SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 17
18. júlí 2010 17 Daniel Hannan er fæddur árið 1971 í Lima, höfuðborg Perú. Hann stundaði nám við Oxford-háskóla og útskrifaðist þaðan með meistaragráðu í sagn- fræði. Hann tók fyrst sæti á Evr- ópuþinginu árið 1999 og hefur setið þar síðan. Hann hefur ennfremur verið leiðarahöfundur hjá breska dag- blaðinu Daily Telegraph og heldur úti vinsælli bloggsíðu á heimasíðu blaðs- ins. Þá hefur hann ritað ýmsar bækur bæði um Evrópumál og stjórnmál al- mennt. Hannan hefur verið mjög gagnrýninn á Evrópusambandið og m.a. talað fyrir því að Bretar segðu skilið við sam- bandið og gerðust á ný aðilar að Frí- verslunabandalagi Evrópu (EFTA) með Íslandi, Noregi, Sviss og Liechten- stein. Einkum á þeim forsendum að ríkjum EFTA hafi tekist að tryggja mun meiri lífsgæði fyrir íbúa sína en Evr- ópusambandið. Þá segir hann sam- bandið ólýðræðislegt skriffinnskubákn sem taki sífellt til sín meira af fullveldi ríkja sinna. Hannan var einn af fáum breskum stjórnmálamönnum sem tóku upp hanskann fyrir Íslendinga þegar rík- isstjórn Gordons Brown beitti hryðju- verkalögum gegn íslenskum hags- munum í Bretlandi haustið 2008 og krafðist endurgreiðsla frá Íslendingum fyrir Icesave-innlánsreikninga Lands- banka Íslands. Hannan var einnig einn fárra breskra þingmanna sem lögðust á sínum tíma gegn innrás Breta og Bandaríkjamanna í Írak. Þá hefur hann gagnrýnt harðlega hvernig kínversk stjórnvöld hafa gengið fram gegn íbú- um Tíbet. Þess má að lokum geta þess að Hannan hefur heimsótt Ísland reglu- lega undanfarna tvo áratugi og hélt m.a. steggjarveislu sína hér á landi á sínum tíma. Hver er Daniel Hannan? ’ Evrópusam- bandið er komið á það stig að vera nánast algerlega sama um afstöðu almennings. Litið er á almenningsálitið fyrst og fremst sem hindrun sem þurfi að komast framhjá fremur en ástæðu til þess að endurmeta stefnuna.“ niel Hannan gmaður breska dsflokksins. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.