hefur farið sífellt vaxandi og verður stöðugt betri. Bandaríkin hafa ekki síður áhrif vegna þess að þau eru einhver mikilvægasti vínneyslumarkaður veraldar. Vínneysla í Bandaríkjunum er vissulega ennþá töluvert minni en í flestum Evr- ópuríkjum þegar horft er til þess hversu margra lítra af víni hver íbúi neytir á ári. Stærð markaðarins gerir hins vegar að verkum að einungis Ítalir neyta árlega meira af víni en Bandaríkjamenn. Ef horft er til verðmætis vínsölu eru Bandaríkin hins vegar mikilvægasti markaður veraldar. Of ef við beinum sjónum frá neysl- unni yfir á framleiðslu þá er bandaríski víniðnaðurinn sá fjórði stærsti í heimi. Bandaríkin skipta því máli þegar vín er annars vegar. Miklu máli. Eins og alltaf þegar Bandaríkin eru annars vegar eru margar hliðar á málinu. Þannig hafa Bandaríkin í sögu- legu samhengi ekki verið vín- neysluland og lengi vel var neysla á víni bundin við stóru borgirnar á austur- og vest- urströnd landsins. Miðríkin og suðrið voru meira fyrir bjór og bourbon auk þess sem stór hluti þjóðarinnar neytti ekki – og neytir ekki – áfengis. Vínneysla var lengi vel bundin við tiltekna hópa innflytjenda frá suðurhluta Evrópu en ekki hluti af hinu almenna neyslu- munstri. Stóra breytingin varð með eftirstríðskynslóðinni sem stundum er kölluð „baby boo- mers“. Þegar hún komst á full- orðinsár breytti hún neyslu- munstri Bandaríkjanna á mörgum sviðum. Neysla á víni jókst hörðum skrefum frá og með upphafi áttunda áratugarins. Það hægði á aukningunni á þeim níunda en frá og með árinu 1994 hefur neyslan aukist hratt og örugglega. Þessi ört stækkandi markaður seilist til sívaxandi áhrifa. Þær kröfur sem bandaríski markaðurinn gerir hefur áhrif á vínframleiðslu um allan heim, jafnt framleiðslu ódýrara sem dýrara víns. Þetta kristallast til dæmis í þeim gífurlegu áhrifum sem Robert Parker, útgef- andi fréttabréfsins The Wine Advocate, hefur. Hann byrjaði að gefa víni ein- kunnir samkvæmt 100 punkta kerfi og segja má að það vín sem nái góðri einkunn geti gengið að roksölu vísri. Bandarískir neytendur stjórnast í ríkum mæli af þeim dómum sem vín fær og í vínbúðum er vín iðulega merkt eftir því hversu marga „punkta“ það hefur fengið. Áhrif Parkers eru það mikil að mörgum stendur ekki á sama. Mörg af þekktustu vínhúsum heims, t.d. í Bordeaux, eru sögð hafa breytt víni sínu til þess að falla betur að smekk Parkers. Hann þykir hallur undir stórt og kraftmikið vín þar sem nútíma tækni hefur verið beitt til að kreisa sem mest út úr þrúgunum. Það er líka eftir miklu að slægjast. Vínið sem Parker blessar selst ekki einungis betur en annað. Það selst líka á mun hærra verði. Mest hafa áhrifin verið á vín frá Napa í Kaliforníu, Bordeaux og svokallað „Súper-Toskana-vín“ en það er það vín sem mestrar hylli nýtur í Bandaríkjunum. Margir – fyrst og fremst í Evrópu – kvarta og kveina yfir „Parker-áhrifunum“. Þau eru hins vegar kannski fyrst og fremst til marks um stærð og aukið sjálfs- öryggi bandaríska markaðarins. Hann er orðinn það stór að hann tekur ekki bara það sem að honum er rétt. Hann gerir kröfur um að hlutirnir eigi að vera eins og hann vill hafa þá. Bandaríkin framleiða líka mikið af eigin víni og í mörgum tilvikum vín á heimsmælikvarða. Þótt flestir setji samasemmerki á milli bandarísks víns og Kaliforníu þá er vín framleitt í öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Í sumum tilvikum er kannski einungis um eitt vínhús að ræða og