SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 12
12 18. júlí 2010 Þriðjudagur Sigga Víðis Jónsdóttir – nei, svona grínlaust hvernig er hægt að eiga 700 hárteygjur og finna ekki eina einustu teygju í allri íbúðinni? Muuu … Stúlkan sem var á leið í almenningshlaup með baggaband í hárinu. Fimmtudagur Gerður Kristný þrælaði ungviðinu í gegnum Júra- garðinn. Þetta verður að kunna skil á helstu ævin- týramyndum kvikmyndasögunnar. Snareðlurnar voru jafnbrattar og í Háskólabíói haustið 1993. Dagur Gunnarsson á fjögurra ára son sem veltir þróunarkenning- unni fyrir sér. Við vorum fiskar er afi var markmaður hjá KR. Sigurður Svavarsson þraukar enn í skrifstofufárviðrinu sem nú geis- ar í höfuðborginni … Föstudagur Ármann Guð- mundsson dreymdi í nótt að hann sæi Nóbelsskáldið gubba og segja svo eitthvað aga- lega hnyttið. Man bara ekki hvað … Fésbók vikunnar flett Er of dýrt að leigja bílaleigubíl á Íslandi? N ei, það er ekki of dýrt en það er að sjálf- sögðu dýrt yfir háannatímann. Það eru margar ástæður fyrir því að bílaleigubílar eru dýrir á Íslandi. Háannatíminn nær ekki nema frá byrjun júlí fram í miðjan ágúst eða í aðeins 45 daga. Á þessum tíma er fjöldi bílaleigubíla rúmlega 6.000 og um 35% af þeim leigjast eingöngu í þessar 6 vikur yfir árið. Ferðamönnum fer að fjölga í byrjun maí og stendur það fram í september en þá er nýtingin í heildina að hámarki 50% af heildarflot- anum. Yfir veturinn er ekki markaður fyrir nema 1.200-1.500 bíla flota. Þessar sveiflur kalla á mikla fjárfestingu í nýjum bifreiðum í upphafi hvers sum- ars auk mikils bílaflota sem stendur allan veturinn. Þarna er gífurleg fjárfesting, háir vextir og geymslu- kostnaður auk þeirra affalla sem bílarnir verða fyrir við að eldast þó þeim sé ekki ekið neitt. Greinin hef- ur reynt að auka viðskiptin með mun lægra verði á veturna en á sumrin en það hefur ekki borið tilætl- aðan árangur. Endurnýjunarþörf er mikil, ca 35% hjá bílaleigu sem vill fylgja stöðlum um aldur bíla og öryggi. Af þessari ástæðu er þetta fjárfrek atvinnugrein. Ég mæli alls ekki með að það sé verið að leigja út gamla mikið ekna bíla, við eigum að bjóða upp á örugga gæðavöru á ásættanlegu verði. Við hrun krónunnar hafa bifreiðar, varahlutir, dekk olíur og flest sem viðkemur rekstri bílaleigu hækkað gífurlega. Ferðamenn á Íslandi aka mjög mikið, þ.e. á 7-8 daga ferðalagi má reikna með að eknir séu a.m.k. 2.500 kílómetrar Tryggingaiðjöld á Íslandi eru mun hærri en í ná- grannalöndunum. Þá er tíðni óhappa og slysa einnig meiri. Auk þess sem vegakerfið og umhverfð veldur meira útlitssliti, t.d. skemmdum vegna grjótkasts, rúðubrotum og fleiru sem fylgir mikill kostnaður. Kostnaður við að hafa virk útibú og þjónustubíla víða um landið er mikill. Fyrir þrem árum bárum við saman kostnað við standsetningu og þrif á bílum í þjónustustöð hjá okkur og þjónustustöð á Heathrow-flugvelli í Lond- on, munurinn var ótrúlegur eða nálægt því að vera áttfaldur. Verðleggja þarf þjónustuna a.m.k. ár fyrirfram þannig að óvæntar breytingar á vörugjöldum, tollum eða vsk. geta komið illa niður á okkur, þ.e. ekki er hægt að velta