SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 51
18. júlí 2010 51
ann eða þjóðmál í myndlist en þetta er að breytast. Mér
finnst myndlistin vera orðin samfélagstengdari en áður
enda var kominn tími á að myndlistin og myndlist-
armenn færu að taka á samfélagslegum málefnum.“
Hlynur segist finna fyrir því að þegar myndlistin geri
samfélagið að umfjöllunarefni sínu þá nái hún oftar en
ekki að vera alveg með púlsinn á hlutunum.
„Myndlistarmenn eru oft skrefinu á undan, kannski
vegna þess að þeir þurfa ekki að fara eftir sömu gildum
og viðteknum venjum og aðrir heldur geta leyft sér að
hugsa út fyrir kassann og sjá hið stærra samhengi hlut-
anna,“ segir Hlynur. Hann er ekki hættur afskiptum af
pólitík en hann hefur lengi vel verið viðriðinn VG og sit-
ur enn í stjórn flokksins þó að hann segist vera eilítið að
draga sig í hlé. „Ég hef ákveðið að einbeita mér meira að
myndlistinni enda er pólitíkin tímafrekt áhugamál og
ekki alltaf jafn gefandi. Ég hef mjög mikinn áhuga á
stjórnmálum og samfélagsmálum og finnst voða gott að
vinna í báðum fögum þó að ólík séu. Þó eiga þessir
heimar líka margt sameiginlegt enda vinnum við bæði
með einhverskonar útópíur og erum sífellt að leita nýrra
lausna.“
Handverksbyltingin innan SÍM
Áslaug Thorlacius sagði af sér formennsku eftir sjö ára
starf á haustdögum 2009 og tók Hlynur við formennsku
af henni. „Ég var í raun bara sjálfkjörinn því hin tvö
framboðin voru dregin til baka. Það kom mér því á óvart
að fá síðan mótframboð fyrir aðalfundinn núna í vor.“
Eins og kunnugt er orðið hafði Hrafnhildur Sigurð-
ardóttir textíllistakona betur er hlutkesti var varpað til
að skera út um úrslit jafnra kosninga á aðalfundi SÍM
hinn 6. mars sl. „Mér fannst mjög absúrd að þessi staða
skyldi hafa komið upp og ég var næstum því feginn að
þurfa ekki að vera áfram formaður undir þessum kring-
umstæðum. Aðalfundurinn var haldinn á skrítnum tíma
eða í kjölfar afgreiðslu listamannalauna en eftir úthlutun
þeirra gætir alltaf smáóánægju meðal listamanna enda er
bara lítið brot af listamönnum sem fær listamannalaun.
Kosningin endurspeglaði þessa ónægju en einnig hef ég
orðið var við það að sumum finnst ég tilheyra einhverri
listaelítu sem fær allt upp í hendurnar.“ Hlynur segist
hissa á því hvernig skiptingin milli listmiðla virðist
halda sér þó að margir vinni með ýmsa miðla. „Þetta er
greinilega mjög fastmótað ennþá enda voru þetta að-
allega félagsmenn Textílfélagsins sem stóðu fyrir hinni
svokölluðu hallarbyltingu.“ Hlynur vonast til þess að
SÍM haldi áfram að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum
félagsmanna sinna. „Mér þætti mjög sorglegt að sjá SÍM
drabbast niður því það kom mér verulega á óvart hvað
það eru margir starfandi myndlistarmenn sem ekki eru í
SÍM en það er eitthvað sem er þörf á að rannsaka.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
’
Myndlist-
armenn eru oft
skrefinu á und-
an, kannski vegna
þess að þeir þurfa
ekki að fara eftir
sömu gildum og við-
teknum venjum og
aðrir heldur geta leyft
sér að hugsa út fyrir
kassann og sjá hið
stærra samhengi
hlutanna
Hlynur í eldhúsinu sem jafn-
framt er gallerí, eins og aðrar
visterverur heimilisins. Eigin-
kona Hlyns, Kristín Þóra
Kjartansdóttir, gluggar í tölv-
una við eldhúsborðið.