vissulega mun sá dagur líklega seint renna upp að vín frá t.d. Flórída eða Louisiana komist á heimskortið. Það hefur hins vegar vínið frá til dæmis vesturstrandarríkjunum Kaliforníu, Oregon og Washington fyrir löngu gert. Vínið frá Finger Lakes-svæðinu í New York getur verið unaðslegt og það ætti enginn að gera grín að Texas-víni. Og hversu margir í Evrópu skyldu átta sig á því að í Ohio séu um 100 starfandi vín- hús? Bandarísk vínframleiðsla er einhver sú framsæknasta í heimi og ekkert bendir til annars en að áhrif Bandaríkjanna muni bara halda áfram að aukast. Næst: Kalifornía Will einhver glas af Texas Cab? Vín 101 Sautjándi hluti Steingrímur Sigurgeirsson Vínin frá Oregon eru löngu komin á heimskortið. 1 búnt lífrænt grænkál frá Móður Jörð 1 höfuð lífrænt blaðsalat frá Móður Jörð 20 litlar kartöflur beint upp úr garðinum 1 búnt lífrænt klettasalat frá Móður Jörð 4 fallegar gulrætur beint upp úr garðinum Radísur og næpur úr garðinum eftir smekk 4 egg úr hamingjusömum hænum 8 stk. íslenskir og lífrænir kirsuberjatómatar Ferskar kryddjurtir úr garðinum að eigin smekk 1 pakki Hrökkvi frá Móður Jörð Góð ólífuolía Sítróna Salt Sjóðið eggin og kartöflurnar, leggið allt kálið í kalt vatn, vindið í salatvindu og setjið í stóra skál. Kreistið sítrónuna og hellið að- eins af ólífuolíunni yfir og blandið vel saman, smakkið til með salti áður en kartöfunum og tómötunum er blandað saman við eftir að hafa verið skorið í tvennt. Gulrætur, radísur og næpa er skorið í örþunnar sneiðar blandað saman við salatið. Komið sal- atinu fyrir á fallegum diskum, skerið eggin og setjið á diskinn, skreytið með fersku kryddjurtunum og brjótið Hrökkvann yfir. Þennan rétt er tilvalið að borða út á palli, eða í lautarferð í óspilltri náttúru Íslands. Íslenskt sumarsalat fyrir fjóra Pítsur og fylltar kjúklingabringur Einn vinsælasti rétturinn er þó innbökuð pítsa sem bökuð er á grillinu. Deigið kaupa þau tilbúið og sósuna sömuleiðis en áleggið er eftir smekk og því sem til er hverju sinni. „Það er mikilvægt að loka pítsunni vel og bretta tvisvar upp á kant- ana því annars fer sósan út um allt. End- unum má síðan loka með gaffli. Kost- urinn við að loka pítsunni er að þá er hægt að snúa henni á grillinu, en það er alltaf ákveðin hætta á brauð brenni þegar það er grillað,“ segir Óskar. Séu þau í stuði fyrir eitthvað íburð- armeira finnst þeim tilvalið að skella kjúklingabringum á grillið. „Þá skerum við þær eftir endilöngu og setjum ost inn í þær, t.d. mexíkóost eða hvaða ost sem er. Bringunum er svo lokað með því að vefja beikoni eða parmaskinku utan um áður en þær eru grillaðar. Aðalmálið er að passa upp á að hrár kjúklingurinn smiti ekki yfir í annað og að þvo hendur ræki- lega á eftir með sápu. Með þessu má svo sjóða hrísgrjón í potti á prímusinum og grilla maís eða fyllta sveppi.“ Kjúklingur er raunar hentugt ferða- lagsfæði á fleiri vegu en Inga og Óskar taka gjarnan grillaðan kjúkling með sér þegar farið er í helgarútilegu. „Ef fólk vill má hita hann svolítið á prímusnum eða jafnvel setja í pítu með grænmeti. Pítu- brauðin má hita á grilli eða yfir eldinum á prímusinum. Afganginn má svo nota í salat daginn eftir eða tortillur.“ „Við komum iðulega seint í náttstað og erum því gjarnan að elda eftir að það er farið að dimma.“ Pottréttir sem elda má í einum potti á prímus eru þægi- legir þegar eldunaraðstaðan er af skornum skammti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.