þeim út í verðlagið, vsk. breytingin síðastliðinn vetur lenti alfarið á fyrirtækjunum. Til þess að gæta allrar sanngirni í verðsamanburði við önnur lönd þarf að reyna að komast sem næst því að hafa samanburðinn sem raunhæfastan. Utan há- annar eru bílaleigubílar á Íslandi oft mjög sam- keppnishæfir og jafnvel ódýrari en í nágrannalönd- unum, þá er fólk að aka minna og dugar oft að kaupa pakka með 100 km akstri á dag og í löndum eins og Noregi hafa á veturna verið fáanlegir bílar hér sem eru jafnvel 50% ódýrari en þar. Síðastliðin 10 ár hefur bílaleigubílum fjölgað úr ca 2.000 í rúmlega 6.000 eða í miklu hærra hlutfalli en fjölgun ferðamanna. Þetta hlýtur að þýða það að ferðamennirnir eru sáttir við verðlagninguna, ann- ars hefði þessi vöxtur aldrei orðið. En að sjálfsögðu þarf að gæta hófs og berjast fyrir því að halda kostn- aði í lágmarki og gera sér grein fyrir því að ferða- þjónustan á Íslandi er í samkeppni við önnur lönd og bílaleigurnar eru einn af mikilvægu hlekkjunum í því að viðhalda fjölgun á ferðamönnum til landsins þó að það séu alltaf takmörk fyri því hvað bílaleigur, hótel eða aðrir geti fjárfest mikið til þess að sinna toppnum á háannatíma. MÓTI Bergþór Karlsson Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar U ndanfarin misseri hefur Ísland verið kynnt í Evrópu sem ódýr valkostur fyrir ferðamenn. Bent er á að hrun íslensku krónunnar geri það að verkum að fólk sem býr í Evrópu fái nú mun meira fyrir evrurnar sínar en áður. Þegar fólk fer hins vegar að skipuleggja ferðina til Íslands blasir annar veruleiki við. Mörg hótel á Íslandi gefa verð herbergja upp í evrum og bílaleigur á Íslandi leigja bíla sína út á mun hærra verði en gengur og gerist í Evrópu. Við fjölskyldan búum í Belgíu og höfum reglulega leigt bílaleigubíla þar. Síðastliðið sumar langaði okkur til þess að leigja bíl meðan á dvöl okkar á Íslandi stóð og vorum við tilbúin að borga það sama í evrum og við borgum fyrir sambærilega leigu úti. Verðlagningin kom okkur hins vegar mjög á óvart. Miklu dýrara reyndist að leigja bíl á Íslandi en í Belgíu þrátt fyrir fall krónunnar. Verðið reyndist svo hátt að við hreinlega hættum við að leigja bíl. Ef farið er á heimasíðu Avis á Íslandi kemur í ljós að leiga á bíl í flokki B (Opel Astra 1.4 eða sambærilegur bíll) í vikutíma (frá 20.-27. júlí 2010) kostar 121.800 kr. eða tæpar 771 evrur. Hjá Avis í Belgíu er hægt að fá bíl í sama flokki (WW Golf eða sambæri- legur bill) á sama tímabili á rúmlega 268 evrur. Það er sem sagt 288% dýrara að leigja bíl á Íslandi en í Belgíu! Ekki þekki ég til reksturs bílaleiga og það kann að vera að ein- hverjir rekstrarþættir séu dýrari hér á landi en í Belgíu. Stærð- arhagkvæmni spilar inn í og eins það að ferðamannatímabilið er nokkuð stutt hér á landi. Ég á samt afar erfitt með að skilja að þessir þættir skýri hátt í 300% verðmun á verði bílaleigubíls í þessum tveimur löndum. Í öllu falli er ekki klókt að kynna Ísland sem ódýran valkost fyrir ferðamenn þegar allt annar veruleiki blasir við. MEÐ Sigfús Sigmundsson stjórnmálafræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.