SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 38
38 18. júlí 2010
Ý
mis hallæri, harðindi og plágur
sem yfir Ísland hafa gengið
náðu aldrei til Vestfjarða enda
er stutt í gjöful fiskimið, fugl og
egg í björgum, og galdramenn þar hafa
ávallt verið öðrum fjölkunnugri. Þótt fög-
ur fjöllin hafi reynst Vestfirðingum
skeinuhætt þá hafa þau einnig varið þá
sem búa í skjóli þeirra fyrir ýmsum óvær-
um. Í fjörðum þar vestra leynist víða fag-
urt mannlíf.
Hinn íslenski fjörður
Einn þessara fjarða, Önundarfjörður,
hlýtur að teljast með fallegri fjörðum á
landinu. Innst í firðinum er hið formfagra
fjall Hestur, þar er Holt sem var mikið
höfuðból og prestsetur um aldir og meðal
bestu brauða landsins vegna ýmissa
hlunninda, þar stendur þorpið Flateyri á
eyri á móti fjallinu Þorfinni sem rís bratt
upp úr firðinum og þar eru fjögur Kirkju-
ból. Minna dugar ekki til. Í Önundarfirði
eru jafnframt fallegar gullnar skeljasand-
sstrendur og líflegt fuglalíf. Þetta er hinn
sanni íslenski fjörður.
Að standa vigtina
Í þorpinu Flateyri, þar sem um 300
manns búa, er líflegt mannlíf á fallegum
sumardegi. Ferðamönnum sem leggja leið
sína á Vestfirði hefur fjölgað mjög og eru
Íslendingar stór hluti þeirra. Þeim stend-
ur ýmislegt til boða á Flateyri. Í bókabúð-
inni innan um innréttingar frá árinu 1908
stendur Sunna Dís Másdóttir vaktina, ell-
egar vigtina, því þar er bókvitið ekki
reiknað í krónum og aurum heldur er
kílóið af bókum einfaldlega selt á 1.000
krónur. Það hefur reynst Önfirðingum
ágætlega að selja í kílóum, s.s. fisk og æð-
ardún. Bókabúðin er rekin af Minjasjóði
Önundarfjarðar og bækurnar sem þar eru
seldar hafa verið gefnar í búðina til
styrktar sjóðnum. „Flestar bækurnar
koma úr nágrenninu og fólk vill gjarna að
aðrir njóti þeirra og styrkir Minjasjóðinn
um leið með því að gefa okkur bækurnar.
Margir koma einnig keyrandi með bækur
frá Reykjavík og svo gleymir fólk sér tím-
unum saman enda leynast hér ýmsir gull-
molar,“ segir Sunna Dís og dregur fram
eintak af Öddu-bókunum sem vinsælar
voru meðal ungra stúlkna upp úr miðri
síðustu öld.
Hagleiksmenn á háum aldri
Í húsi sem áður hýsti kaupfélagið er kaffi-
hús þar sem boðið er upp á kaffi og kökur
sem eru íslenskari en annars staðar. Þar
hefur einnig handverkshópurinn Purka
aðstöðu og býður til sölu muni sem fé-
lagar hópsins hafa gert og má þar m.a.
finna glerlistaverk eftir níræða hagleiks-
menn og -konur. Starfsemin hefur undið
upp á sig en sérstaklega mikið er að gera
þegar skemmtiferðaskipin koma á Ísa-
fjörð og farið er með ferðamennina í
dagsferðir um nágrennið. Síðasta sumar
seldist nær öll framleiðsla vetrarins upp
og ekki er annað að heyra en að bjartsýni
ríki varðandi þetta sumar.
Önnur tegund útgerðar við höfnina
Við höfnina á Flateyri er ekki eingöngu
hin hefðbundna hafnarstarfsemi allsráð-
andi. Þar er einnig gert út á ferðamenn.
Sigurður Hafberg, sem rekur fyrirtækið
Grænhöfða og býður gistingu og ferðir á
kajak, er að búa sig undir að fara með
nokkra ferðamenn í kajakróður um hinn
fagra fjörð. Sigurður lætur ekki lengi tefja
sig við blaður, slíkt er ekki háttur Önfirð-
inga, en segir sumarið hafa verið gott og
einnig síðasta sumar. „Nú stendur vind-
urinn út fjörðinn þannig að við róum út
fyrir til að vera í skjóli við eyrina,“ segir
Sigurður um leið og hann ýtir kajak út í
höfnina og ræðarinn, vösk ung kona frá
Kanada, finnur jafnvægið og tekur fyrstu
áratogin.
