SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 43
18. júlí 2010 43 Á þessari hásumarstíð sem nú ríkir nennir ekki nokkur maður að hanga inni í húsi og auk þess er þetta sá tími sem flestir eru í sumarfríi. Af þessum sökum eru fjöll og firnindi morandi í útivistarþyrstum Íslendingum. Borgarflýjandi fólk flæðir yfir landsbyggðina og allir eru áfjáðir í að njóta náttúrunnar alveg í botn. Enginn vill missa af sumrinu. Ofvirkni verður almenn og líkamlegt þol og þor eykst til muna. Viðþolslausir klífa landsmenn ný fjöll, sigra fleiri firði, skoða sem flest þorp og útnára, synda í sjónum og gleypa í sig súrefni í sem mestu magni. Vekja jafnvel upp í sér sveita- durginn eða dreifbýlistúttuna. Allt er þetta hið besta mál og full ástæða til að hvetja fólk til að stíga skrefið til fulls í hungri eftir hverskonar náttúru og taka sér fugla himinsins til fyrir- myndar, kýrnar í túninu, lömb- in í lautinni og hrossin í hag- anum. Fólk ætti hiklaust að nota sumarið til að framkalla fugla- söng hvað í öðru, baula jafnvel í tíma og ótíma. Finna í sér nautseðlið, krafla og krafsa með löppunum og stanga og hnoða með hausnum sinn heittelskaða. Konur gætu tileinkað sér gimbrajarm þegar þær langar í gott í kroppinn og hver getur staðist karl sem kumrar eins og hrútur þegar hold hans vex til ástarleikja? Eða getur nokkur karl staðist konu sem hneggjar eins og hryssa í látum þegar lendar hennar loga? Rekið nú dúandi barminn framan í nautin ykkar (karlana) kæru konur og baulið biðjandi eftir kossum þeirra. Brokkið og töltið hvenær sem því er við komið og sláið til tælandi taglinu. Skvettið upp rassinum. Leikið lausum hala og slettið úr klaufunum. Dillið dyndlum á fjallatoppum og látið ekki hjá líða að kasta ykkur niður í grængresið og kljást svolítið. Staldrið við í þúfnaganginum og nartið hraustlega hvert í annars feld. Lítið á nálægan grasblett sem hvern annan skeiðvöll og takið hvort annað til kostanna. Sjáumst aftur að afloknu dýrslegu sumarfríi! Hneggjandi hold og baul- andi brjóst Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Kynhegðun nautgripa getur kennt okkur ýmislegt. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ’ Konur gætu tileinkað sér gimbra- jarm þegar þær langar í gott í kroppinn og hver getur staðist karl sem kumrar eins og hrútur þegar hold hans vex til ástarleikja? Gatan mín É g er alin upp úti á landi og er ekki stundum sagt að allt líf okkar litist af æskunni? Þegar ég fluttist til Reykjavík- ur um tvítugsaldurinn bjó ég fyrstu árin vestur í bæ en það var eins og ég fyndi sjálfa mig loksins aftur þegar ég flutti í austurborgina. Var fyrst hér í Skipasundi en fluttist hingað í Álf- heimana fyrir um það bil fimm árum og er alsæl hérna. Þetta hverfi minnir mig í raun á friðsælt sveitaþorp úti á landi og þannig samfélagi vil ég búa í,“ segir Kristjana Brynja Sigurðardóttir. Álfheimar tengja saman Suðurlandsbraut og Langholtsveg. Ofanvert við götuna eru þríbýlis- hús en neðra eru fjölbýlishús sem liggja niður að Laugardalnum. Þessar blokkir, sem eru byggðar fljótlega upp úr 1960, eru alls átta talsins með þremur stigagöngum hver. „Ótrúlega margir eiga góðar minningar sem tengjast Álfheimunum. Oft hitti ég fólk sem er orðið harðfullorðið og segir mér með bliki í auga að það hafi átt ömmu eða afa sem bjó í einhverri blokkanna hér. Með öðrum orðum sagt þá hefur myndast hér afskaplega góð blanda íbúa sem eru