SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 35
18. júlí 2010 35
Rafn hefur einnig gert sjö
hundruð tegundir póstkorta sem
prentuð hafa verið í mörgum
milljónum eintaka. 32 myndir á
20 milljón kaffirjómabox sem
dreift var á hótel, veitingastaði
og í flugvélum um alla Evrópu.
Ljósmyndir í fjölda bæklinga fyr-
ir Ferðamálaráð í samvinnu við
Rögnu Samúelsson, sem starfaði
þar til fjölda ára. Einnig fjölda
dagatala fyrir Eimskip í sam-
vinnu við Sigurlaug Þorkelsson
og fleiri.
Einnig gaf hann út bókina This
is Iceland, sem seldist í 25 þús-
und eintökum og smáritið Ice-
land mini photo album í 40 þús-
und eintökum. Íslandsdeildin á
Heimssýningunni í Montréal
1967 var að mestu byggð á ljós-
myndum Rafns og myndirnar
síðan notaðar í útstillingar hjá
Macy’s-verslunarkeðjunni í
Bandaríkjunum.
Í riti Sameinuðu þjóðanna
Og Rafn er hvergi nærri hættur.
Fyrr í þessum mánuði var opnuð
Íslandskynning í Strassborg þar
sem hann á níu ljósmyndir og
margar myndir á geisladiskum í
sambandi við sýninguna. Einnig
er þar sýnd kvikmynd sem sýnir
Rafn að ljósmynda úti í nátt-
úrunni.
Nú fyrir skemmstu var einnig
birt stór ljósmynd (A3) eftir Rafn
af gosinu í Eyjafjallajökli í tíma-
riti Sameinuðu þjóðanna, UN
Special, sem dreift er um heim
allan.
„Þetta kom þannig til að
Christian David, ritstjóri tíma-
ritsins, kom hingað til lands til
að sjá gosið. Veðurskilyrði voru
hins vegar slæm og hann náði
engum almennilegum myndum.
Á hótelinu hitti hann ágæta
franska vinkonu mína, Catherine
Ulrich, sem benti honum á mig.“
Þegar ritstjórinn hafði sam-
band við Rafn lét hann honum
myndir fúslega í té en auk stóru
myndarinnar á Rafn tvær smærri
myndir í tveggja opnu umfjöllun
UN Special um Ísland. „Ég var
ekkert að tala um þóknun við
hann enda lít ég fyrst og fremst á
þetta sem viðurkenningu og
landkynningu.“
Tugþúsundir mynda
Árið 2008 kom út landkynning-
arbókin Focus on Iceland, sem
bókaútgáfan Salka gaf út, með
600 ljósmyndum eftir Rafn og
texta eftir Ara Trausta Guð-
mundsson. Bókin hefur nú verið
þýdd á þýsku og frönsku.
Núna er Rafn að vinna að sex
smáritum um helstu sérkenni
landsins: Land of Lava, Land of
Volcanos, Land of Northern
lights, Land of Geysers, Land of
Waterfalls og Land of Glaciers,
sem væntanlega koma út á næst-
unni. Eða eins og Rafn orðar það:
„Ef einhver styrkur fæst til þess,
t.d. hjá þeim aðilum sem hafa
tekist á hendur þá ábyrgð að út-
hluta þeim 700 milljónum króna
sem nýlega voru veittar til auk-
innar landkynningar.“
Rafn tekur allar myndir staf-
rænt núorðið og hefur skannað
inn feikilegt magn af eldri
myndum. Hann á því dágott safn
á tölvutæku formi. Spurður hvað
hann eigi margar myndir brosir
hann í kampinn. „Á því hef ég
ekki tölu. En þær hlaupa örugg-
lega á tugum þúsunda.“
Sýnishorn af kynningarbæklingum sem Rafn hefur komið að gegnum tíðina.