Það eru fleiri útlendingar á ferli við
höfnina. Fyrirtækið Hvíldarklettur hefur
byggt upp mikla starfsemi á Flateyri og
Suðureyri í kringum dorgveiði erlendra
ferðamanna. Flestir dorgveiðimennirnir
koma frá Þýskalandi og er hver hópur,
sem telur um 50 manns, í viku við veiðar.
Nokkrir Þjóðverjar eru að búa sig undir að
fara í róður en þeir komu deginum áður.
Þeir hlakka til að byrja veiðarnar og segj-
ast vita að þeir muni veiða vel, það hafi
allir gert sem hingað hafi komið og hér
séu aðstæður hinar bestu. Þeir segjast
hvorki hræðast vind né veður en hins
vegar hafi árangur þýska landsliðsins á
heimsmeistaramótinu í knattspyrnu ei-
lítið truflað veiðarnar enda þurfti að horfa
á alla leikina. Það er stutt í þýska stálið
þegar veiðimennirnir eru spurðir hvað
þeim finnist um þýska landsliðið núna:
„Við erum ánægðir með árangurinn en
ekki spilamennskuna.“
Íslendingar geta leigt báta hjá Hvíld-
arkletti til að fara að dorga á eigin vegum
en á Flateyri býður einnig fyrirtækið
Hlunnar upp á dorgveiðar og skemmti-
siglingu og er þá farið út á bátnum Blossa
með skipstjóra.
Gömul götu- og bílamynd
Við aðalgötuna á Flateyri standa hús frá
aldamótunum 1900 og því fellur það
ágætlega að götumyndinni þegar 1963-
árgerð af Scania Vabis-rútu kemur
skröltandi fram hjá. Rútan er innréttuð
sem húsbíll og þar er á ferð Ingvar Guð-
mundsson með fjölskyldu sína. Ingvar er
vélvirki og rekur verkstæði í Hafnarfirði
en á sumrin fer hann í ferðir um landið og
gerir við tæki og tól bænda og verktaka.
Fjölskyldan er tekin með í ferðalagið og
þetta heitir sennilega að sameina vinnu og
fjölskyldulíf. Aðspurður hvort ekki kosti
sitt að ferðast um á rútu og hvað hún nú
eyði svarar Ingvar snöggt: „Hún eyðir öllu
sem sett er á hana.“ Svona spurningar
eiga náttúrlega ekki rétt á sér þegar fólk
er í fríi með vinnu, og allra síst þegar það
er kreppa. En ljóst er að það sparast gisti-
kostnaður undir fjölskylduna.
Mannlífið þarf að næra
Þar sem allt þetta mannlíf iðar á fallegum
sumardögum þarf einnig að næra það og á
Flateyri er góður staður til að metta
svanga munna. Vagninn á Flateyri hefur
verið til um árabil og hefur öðlast klass-
ískan sess í skemmtanasögu Íslendinga og
stendur enn fyrir sínu. Kristján Torfi Ein-
arsson er rekstrarstjóri Vagnsins og Atli
Ottesen kokkur ber ábyrð á matseðlinum.
Atli segir að alltaf sé boðið upp á ferskan
fisk og lambið skipar sérstakan sess.
„Lambakjötið í Önundarfirði er frægt að
gæðum enda óvíða grænni og grösugri
hlíðar,“ segir hann með þunga enda um
mikilvægt mál að ræða. Kristján Torfi
segir að um helgar séu enn haldin hefð-
bundin böll og diskókvöld og ennfremur
var mikið líf vegna heimsmeistaramótsins
í knattspyrnu en leikirnir voru sýndir á
Vagninum. „Það voru náttúrlega þýsku
dorgveiðimennirnir sem hertóku staðinn
og svo undarlegt sem það virðist vera þá
urðu þeir mjög þyrstir við að horfa á fót-
bolta þótt þeir hreyfi sig ekkert,“ segir
hann kíminn.
Kajakræðarar halda í róður í fallegum firði.
Annað Ísland
Vestfirðir hafa löngum verið annað Ísland og það
upplifa allir sterkt sem þangað leggja leið sína.
Steinar Þór Sveinsson
Erlendir ferðamenn skoða handverkið í Purku.
Ferðalög