á öllum aldri. Nokkrir frumbyggjanna eru hér ennþá en mikið af yngra fólki sem jafnvel hefur einhver tengsl við þetta svæði. Og eins og gjarnan er í hverfum sem byggðust fyrir kannski fjörutíu árum þá er þar orðin endurnýjun kynslóða og þá mikill barnafjöldi. Einmitt það gerir mannlífið hér í Álfheimum svo skemmtilegt. Fyrir dóttur mína, Sigurlaugu Þóru sem er ellefu ára, er aðeins örstutt í Langholtsskóla, þar sem gengið er eftir upplýstum göngustíg. Nálægðin við skólann er raunar ein af helstu ástæðum þess að ég flutti mig hingað á sínum tíma,“ segir Brynja. Í fjölmennu hverfi er margbreytt mannlíf. Einn er svona og annar hinsegin. Meginþorra fólksins semst prýðilega við samferðafólk sitt en á því geta verið undantekningar. Eða hver þekkir ekki geðvonda karlinn sem hleypur út á eftir krökk- unum þegar gert er bjölluat eða konuna sem stekkur út þegar einhver missir bolta inn á lóðina hennar? Svoleiðis týpur eru alltaf til; sumar í raunheimum en aðrar lifa í sjálfstæðu lífi ímynd- unaraflsins. „Blessunarlega erum við laus við svona fólk hér í Álfheimum. Flestir komast af- skaplega vel af við nágranna sína og þetta hverfi er að mestu leyti laust við þá menningar- sjúkdóma sem eru svo víða áberandi,“ segir Brynja. Álfheimar eru á býsna góðum stað, gatan við austurbotn Laugardalsins og hefur þar skjól frá Hálogalandshæð, þar sem Langholtskirkja og Sól- heimablokkirnar gnæfa yfir svo sést vítt að. „Á sumrin er þessi staður í raun engu líkur. Ég hef fallegar suðursvalir þar sem sólar nýtur allan daginn. Á góðum sumardögum eins og núna er sólin komin upp á miðjum morgni og síðla kvölds sést hún setjast vestur í Faxaflóa svo himininn logar og Snæfellsjökull er gylltur. Sólin í Álfheim- unum er afar sérstök. Og í þessum hitapotti hér eru ræktunarskilyrðin alveg frábær. Ég rækta tóbakshorn í blómapotti úti á svölum og þar er ég einnig með kassa hvar matjurtir eins og graslauk- ur og steinselja dafna alveg prýðilega. Og hér fyr- ir utan er stór lóð sem er frábær leikvöllur krakkanna, þar sem þau una sér frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld. Þetta og svo margt annað gerir Álfheimana að bestu götu bæj- arins og finnst mér það vera síst ofmælt.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Sól í Álfheimunum 1 Reykjavík Álf he im ar Suðurlandsbraut Reykjavegur Laugarásvegur Árm úli Sundlaugavegur Langholtsvegur Síðum úli 2 1. Héðan úr Álfheimunum er alveg mátulegur göngu- túr um dalinn í Laugardalslaugina, þangað sem við mæðgur förum oft. Maður hittir gjarnan skemmtilegt fólk í laugunum enda eru heitu pottarnir alveg frábær- ir. Notalega heitir. Sundlaugarnar eru einstök lífsgæði okkar Íslendinga. Þá má heldur ekki gleyma þeirri paradís sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er með alla sína möguleika til afþreyingar enda elska allir krakkar, sama á hvaða aldri þeir eru, að koma þar við. 2. Komi gestir í heimsókn til mín finnst mér gaman að bjóða þeim á Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laug- ardal. Súkkulaðikakan þar er sjúkleg og á heimleið úr sundlaugunum er notalegt að koma þar við og fá sér salat. Svo er líka gaman að rölta um í garðinum, þar sem sjá má líklega flestar þær plöntur sem dafna á Ís- landi. Þá er fuglalífið við andatjörnina þarna fjölbreytt og kvak fugla heyrist alla leið heim í Álfheima. Uppáhaldsstaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.