SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 40
40 18. júlí 2010
É
g heillaði hana upp úr skónum
með því að bjóða henni upp á
grillaðar andabringur,“ segir
Óskar Andri Víðisson sem
kynntist sambýliskonu sinni, Ingu Rúnu
Guðjónsdóttur í björgunarsveitinni Ár-
sæl. Þau láta ekkert tækifæri ónotað til
að bregða sér út fyrir bæjarmörkin, slá
upp tjaldi og njóta náttúrunnar.
„Við reynum yfirleitt að fara í öllum
fríum út úr bænum og til dæmis eru
næstu þrjár fríhelgar skipulagðar,“ segir
Inga. „Helst viljum við vera fyrir utan
venjuleg tjaldsvæði, og vera bara tvö ein
úti í náttúrunni. Það eina sem bindur
okkur er að hafa vatn og það er jafnvel
hægt að hafa með sér á brúsa.“
Óskar kinkar kolli. „Við erum sjaldan
tvær nætur á sama stað eða lengur, held-
ur mikið á ferðalagi,“ segir hann en sér-
saumað tjald sem er áfast yfirbyggðum
palli á bílnum þeirra auðveldar slíka
ferðatilhögun til muna. „Fyrir okkur
sem viljum vera hreyfanleg er þetta mjög
sniðugt. Þegar hlerinn á pallhúsinu opn-
ast út er tjaldið á milli. Þá er lengdin á
pallinum akkúrat tveir metrar sem duga
sem svefnpláss. Þar sem við erum svolít-
ið frá jörðinni erum við vel einangruð frá
kuldanum. Og þegar við keyrum eitt-
hvað erum við ekkert háð því að þurfa að
koma aftur til baka á sama stað.“
Ódýrara en daglegar steikur
Hefðbundinn grillmatur hefur ekki farið
fram hjá þeim tveimur en eins og Óskar
útskýrir verður slíkt fæði verulega leiði-
gjarnt til lengdar. Þau hafa því vanið sig
á ýmiss konar einfalda siði í útilegunum,
til að komast hjá slíkri eldamennsku.
„Þetta byrjaði í fyrra þegar við ákváðum
markvisst að taka venjulegan heim-
ilismat með í útileguna,“ segir Inga.
„Þetta var í enda mánaðarins svo við
vorum svolítið blönk en vildum alls ekki
hætta við ferðalagið. Við tókum því það
með sem við áttum í frystinum, sem var
auðvitað miklu ódýrara en að kaupa allt-
af steikur. Á leiðinni fórum við reglulega
í verslanir til að kaupa meðlæti, s.s.
ferskt grænmeti.“ Hún bætir við að upp-
lagt sé að nota frosinn mat sem kælikubb
fyrir kæliboxið.
Reynslan af þessu fyrirkomulagi var
það góð að síðan hefur það verið venja að
taka með mat úr frystinum, t.d. hakk,
sem nýtist vel í ýmiskonar kássur til til-
breytingar frá grillmatnum.
Þau leggja þó áherslu á að slík mat-
reiðsla sé einföld og að einn pottur dugi
til hennar. „Við erum ekki mikið með
eitthvað sem þarf að gera alveg frá
grunni, heldur kaupum gjarnan pakka-
grýtur eða sósur sem setja má hakk eða
kjúkling í,“ segir Inga.
Öðruvísi
tjaldkrásir
Þau beita ýmsum brögðum til
að eldamennskan í ferðalögum
einskorðist ekki við grillsneiðar
og hamborgara. Einfaldleikinn
er þó alltaf í fyrirrúmi þegar
Inga Rúna Guðjónsdóttir og
Óskar Andri Víðisson setja sig
í kokkastellingarnar í tjaldinu.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is
Inga Rúna og Óskar yfir pottinum í bíltjaldinu með Dynjanda í bakgrunn. Ekki amalegar kringumstæður við eldamennskuna.
Innbakaða pizzan er með því vinsælasta á mat-
seðlinum en afskaplega einföld að elda.
Matur
V
ið hjónin áttum dásamlega viku á Austur-
landi, þar sem við heimsóttum Hótel Edd-
urnar þrjár, á Eiðum, Egilsstöðum og í Nes-
kaupstað. Að þessu sinni ætla ég að einbeita
mér að Héraði þar sem mikil gróska er í matvælafram-
leiðslu og ferðaþjónustu. Þarna merkir fjöldinn allur af
veitingastöðum og matvælaframleiðendum sig með
merki Austfirskra krása. Mataráhugafólk verður að gefa
sér tíma á þessu svæði því það er af nógu af taka, þar má
til dæmis nefna Fjóshornið á Egilsstaðabúinu, þar sem
hægt er að fá yndislega gúllassúpu, skyr, jógúrt og aðrar
mjólkurvörur framleiddar á staðnum úr afurðum frá
búinu. Svo er náttúrlega Gistihúsið á Egilsstaðabúinu
sem hefur verið mjög lengi og er með virkilega
skemmtilegan veitingastað sem minnti okkur hjónin á
skemmtilega veitingastaði á Oxford-svæðinu.
Á Egilsstöðum er frábær veitingastaður á Hótel Héraði
og náttúrlega Kaffi Nilsen. Einnig datt ég inn á mjög
skemmtilegt bókakaffihús í Fellabæ þar sem ég gat feng-
ið hrákökur og speltkökur um leið og ég gluggaði í
gamlar bækur með sögu og sál. Það er algjör skyldu-
heimsókn fyrir fólk á þessu svæði að kíkja á Skriðu-
klaustur þar sem Kausturkaffi býður upp á þjóðlegar
veitingar, það er svolítið eins og að koma í heimsókn til
uppáhaldsfrænku sinnar. Skjöldólfsstaðir eru líka svæð-
isbundinn veitingastaður sem býður upp á kartöflur,
kjöt og jurtir frá svæðinu ásamt íslensku bakkelsi. Áber-
andi svæðisbundnir matvælaframleiðendur eru t.d.
Austurlamb, sem er orðið ansi þekkt um allt Ísland, þar
sem hægt er að kaupa lambakjöt beint frá bændum.
Möðrudalur á Fjöllum sem þekktur er fyrir reykta
geita- og kindakjötið og síðast en ekki síst Móðir Jörð á
Vallanesi þar sem Eymundur hefur í áratugi ræktað líf-
rænt grænmeti, bygg, kartöflur, jurtir og salat, það var
ótrúlega tilkomumikið að heimsækja slíkan frumkvöðul
sem nú er kominn í meiri vinnslu á tilbúnum matvörum
úr þeirra hráefni með dyggri aðstoð heitkonu sinnar
Eyglóar B. Ólafsdóttur, en þau eru fyrirmynd annarra
Slow food Íslendinga. Það er þess vegna sem mér finnst
við hæfi nú á hásumri að gefa uppskrift af hreinu ís-
lensku sumarsalati. Þess má geta að þetta svæði get ég
alls ekki klárað í þessum pistli þannig að seinni hluta
ágústmánaðar mun ég skrifa annan pistil héðan með
áherslu á villibráð, sveppi og ber.
Fyrir áhugasama stöndum við hjónin í samstarfi við
Hótel Eddu á Eiðum, fyrir matartengdri lautarferð hinn
28. júlí nk.
Fjóshornið á Egilsstaðabúinu.
Austfirskar krásir
Gott í
grenndinni
Friðrik V.