SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 53

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 53
18. júlí 2010 53 Eymundsson 1. Unseen Academicals – Terry Pratchett 2. Under the Dome – Stephen King 3. The Short Second Life of Bree Tanner – Stephenie Meyer 4. The Mask of Troy – David Gibbins 5. Hardball – Sara Patresky 6. I Can See You – Karen Rose 7. Eclipse – Stephenie Meyer 8. Assegai – Wilbur Smith 9. Wicked Prey – John Sanford 10. Ford County – John Gris- ham New York Times 1. Private – James Patter- son og Maxine Paetro 2. Sizzling Sixteen – Janet Evanovich 3. The Girl Who Kicked the Hornet’s Nest – Stieg Larsson 4. The Overton Window – Glenn Beck 5. The Help – Kathryn Stockett 6. Foreign Influence – Brad Thor 7. The Passage – Justin Cronin 8. The Lion – Nelson DeMille 9. Family Ties – Danielle Steel 10. Ice Cold – Tess Gerritsen Waterstone’s 1. The Short Second Life of Bree Tanner – Stephenie Meyer 2. Burned – House of Night Bk. 7 – P.C. Cast, Kristin Cast 3. Kiss of Death – Morg- anville Vampires No. 8 – Rachel Caine 4. The Girl Who Kicked the Hornet’s Nest – Stieg Larsson 5. Dead in the Family: A True Blood Novel 6. The Return: Shadow Souls – Vampire Diaries v. 6 – L.J. Smith 7. The Girl Who Played with Fire – Stieg Larsson 8. Tempted – House of Night Bk. 6 – Kristin Cast, P.C. Cast 9. The Girl with the Dragon Tattoo – Stieg Larsson 10. The Lost Symbol – Dan Brown Bóksölulisti T itill fyrstu ljóðabókar Bergs Ebba Benediktssonar, Tími hnyttninnar er liðinn, ber óneitanlega með sér ansi stóra yfirlýsingu sem vart er þó hægt að slá fram og má því heldur túlka hann sem ósk ljóðskáldsins eða von. Á bókarkápu stendur að ljóðin séu fyrir okkar tíma, ljóð sem sé ætlað að faðma í stað þess að slá út af laginu, hugga í stað þess að espa og minna á það sem sameinar frekar en það sem sundrar. Og Bergi Ebba tekst það ætlunarverk sitt ágætlega. Titilljóð bókar- innar hefst með þessum orðum: Tími hnyttninnar er liðinn Það er búið að hitta of oft í mark Búið að draga fram of margar hárfínar líkingar Mála of margar snjallar myndir Hvort sem er með orðum eða pensli Of margar sniðugar aðstæður Of margir fyndnir brandarar Í samtali við Morgunblaðið í maí sl. sagði Bergur Ebbi m.a. um titilinn: „Þetta er ákveðinn tónn sem ég vil slá, ég er líklega af þessari kynslóð sem er alin upp við rosalega mikla kaldhæðni, þar sem allt þarf að vera ótrúlega sniðugt og gæði hluta mæld eftir því hversu lítið einlæg þau eru.“ Það er ekki annað að sjá af lestri bók- arinnar en að Bergi Ebba takist að yrkja án kaldhæðni eða hnyttni, faðma í stað þess að slá út af laginu og hugga í stað þess að espa. Vissulega málar hann þó sniðugar myndir með orðum sínum. Eitt ljóðið heitir m.a.s. „Eitt sniðugt“ og hefst með þessum orðum: Hér er eitt sniðugt Fyrir sniðugu kynslóðina Sem finnst allt sniðugt Bæði það sem er soldið sniðugt Eins og köttur í baði Eða ljótt og sniðugt Eins og köttur í krukku Eða ljótt og ógeðslegt Eins og lestarslys. Nú er erfitt að meta hvað er sniðugt og hvað ekki, en ætlun Bergs Ebba er ekki að vera sniðugur þó hann verði það óvart á köflum, enda húmoristi mikill. Ljóðin virð- ast flest hafa alvarlegan undirtón og á köfl- um eru dregnar upp myndir af ógnvekjandi heimi, t.d. í „Nóttin hefur komið og farið þúsund sinnum“, þar sem segir af föður og dóttur sem sitja í hrörlegum timburkofa í yfirgefnu þorpi umvafin myrkri. Stúlkan óttast „óværuna sem klórar kofann að utan“ og spyr föður sinn hvort langt sé eftir af nóttunni. Hún fær þau svör að bráðum komi morgunn og þá birtir til í ljóðinu. Hér er fal- lega ort um hjörtu full af ótta sem fá engin svör við því hvenær hlutirnir batni, óværan hefur skriðið undir húð þeirra. Í