SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 48
48 18. júlí 2010
M
ér hefur þótt gæta nokk-
urs misskilnings hjá nem-
endum mínum á Mennta-
vísindasviði Háskóla
Íslands um það hvaða brögðum þeir
skuli beita þegar þeir vilja bæta fram-
sögn sína. Þeir grípa oftar en ekki til
þess ráðs að nota einhverja(r) af þeim
mállýskum íslenskunnar sem ættaðar
eru af Norðurlandi og bregða t.d. fyrir
sig hinum svokallaða harðmæl-
isframburði og segja „netið“ og „tapa“
í staðinn fyrir „nedið“ og „taba“, eins
og við fyrir sunnan segjum, og líta svo
á að þannig verði framsögnin skýr og
áheyrileg. Nemendur mínir eru svo
sem ekki einir um þetta, því leikarar,
fréttaþulir og ýmsir þeir sem vilja
vanda sig beita sömu brögðum, þótt
þeir séu ekki aldir upp fyrir norðan.
Það má ekki skilja orð mín svo að
þeir sem hafa harðmælisframburð séu
ekki skýrmæltir en það er bara ekki
harðmælisframburðurinn sem skiptir
höfuðmáli í vönduðum framburði. Við
sunnanmenn getum vel verið skýr-
mæltir þótt við „spýtum“ ekki sam-
hljóðunum p, t og k, eins og norð-
anmenn gera, og segjum „madur“ og
„regja“ í stað „matur“ og „rekja“.
Mestu skiptir bara að p sé vel aðgreint
frá b, t frá d og k frá g og framburður á
samhljóðum eins og þ, ð, s, v, f, j og r
sé skýr. Öll hljóð vandlega formuð og
hvert og eitt fái notið sín.
Viðkvæmustu samhljóðin í íslensku,
og þau sem huga þarf vel að svo fram-
burður sé skýr, eru svokölluð önghljóð.
Þau eru mynduð með því að þrengt er
að loftstraumnum í munninum án þess
að loka alveg fyrir. Um er að ræða m.a.
hljóðin ð, g (líkt og í orðinu saga), v, f
og j. Algengt er að þau séu hreinlega
felld brott og ekki er óalgengt í óskýr-
um framburði að heyra orð eins og
dagblað, Hagkaup, afgreiðsla borin
fram „dabla“, „hakaup“, „agreisla“. Þá
er algengt að j falli brott í orðum ein
og þrjú, sjúkrahús og fréttir sem þá eru
borin fram „þrú“, „súkrahús“, „frett-
ir“. Þá fellur sveifluhljóðið r gjarnan
brott í óvönduðum framburði. Þá nær
tungubroddurinn ekki nægilega mörg-
um sveiflum og r-hljóðið dettur dautt
niður. Það skiptir því miklu máli að
talfærin hitti á „réttan“ stað í munn-
inum þegar talað er.
Dæmi um óvandaðan framburð sam-
hljóða er framburður á d og t í orðum
eins og djásn, djús, tjald, tjón. Þá er
borið fram einhvers konar „tj“- eða
„ts“- hljóð. Í eðlilegum framburði á
hljóðunum d og t á að loka fyrir loft-
strauminn frammi við tennur og þegar
t er borið fram fylgir því örlítil
sprenging en ekki þegar d-ið er mynd-
að. Hinn „nýi“ framburður liggur í því
að borið er fram einhvers konar tjs-
hljóð. Þetta er afskaplega útlenskuleg-
ur framburður sem virðist vera að
ryðja sér til rúms.
Til að bæta framburð sinn verður
mælandinn að gæta að ýmsu, svo sem
réttum áherslum, eðlilegu (íslensku)
hljómfalli og síðast en ekki síst ná-
kvæmum framburði bæði sérhljóða og
samhljóða. Þetta eru þættir sem mál-
notendur fá litla þjálfun í að greina en
til þess þarf góðar fyrirmyndir. Þeir
sem fram koma í fjölmiðlunum eru
líklega þær fyrirmyndir sem flestir
sækja til og því er áríðandi að fjölmiðl-
ungar hafi alla þætti vandaðrar fram-
sagnar á valdi sínu.
Samhljóðin
skipta líka máli
’
Hinn „nýi“ fram-
burður liggur í því að
borið er fram ein-
hvers konar tjs-hljóð. Þetta
er afskaplega útlenskulegur
framburður sem virðist
vera að ryðja sér til rúms.
Þeir sem vilja vanda framsögn sína grípa oft til harðmælisframburðar. Spánverjinn Andrés
Iniesta skaut boltanum í netið, eða „nedið“, allt eftir framburði þess sem leiknum lýsti.
Reuters
Tungutak
Ingibjörg
Frímannsdóttir
ingfrim@hi.is M
ér líður svolítið eins og ég
hafi unnið í happdrætti og
ekki vitað að ég ætti miða,“
svarar Steinunn Birna
Ragnarsdóttir, píanóleikari og fyrsti tón-
listarstjóri tónlistarhússins Hörpu, spurð
að því hvernig nýja starfið leggist í hana.
