SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 16
16 18. júlí 2010 Þ ú hefur varað Íslendinga við því að ganga í Evrópusambandið. Bretland hefur verið þar innanborðs í næstum 40 ár og hefur því mikla reynslu af verunni þar. Hvernig sáuð þið Bretar málið fyrir ykkur þegar þið genguð í sambandið á sínum tíma? „Í fyrsta lagi er rétt að undirstrika að Ísland er fullvalda ríki, þið eruð sjálfstætt fólk og þekkt fyrir það og þið eruð sömuleiðis eitt elsta lýðræðisþjóðfélag heimsins. Sama hvaða ákvörðun þið takið þá mun ég styðja ykkur. Ef þið viljið nýta fullveldi ykkar til þess að afnema fullveldið þá er það auðvitað ykkar ákvörðun. Ég segi þetta sem vinur Íslands og vinur íslensks lýðræðis. Þegar þú sérð að vinur er að fara að gera sömu mistök og þú sjálfur hefur þegar gert þá er það minnsta sem þú getur gert að vara hann við því. Við Bretar gengum í Evrópusambandið, eða réttara sagt forvera þess, í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar vegna örvæntingar og vonleysis. Þetta var vafalaust einn versti tímapunkturinn í breskri nútímasögu. Við bjugg- um m.a. við hrinu verkfalla og hrun í efnahagslífinu. Það er útilokað að við hefðum samþykkt að ganga í sam- bandið áratug áður eða áratug síðar. Við hefðum einfald- lega ekki verið nógu svartsýn til þess. Þegar við gengum til liðs við Evrópusambandið hugsuðum við sem svo að það væri vissulega ýmislegt við það sem okkur líkaði ekki en við myndum einfaldlega breyta því. Og í sannleika sagt var enginn að reyna að telja okkur trú um að við gætum breytt einhverju, við töldum okkur trú um það sjálf. Við töldum að innganga myndi hjálpa okkur efnahags- lega, auka samkeppnishæfni okkar o.s.frv. en ekkert af þessu gerðist hins vegar. Í stað þess að verða aðilar að frjálsum markaði, eins og við héldum að við hefðum samþykkt að verða, áttuðum við okkur á því að við vor- um orðin hluti af markaði sem var byggður á gríðarlegu regluverki sem varðaði jafnvel smæstu og ómerkilegustu atriði daglegs lífs venjulegs fólks. Fólk hélt að málið snerist um alþjóðlega samvinnu en gerði sér alls ekki grein fyrir því að með því að ganga í Evrópusambandið vorum við að gangast undir nýtt lagakerfi sem yrði æðra okkar eigin lögum og væri ákveðið af fólki sem breskur almenningur hefði ekkert yfir að segja.“ – Sjávarútvegsmálin vega þungt í umræðunni um Evrópumál á Íslandi. Telur þú að Íslendingar gætu fengið varanlega undanþágu frá sameiginlegri sjáv- arútvegsstefnu Evrópusambandsins og haldið fullum yfirráðum yfir auðlindum Íslandsmiða? „Öll ríki Evrópusambandsins eru aðilar að sameig- inlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins. Lúxemburg er aðili að henni þrátt fyrir að búa ekki yfir neinni strand- lengju og hvað þá fiskimiðum. Fiskveiðistefnan nær ein- faldlega jafnt til allra og samkvæmt henni eru fiskimið skilgreind sem sameiginleg auðlind sem öll ríki Evrópu- sambandsins eiga jafnan aðgang að. Því verður ekki breytt. Það sem verður hins vegar gert í tilfelli ykkar Ís- lendinga er að lögfræðileg viðbót verður látin fylgja að- ildarsamningi ykkar þar sem mun koma fram að ekkert í samningnum afnemi fullveldi Íslands yfir fiskimiðunum í kringum landið, eitthvað á þá leið. Látið verður líta út fyrir að þetta tryggi yfirráð Íslendinga yfir auðlindinni ykkar í hafinu. Tímasetningin fyrir þetta útspil verður vandlega valin. Allt í einu verður tilkynnt að tekist hafi að ná frábærri niðurstöðu um sjávarútvegsmálin og að fiskimiðin í kringum Ísland verði eingöngu fyrir íslenska sjómenn. Síðan þegar þið eruð komin inn í Evrópusam- bandið mun dómstóll sambandsins einfaldlega úrskurða að þessi viðbót stangist á við sáttmála þess og dæma hana ógilda. Þetta hefur gerst í tilfelli flestra ríkja Evrópusam- bandsins með einum eða öðrum hætti. Þetta er nákvæm- lega það sama og gerðist t.d. í tilfelli okkar Breta varðandi undanþágu frá reglum Evrópusambandsins um 48 stunda vinnuviku sem kveðið var á um í Maastricht- sáttmálanum. Lögfræðingar okkar settu saman eins skýran lagatexta og þeir gátu um að Bretland fengi und- anþágu frá þessari reglu sem síðan fylgdi sáttmálanum. Um tveimur árum síðar var látið reyna á þessa und- anþágu sem við töldum okkur hafa samið um fyrir Evr- ópudómstólnum og dómstóllinn felldi hana úr gildi. Þetta er að mínu mati það sem þið Íslendingar eigið í vændum og þið þurfið að vera