SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 20
20 18. júlí 2010 Þ að þarf heilt þorp til að ala upp barn, ku vera málsháttur upp- runninn frá Afríku. Þótt Vest- urlandabúar grípi gjarnan til þessara orða á tyllidögum má deila um hversu mikið þeir fara eftir þeim í dag- legu lífi – í öllu falli hefur áherslan á kjarnafjölskylduna stöðugt aukist und- anfarna öld í hinum vestræna heimi. Sú skoðun hefur orðið æ almennari að ekk- ert komi í staðinn fyrir samveru barna með foreldrum sínum og því er ekki að undra að margir þeirra glíma við stöðugt samviskubit – ef ekki yfir því að hafa ekki nægan tíma með börnunum sínum þá jafnvel yfir því að vilja ekki vera jafn mikið með börnunum sínum og raun ber vitni. Ein þeirra síðarnefndu er Melkorka Mjöll Kristinsdóttir, sem er heimspeki- menntaður bóndi og bústýra að Keldum í Rangárþingi. Hún var með nokkuð ákveðnar hugmyndir um barnauppeldi þegar hún átti eldri son sinn fyrir tæp- lega fjórum árum. „Ég ætlaði að vera heimavinnandi og var mjög á móti leik- skólum enda var ég alveg hörð á því að svona lítil börn þyrftu ekki menntun heldur fyrst og fremst ást og umhyggju. Þar fyrir utan hef ég alltaf verið heima- kær og fundist gaman að eldamennsku og slíku þannig að mér fannst mjög eft- irsóknarvert hlutskipti að vera hús- móðir.“ Þetta viðhorf breyttist nokkuð eftir að sonur hennar kom í heiminn. „Dreng- urinn var lagður á brjóst við minnsta kvart. Hann sofnaði þegar hann var orð- inn þreyttur og var borinn um heimilið nánast eins og hann væri hluti af mjöðm- um móður sinnar,“ segir hún og bætir því við að hún hafi verið mjög sannfærð um ágæti slíkra aðferða, að minnsta kosti til að byrja með. Málin vönduðust þó þegar á leið. „Ég fékk tennisolnboga af öllum burðinum en verra þótti mér að geta örsjaldan farið ein á klósettið, fyrst vegna þess að ég gat ekki skilið barnið eitt eftir frammi en síðar vegna óbilandi áhuga hans á að koma með. Og eftir því sem drengurinn stækkaði urðu næðis- stundirnar sífellt færri.“ Vildi meira en Bóbó bangsa Að auki upplifði Melkorka mikla ein- angrun af því að vera ein á heimilinu yfir daginn með barnið. „Allur dagurinn fór í að kubba og horfa á Bóbó bangsa og ég hreinlega nennti því ekki. Mig vantaði félagsskap og verkefni við hæfi.“ Hún segir að vissulega sé frábært að hafa tækifæri til að vera mikið með barninu sínu, en öllu megi ofgera. „Maður heyrir oft að fólk vildi óska þess að það gæti eytt meiri tíma með fjölskyldunni sinni. Á tímabili var minn draumur hins vegar að vera minna með fjölskyldunni.“ Að lokum ákvað Melkorka að setja drenginn á leikskóla hálfan daginn, en þá var hann orðinn 19 mánaða. „Ég lenti í svolitlu stríði við sjálfa mig um það hvort mér væri stætt á því að vera ekki úti á vinnumarkaðinum þótt barnið væri á leikskólanum. Ég fann líka fyrir því að fólk spurði hvort ég væri ekki að fara að vinna. Þá varð ég fyrst í stað svolítið vandræðaleg og fann fyrir samviskubiti en á endanum komst ég að þeirri nið- urstöðu að ég væri ekki hætt að vera heimavinnandi þó barnið væri í leikskóla hluta úr degi. Auk þess trúi ég því að hlutverk foreldra sé fullt starf og einmitt þess vegna þurfi foreldrar frí frá því á einn eða annan hátt. Sumir foreldrar fara t.d. að líta á vinnuna sína sem tímabund- ið frí frá heimilinu og ég sýni því fullan skilning.