„Þetta er auðvitað mjög góð tilfinning og
mikil tilhlökkun, sérstaklega vegna þess
hvað það er spennandi tækifæri að koma
að uppbyggingu og mótun þessa húss sem
búið er að vera draumur tónlistarmanna
svona lengi. Það er hátt í heil öld frá því
hugmyndir létu fyrst á sér kræla um það
og bjartsýnismenn fóru að sjá í hillingum
að hægt væri að byggja tónlistarhús á Ís-
landi. Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað
þetta er þó búið að taka langan tíma,“
segir Steinunn Birna. Það sé í raun með
ólíkindum hversu gott tónlistarlíf við eig-
um þrátt fyrir að aldrei hafi verið byggt
yfir listgreinina veglegt tónleikahús. Í
hennar huga sé tónlistarhúsið Harpa birt-
ingarmynd þess að draumar geti ræst.
Þeir sem hafa sýn vilja hafa áhrif
Búast má við því að miklar væntingar
verði gerðar til Steinunnar Birnu í starfi
sínu sem fyrsti tónlistarstjóri hússins.
Hún segir starfið vissulega fela í sér mikla
ábyrgð en bendir á að þeir sem hafi
ákveðna sýn og sannfæringu vilji jafn-
framt hafa áhrif.
„Það er vissulega það sem maður tekur
með sér í svona starf; að hafa áhrif til góðs
samkvæmt sinni sýn. Ég hef haft tækifæri
til að láta reyna svolítið á mig á Reyk-
holtshátíðinni og fengið þar þjálfun í
hvernig það er að standa undir ábyrgð og
taka hæfilega áhættu. Að byrja með tvær
hendur tómar og standa með eigin hug-
myndum þannig að þær gangi upp,“ segir
Steinunn Birna en hún hefur stýrt Reyk-
holtshátíð frá því stofnað var til hennar
1997. „Ég hef gaman af því að fara ótroðn-
ar slóðir og hef hugsanlega verið for-
ystusauður í fyrra lífi eða í það minnsta að
langfeðgatali. Ef maður ber ábyrgð á ein-
hverju þá er mikilvægt að gera það með
ánægju og tilliti til hinna, þ.e. þeirra sem
nota húsið og einnig þeirra sem eiga eftir
að sækja það sem ég vona að verði sem
flestir því það er mjög mikilvægt að þetta
verði tónlistarhús allra Íslendinga. Og það
er náttúrlega frábært að við eigum þetta
hús saman.“
Áhersla á faglegan metnað
– Nú er tónlistarlegur bakgrunnur þinn í
klassískri tónlist. Munt þú draga taum
hennar eða gera öllum tónlistargreinum
og -tegundum jafn hátt undir höfði?
„Ég hef auðvitað mestu innsýnina í sí-
gildu tónlistina og er sprottin úr þeim
jarðvegi en ég finn mjög mikið til þeirrar
ábyrgðar að gera þetta að fjölbreyttu tón-
listarhúsi þar sem allar tónlistarstefnur
eiga heima og spannar allt litrófið í ís-
lensku tónlistarlífi. Ég verð að hafa yfirsýn
og breidd, til þess að því markmiði sé náð
að þetta hús hafi fjölbreytni og sé tónlist-
arhús allra Íslendinga.“
Nú stóð í upphafi til að ráða listrænan
stjórnanda við húsið en staða tónlistar-
stjóra var sett inn í staðinn, að svo stöddu,
að sögn Steinunnar Birnu. Hún mun hins
vegar hafa verkefnastjóra sér til aðstoðar
sem á eftir að ráða. Steinunn Birna segir
stærstu föstu notendur hússins, Sinfón-
íuhljómsveit Íslands og Íslensku óperuna,
koma með sín verkefni fullmótuð inn í
húsið. Þeirra listræna stefna sé þegar
mótuð. „En ég kem auðvitað til með að
hafa mikið samstarf við þessa aðila auk
annarra sem koma fram í Hörpu og koma
að dagskrárgerð annarra tónlistar-
viðburða,“ útskýrir hún. „Það eru mis-
munandi rekstrarform á tónlistarhúsum
en þetta á auðvitað allt eftir að móta.“
Aldrei of mikið af því góða
– Þú skrifaðir grein í Morgunblaðið fyrir
nokkrum árum þegar þú hvattir til þess að
Austurbæjarbíó yrði gert á ný að lista- og
menningarmiðstöð. Einhverjir túlkuðu
orð þín svo að þú hefðir horn í síðu tón-
listarhússins. Var það svo?
„Alls ekki, ég skil ekki alveg hvernig
nokkrum gat dottið það í hug. Það sem ég
var að benda á þar var að það væri full þörf
fyrir Austurbæjarbíó þrátt fyrir að við
ættum von á tónlistarhúsi því þessi tvö
„Mikilvægt
að þetta verði
tónlistarhús
allra Íslendinga“
Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari hefur
verið ráðin í stöðu tónlistarstjóra tónlistar- og
ráðstefnuhússins Hörpu og mun hún hefja störf 1.
ágúst nk. Steinunn ræddi við blaðamann um hið
nýja starf sem hún segir afar spennandi.
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is
Lesbók