undir það búnir. Fáir vinir á Evrópuþinginu – Ísland var til umræðu á Evrópuþinginu nýverið þar sem þingið fagnaði umsókn íslenskra stjórnvalda og lagði ennfremur áherslu á ákveðin skilyrði af hálfu þess vegna umsóknarinnar. Þú tókst þátt í þessum um- ræðum. Hvað geturðu sagt mér um það mál? „Í fyrsta lagi er rétt að geta þess að Ísland á ekki marga vini á Evrópuþinginu vegna þess að árum saman litu flestir sem þar hafa setið árangur ykkar Íslendinga utan Evrópusambandsins hornauga. Þeir litu svo á að þið hefðuð alla kostina við veru í sambandinu en tækjuð ekki þátt í öðrum hlutum þess. Þegar þið síðan lentuð í þess- um erfiðleikum með bankana ykkar komu margir þeirra til mín, vegna þess að ég er þekktur fyrir að vera mikill stuðningsmaður Íslands, og hlökkuðu yfir því að ykkur gengi ekki nógu vel og sögðu að þið hefðuð í raun fengið það sem þið ættuð skilið. Nú þyrftuð þið að ganga í Evr- ópusambandið og uppfylla skilyrði sambandsins enda væri kominn tími til. Það sem hefur angrað þá er sú stað- reynd að ef lítið land eins og Ísland getur náð slíkum ár- angri utan sambandsins eins og þið hafið gert á undan- förnum áratugum þá gæti það leitt til þess að ríkin telji hag sínum ekki best borgið innan Evrópusambandsins. Þessi afstaða lýsti sér einmitt vel í umræðum um Ísland á Evrópuþinginu á dögunum þar sem þingmenn tengdu tvö algerlega óskyld mál við inngöngu í Evrópusam- bandið, annars vegar hvalveiðar og hins vegar svokallaða Icesave-deilu við bresk og hollensk stjórnvöld. – Það má segja að Evrópusambandið standi á ákveðnum tímamótum og að framtíð þess sé að mörgu leyti óljós. Telurðu að sambandið eigi framtíðina fyrir sér? „Evrópusambandið glataði lýðræðislegri réttlætingu sinni endanlega þegar franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæða- greiðslum árið 2005 og ráðamenn í Brussel kusu að hunsa þær niðurstöður. Það má færa rök fyrir því að þeim punkti hafi verið náð áður, en eftir þjóðaratkvæðin í Frakklandi og Hollandi getur enginn haldið því fram að almenningur í ríkjum Evrópusambandsins sé hlynntur þeirri þróun sem átt hefur sér stað síðan þá. Hætt var við sjö þjóðaratkvæðagreiðslur vegna þess að allir vissu að niðurstaðan yrði ekki sú sem forystumenn sambandsins vildu ná fram. Þeir beinlínis sögðu að það yrði að koma málinu í gegn án þess að fólk fengi að segja álit sitt á því vegna þess að því yrði annars hafnað. Evrópusambandið er komið á það stig að vera nánast algerlega sama um af- stöðu almennings. Litið er á almenningsálitið fyrst og fremst sem hindrun sem þurfi að komast framhjá fremur en ástæðu til þess að endurmeta stefnuna. Ég á satt best að segja ekki von á því að Evrópusambandið verði lengur til staðar eftir 20 ár.“ – Þú hefur verið talsmaður þess að Bretland segi skilið við Evrópusambandið. Telurðu líklegt að það eigi eftir að gerast? „Hver einasta skoðanakönnun í Bretlandi undanfarin ár hefur sýnt að Bretar vilji ganga úr Evrópusambandinu. Ég er ekki í vafa um að ef þjóðaratkvæði færi fram á morgun myndum við yfirgefa sambandið. Engir af stóru stjórnmálaflokkunum í Bretlandi stefna hins vegar að því að slíkt þjóðaratkvæði verði haldið. Hins vegar er ljóst að stjórnmálaflokkar geta ekki hunsað vilja almennings að eilífu. Og þegar að því kemur að við segjum skilið við Evrópusambandið þá vona ég að samband okkar við það verði með hliðstæðum hætti og ykkar. Ekki nákvæmlega eins en þannig að við höfum aðgang að mörkuðum Evr- ópusambandsins en stöndum utan við pólitíska samrun- ann innan þess og getum með sjálfstæðum hætti samið við ríki utan þess um viðskipti. Satt að segja held ég að sú leið sem Svisslendingar fóru sé talsvert betri en aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu eins og þið búið við. Þeir þurfa ekki að taka upp neitt regluverk frá Evrópusam- bandinu nema í gegnum tvíhliða samninga. Hins vegar er ljóst að það magn regluverks sem þið þurfið að taka yfir sem aðilar að EES er mjög lítið samanborið við ríki innan Evrópusambandsins.“ Vinir vara vini sína við Sem þingmaður á Evrópuþinginu fyrir breska Íhalds- flokkinn hefur Daniel Hannan verið mjög gagnrýninn á starfsemi Evrópusambandsins. Þá hefur hann verið talsmaður þess að Bretar segi skilið við sambandið. Viðtal Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Dan þing Íhald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.