lok ljóðsins er þó vakin von um nýjan dag. Og Bergur Ebbi ræðst einnig hugdjarfur á fáránleika nútímasamskipta, bloggheiminn, í skemmtilegu ljóði (vonandi ekki hnyttnu) sem heitir „Réttur til ánauðar“. Ekki er annað hægt en að birta fyrsta erindi þess, svo skemmtilegt er það: Umræða skapaðist Um bloggfærslu Einars Kókó Um Fréttablaðsgrein Arnbjörns úr Ofsa Um erindi Sæunnar Erlendsdóttur Sem var gagnrýni á afstöðu karla Til kvenlægrar gildismyndar Útfrá skrifum Steinmeiers Eins og þau eru skilin af Ybolaris Niðurstaðan varð sú Eftir að málið var skoðað gaumgæfilega Að Blenz-Ibbi væri illa gefinn faggi. Í nokkrum ljóða Bergs Ebba má greina ákveðinn söknuð eftir einhverju glötuðu, fortíðarþrá, t.d. í ljóðinu „Eftirpartí“ þar unglingur situr í lítilli reykmettaðri stofu með „mjúk hróp úr tónlistinni“ í eyrum. Enginn segir neitt og stigi algerrar sælu er náð. Ljóðinu lýkur með þeim orðum þess sem lýsir að hann vildi mikið geta fundið það aftur sem hann fann á þessari liðnu stund. Helgi Snær Sigurðsson Búið að hitta of oft í mark Bækur Tími hnyttninnar er liðinn bbbmn Eftir Berg Ebba Benediktsson. Mál og menning, 2010. 60 bls. Bergur Ebbi Benediktsson með fyrstu ljóðabók sína, Tími hnyttninnar er liðinn. Morgunblaðið/Eggert Ég hef nú oft verið duglegri við að lesa en undanfarnar vikur. Ég er því með dágóðan bunka á náttborðinu sem ég er að fara í gegnum. Þar eru óvenjumargar franskar bækur að þessu sinni en ég reyni að halda frönskunni við með því að lesa. Ég var að byrja á einni eftir Eric-Emmanuel Schmitt en sá höfundur hefur verið í uppáhaldi hjá mér, bæði skáldsögur, smásögur og leikrit eftir hann. Þessi bók heitir Odette Toule- monde. Þetta er smásagnasafn og er ein sag- an, „Odette Toulemonde“, upphaflega gerð sem kvikmyndahandrit og kom kvikmynd- in út árið 2007. Ég hlakka til að halda áfram með hana enda fær maður strax góða til- finningu fyrir henni. Ég les allajafna eina bók í einu og á erfitt með að ljúka ekki bók sem ég hef byrjað á og það er sennilega ástæðan fyrir því að ég kláraði nýverið Veginn eftir Cormac McCarthy. Það er ekki beinlínis hægt að segja að sú bók sé mikill skemmtilestur. Hún fjallar um heim sem vart er byggilegur. Heimsendir hefur orðið en þó lifa nokkrar manneskjur eftir, þar á meðal feðgar tveir sem ferðast um og reyna að halda lífinu hvor í öðrum. Maður veltir fyrir sér til hvers. Það er erfitt að lesa þessa bók en hún heldur manni samt, hefur áhrif á mann og vekur upp ýmsar spurningar. Ég glugga af og til í ljóðabækur sem mér finnst ágætt að hafa við höndina. Nú síðast hef ég verið að lesa ljóð eftir Ingunni Snæ- dal, Í fjarveru trjáa – vegaljóð. Sennilega fín bók í ferðalagið. Svo hef ég líka verið að lesa aðeins í bók sem heitir Home eftir Yann Arthus-Bertrand. Margir þekkja manninn sem ljósmyndara en hann skrifaði bók og gerði heimildarmynd um jörðina sem heim- ili okkar mannanna og stöðu hennar sem slíkrar. Ekki alltaf gaman að lesa staðreynd- irnar en holl lesning og þörf, enda getur maður lært heilmargt af henni. Að lokum var ég að ljúka við nokkrar sög- ur um Benedikt búálf og vini hans í Álf- heimum. Alveg prýðilegar sögur sem ég hafði jafngaman af að lesa og fjögurra ára dóttir mín. Lesarinn Guðrún Norðfjörð, framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík Óvenjumargar franskar bækur Úr kvikmyndinni The Road, Veginum, sem gerð var eftir skáldsögu Cormac McCarthy. Í ljóði sem birt var í síðustu Lesbók var höfundur sagður Pétur Önundur Hafsteinsson en hið rétta er að hann er Andrésson. Ljóðið er að finna í nýjustu ljóðabók hans, Ljóðnætur – Orðin úr síðasta hali. Beðist er vel- virðingar á þessu. LEIÐRÉTT Pétur er Andrésson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.