SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 31
18. júlí 2010 31 M argt er þessari þjóð gefið, fátt þó í meira mæli en seigla. Ella hefði hún líklega ekki staðið af sér fár, harðindi og myrkur aldanna. Mörg dæmi um íslenska seiglu má finna í Sunnudagsmogganum í dag. Fyrstur skal nefndur Sigurður Bjarklind, kennari á Akureyri, sem á tveimur áratug- um hefur ræktað upp myndarlegan skóg, þar sem áður var gamalt, ónýtt tún en engin planta, breytt ónýtri geymslu í glæsilegan bústað og að auki byggt nokkur hús, í forn- um stíl, með eigin handaafli. Heimsókn í Maríugerði í Kaldakinn í Suður-Þingeyj- arsýslu lætur engan mann ósnortinn. Svo segist Sigurður vera „bara venjulegur mað- ur“. Rafn Hafnfjörð ljósmyndari er annað dæmi um ólseigan Íslending. Hann ann náttúru þessa lands og hefur verið vakinn og sofinn yfir þeirri köllun að kynna hana fyrir út- lendingum – í meira en hálfa öld. Um miðjan sjötta áratuginn byrjaði hann að leggja Loftleiðum til ljósmyndir í kynningarbæklinga og hann er enn að. Nú nýverið birtist eftir Rafn glæsileg flennistór mynd af gosinu í Eyjafjallajökli í tímariti Sameinuðu þjóð- anna, UN Special, auk tveggja smærri mynda. Og Rafn var ekkert að rukka fyrir við- vikið. „Ég var ekkert að tala um þóknun við hann [ritstjóra tímaritsins] enda lít ég fyrst og fremst á þetta sem viðurkenningu og landkynningu.“ Fá orð lýsa íslensku tónlistarfólki betur en seigla en í bráðum heila öld hefur það barist fyrir sérhönnuðu húsi undir listsköpun sína. Nú sér loksins fyrir endann á þeirri baráttu – tónlistarhúsið Harpa við höfnina í Reykjavík verður tekið í notkun á næsta ári. Rætt er við nýráðinn tónlistarstjóra hússins, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, í Les- bók Sunnudagsmoggans í dag. Þar segir hún meðal annars: „Þetta er auðvitað mjög góð tilfinning og mikil tilhlökkun, sérstaklega vegna þess hvað það er spennandi tækifæri að koma að uppbyggingu og mótun þessa húss sem búið er að vera draumur tónlistar- manna svona lengi. Það er hátt í heil öld frá því hugmyndir um það létu fyrst á sér kræla og bjartsýnismenn fóru að sjá í hillingum að hægt væri að byggja tónlistarhús á Íslandi. Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað þetta er þó búið að taka langan tíma.“ Harpa verður höfuðvígi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem um langt árabil hefur not- ið alþjóðlegrar viðurkenningar og hylli – spilandi í kvikmyndahúsi. Hvað gerir Sin- fónían á nýja staðnum? Hljóðfæraleikararnir verða væntanlega eins og kýr að vori. Menningu og listum eru víðar reist hús. Akureyringar eru í þann mund að taka sitt menningarhús, Hof, í notkun. Það verður vígt með pomp og prakt 28. ágúst. Fram- kvæmdir eru á lokastigi, eins og Skapti Hallgrímsson, blaðamaður Morgunblaðsins á Akureyri, upplýsir lesendur Sunnudagsmoggans um í máli og myndum í þættinum Bak við tjöldin. Eitt af fyrstu verkefnunum í húsinu verður frumsýning Leikfélags Akureyr- ar á söngleiknum sívinsæla Rocky Horror Picture Show í haust. Það er gömul saga og ný að listin dafni aldrei betur en þegar kreppi að. Ólseig þjóð „Maður má aldrei hafa það of gott til lengdar og ganga að einhverju sem vísu.“ Róbert Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta, sem hefur skipt um lið í Þýskalandi. „Það hefði geigvænlega neikvæð áhrif og myndi koma harkalega niður á atvinnustigi okkar félagsmanna.