SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 50

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 50
50 18. júlí 2010 H lynur er borinn og barnfæddur á Akureyri en hann er sonur hjónanna Aðalheiðar Gunnarsdóttur og Halls Sigurbjörnssonar. Hann er kvæntur Kristínu Þóru Kjart- ansdóttur, doktorsnema í sagnfræði, og eiga þau fimm börn. Hlynur útskrifaðist frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1988 og segist hafa í raun vitað þá að hann ætlaði sér að verða myndlistarmaður þótt áhugamálin hafi ver- ið fleiri. „Ég tók eins mörg námskeið og hægt var í myndlist- arskólanum því ég gat fengið það metið til stúdents- prófs. Það var margt sem mig langaði að gera og um stund íhugaði ég að fara í arkitektúr en sem betur fer varð myndlistin ofan á. Ég fór því suður í listnám og svo í framhaldsnám til Þýskalands. Við fluttum til Hannover því við Kristín fengum bæði Erasmus-styrk og var Hannover eini staðurinn sem við gátum bæði stundað okkar nám.“ Þau dvöldust í ein átta ár í Þýsklandi og segir Hlynur að taugarnar þangað séu enn ansi sterkar. „Það kom sá tímapunktur að við þurftum að ákveða hvort við ætluðum að setjast endanlega að í Þýskalandi eða koma heim og sú ákvörðun var ekki létt því það er mun auðveldara að vera myndlistarmaður í Þýskalandi en hérna heima. Við erum alltaf með annan fótinn úti og höfum íbúð í Berlín sem við notum mjög mikið því Kristín er í doktorsnámi þar. Einnig fannst okkur af- skaplega mikilvægt að halda tengslum við listalífið og vini okkar í Þýskalandi.“ Heimilislegt gallerí Þegar Hlynur og Kristín bjuggu í Þýskalandi settu þau á þau á laggirnar nokkuð sérstak gallerí sem þau nefndu Kunstraum/Wohnraum eða Listrými/íbúðarrými. „Galleríið er staðsett heima hjá okkur og þegar það eru sýningar verða þær bara hluti af heimilislífinu. Við byrjuðum á þessu úti en fluttum það síðan með okkur hingað heim því við vildum halda þessu skemmtilega og óvenjulega starfi áfram. Þegar mest lét vorum við með allt að tólf sýningar á ári en erum komin niður í svona þrjár til fjórar enda með stóra fjölskyldu.“ Hlynur segir að samlífið við listina gangi afskaplega vel. „Við værum ekki að þessu ef við værum feimin eða fyndist óþægilegt að fá fólk heim til okkar. Hins vegar finnst sumum skrít- iðað upplifa listsýningu inni í stofu hjá ókunnugu fólki.“ Hlynur og Kristín opnuðu einmitt sýningu á ljós- myndaverkum þýskra listamanna síðastliðinn sunnudag á heimili sínu á Akureyri. Hlynur hefur löngum verið þekktur fyrir pólitískar tilvísanir í verkum sínum og segist ekki hafa farið var- hluta af ritskoðun í gegnum tíðina. Árið 2002 fékk hann vinnustofustyrk inn á safni Donalds Judd í smábænum Marsha í Texas en áður höfðu m.a. Ingólfur Arnarson og Margrét Blöndal fengið styrki til að vinna þar. „Ég var þarna í tvo mánuði og innifalið í því var að setja upp sýningu. Ég spreyjaði ýmis slagorð á veggina í safninu sem ekki allir voru ánægðir með en það sem fór mest fyrir brjóstið á þeim var að ég skyldi skrifa George W. Bush is an idiot, það var algjört tabú.“ Hlynur vinnur mjög mikið með samfélagslegar aðstæður og segir að honum hafi fundist tilvalið að nýta umhverfið í Texas. „Setningarnar sem ég notaði voru ekki mínar eigin heldur eitthvað sem ég sá í umræðunni um Bandaríkin. Þessu var náttúrlega tekið sem persónulegri árás af minni hálfu og enn verra að ég skyldi vera útlendingur og í kjölfarið var ég látinn breyta sýningunni. Fólk var síðan almennt mjög ánægt með sýninguna sem ég hélt að væri algjörlega misheppnuð en auðvitað var þetta mjög inngripsmikil ritskoðun.“ Listin með púlsinn á hlutunum Hlynur hefur sett upp fjölda sýninga sem tengjast sam- félagslegum málefnum og pólitík. „Maður er ýmist að færa myndlistina inn í stjórnmálin eða stjórnmálin inn í myndlistina. Sú yfirfærsla er mjög mikið að aukast aftur og eru myndlistarmenn að verða pólitískari. Ef til vill er það hluti af þeim aðstæðum sem þjóðin er í enda kemur pólitísk íhlutun myndlistar í bylgjum en á undanförnum árum hefur hreinlega ekki þótt töff að fjalla um samtím- Myndlist Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Pólitískari myndlist Hlynur Hallsson er myndlistamaður með meiru. Hann hefur í gegnum tíðina látið mikið að sér kveða í stjórnmálum auk þess að gegna ýmsum embættum tengdum myndlist. Nýlega var honum steypt úr stóli formanns SÍM og hefur hann í kjölfarið snúið sér meira að myndlistarferli sínum. Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.