“ „Fá þú þér bara kaffi“ Efasemdir um þetta fyrirkomulag létu Melkorku þó ekki í friði fyrr en hún kynntist hugmyndum bandaríska barna- sálfræðingsins dr. Harveys Karp. „Ég var að horfa á Dr. Phil í sjónvarpinu þar sem hann var gestur og skyndilega upplifði ég skilning á aðstæðum mínum sem ég fékk ekki hjá vinkonum mínum sem áttu eldri börn en ég.“ Í þættinum ræddi dr. Karp um að ein- angrun kjarnafjölskyldunnar væri bund- in við Vesturlönd. „Hann benti t.d. á að það væri nýlegt og mjög ónáttúrulegt fyrirbæri að kjarnafjölskyldan byggi svona út af fyrir sig. Áður bjó stór- fjölskyldan saman og deildi bæði vinnunni og gleðinni sem fylgir börn- unum og ef maður horfir enn lengra aftur í tímann þá bjuggu nokkrar fjölskyldur saman. Í öðrum heimsálfum er kjarna- fjölskyldan enn hluti af stærri heild þar sem ekki eru bara afar og ömmur heldur frænkur, frændur og jafnvel fólkið í þorpinu. Í einum þjóðflokk í Afríku ganga ungabörnin t.d. á milli nánast eins og poppkorn í bíó svo stundum halda yf- ir 20 manns á litlu barni á einum degi. Annars staðar hjálpast systur móður- innar að við að hugsa um börn hennar.“ Sjálf hefur Melkorka kynnst slíku við- horfi á eigin skinni. „Ég kynntist fólki frá Filippseyjum í messu sem við fjöskyldan sóttum. Í messukaffinu var viðbúið að ég myndi þurfa að halda á yngri stráknum okkar sem var þá 14 mánaða á meðan ég reyndi að fá mér kökubita með annarri hendinni. Þá kom til mín þessi filipp- eyska kona sem ég hafði aldrei hitt áður og sagði mér að fara bara að fá mér kaffi, hún skyldi halda á barninu. Hún tók við honum og hann var alveg til í að fara með henni, sem við vorum steinhissa á því hann fer yfirleitt að gráta þegar einhver ókunnugur tekur hann. Þegar við fórum að huga að honum stuttu síðar var hann kominn í hendurnar á annarri asískri konu og gekk þannig á milli. Á meðan gátum við drukkið kaffi í ró og næði, sem var bara æðislegt.“ Kenningar Karps höfðuðu það vel til Melkorku að hún ákvað að verða sér úti um bók hans, The Happiest Toddler on the Block. „Þar lýsir hann m.a. því um- hverfi sem mætir börnum þegar þau koma í heiminn. Þau búast ekki við því að lifa innan fjögurra veggja með mömmu sinni allan daginn. Þau eiga von á náttúrulegra umhverfi þar sem fólk býr útivið innan um fullt af dýrum, öðrum börnum og fullorðnu fólki og heyrir vindinn gnauða í trjánum. Eins konar ævintýraveröld.“ Pössun af litlu tilefni „Eftir að ég las þetta fór ég að hugsa um leikskólana á annan hátt: þar er fullt af börnum og margir fullorðnir, tré og garður og kisur bæjarins koma þar við. Leikskólar eru því síður en svo ónátt- úrulegir eða einhver geymslustaður, heldur líkjast einmitt á margan hátt eðli- legu umhverfi fyrir börn. Í dag er ég sannfærð um að leikskólar séu góðir fyrir Að koma í stað trjánna og vindsins Annars staðar á hnettinum finnst fólki það vera hreinasta brjálæði að ætla foreldrum að sjá hjálp- arlaust um uppeldi barna sinna, segir bandaríski barnasálfræðingurinn dr. Harvey Karp. Mel- korka Mjöll Kristinsdóttir hefur kynnt sér kenn- ingar hans en hún er móðir tveggja drengja. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Melkorka Mjöll Kristinsdóttir og Skúli Skúlason maður hennar eru í ríkari mæli farin að njóta aðstoðar annarra við upp- eldi sonanna Jóns Ara sem er á öðru ári og Guðmundar sem er á því fjórða. „Allur dagurinn fór í að kubba og horfa á Bóbó bangsa og ég hreinlega nennti því ekki,“ segir Melkorka og er reynslunni ríkari nú þegar yngri drengurinn, Jón Ari, er kominn til sögunnar. Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.