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um tillögur AGS um breytingar á skattkerfinu. „Það er erfitt að gleðja menn ef þetta gleður þá ekki.“ Andrés Eyjólfsson, leiðsögumaður við Þverá í Borgarfirði, en áin er full af laxi. „Ef þú gengur inn í búð, þá er það kúnnunum að þakka að hún er opin.“ Sigurður Þór Sigurðsson í versluninni 2001. „Ef maður ætlar sér að verja víti ætti maður að geta varið eitt eða tvö af fimm.“ Einar Hjörleifsson, markvörður og hetja Víkings Ólafsvík í bik- arleiknum gegn Stjörnunni. „Hann bara rétt stoppaði í um það bil hálftíma, fékk sér að míga og hélt svo af stað.“ Pétur Eyjólfsson, bóndasonur í Eystri-Pétursey, en ókunnugur maður lenti þyrlu í túninu hjá honum í vikunni. „Spánverjar eru með frábært lið og við reynum að herma eftir þeim.“ Páll V. Gíslason, þjálfari knattspyrnuliðs Þórs, eftir 6:3-sigur á HK. Sem kunnugt er unnu Spánverjar flesta leiki sína á HM 1:0. „Ég ætla ekkert að halda upp á af- mælið, því það er ekkert stórt af- mæli.“ Margrét Hannesdóttir frá Núpsstað sem varð 106 ára sl. fimmtudag. „Veðmál er veðmál.“ Spænski söngvarinn Enrique Iglesias sem lofaði að leika listir sínar nakinn á brimbretti yrðu Spánverjar heimsmeistarar í knatt- spyrnu. „Mér finnst skemmtilegast að klæða mig í geim- búningana. Bara ef ég myndi nú fá geim- hanska, geimskó og geimhjálm.“ Adam Emil Ríkharðsson, 7 ára, sem hefur útskrifast úr geimbúðum í Bandaríkj- unum. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal verið mokað til fámennrar klíku, án tilskilinna veða, þótt endurheimtur þess væru augljóslega mjög ólíklegar. Félögin, sem féð fengu, voru burðug á yfirborðinu, en höfðu verið mergsogin af eigendum sínum og eiginfjárstaðan fölsuð og var þegar loks var skoðuð ein rjúkandi rúst. Þegar blekkingarleiknum varð ekki lengur haldið áfram blöstu rústirnar við innan við leiktjöldin. Þá var í rauninni „allt brunnið sem brunnið gat“. Mesta gæfan í öllu þessu óláni var sú að fjármunum þjóðarinnar var ekki fleygt á þetta bál þótt eftir því væri leitað af miklum þunga og margur studdi slíkt með ráðum og dáð, sem ekkert vill við slíkt kannast í bráð. Skal bæta úr böli eða bæta það? Vonin var svo einkum sú að menn myndu fikra sig vel frá þessum vanda og ekki síður hitt að menn myndu læra af honum. Hið fyrra hefur ekki farið eins vel og vænst var. Í þeirri ferð hafa mörg skref verið illa stigin og stefna verið röng. Þess vegna gengur endurreisnin hægar en skyldi og þjóðfé- lagið verður lengur lamað. Og hitt, lærdómurinn af öllu saman, lætur svo sannarlega á sér standa. Þegar horft er til framgöngu Landsbankans og Ar- ions banka sést að viljinn stendur allur til þess að arka aftur í foraðið sem draga átti bankakerfið upp úr. Fyrir framgöngu þeirra í þeim málum sem mest hafa verið rædd eru engar viðskiptalegar forsendur. Formerkin eru öll öfug. Forsendur þeirra eru því aðrar en viðskiptalegar. Þær eiga því ekki að njóta bankaleyndar og þær verður að rannsaka. Það er miklu líklegra til árangurs að rannsaka slíka hegðun áður en þessir bankar verða aftur komnir í þrot en eftir það. Rannsókn- irnar verða einnig aðgengilegri nú en áður var því nú geta stjórnendur þessara banka ekki borið því við að þeir hafi ekki vitað að þeir væru að eiga viðskipti við stærstu svindlara íslenskrar við- skiptasögu. Þeir eru nú eins víðsfjarri góðri trú í viðskiptum og hægt er að komast. Miðnætursól á Akureyri. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.