SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 35
18. júlí 2010 35 Rafn hefur einnig gert sjö hundruð tegundir póstkorta sem prentuð hafa verið í mörgum milljónum eintaka. 32 myndir á 20 milljón kaffirjómabox sem dreift var á hótel, veitingastaði og í flugvélum um alla Evrópu. Ljósmyndir í fjölda bæklinga fyr- ir Ferðamálaráð í samvinnu við Rögnu Samúelsson, sem starfaði þar til fjölda ára. Einnig fjölda dagatala fyrir Eimskip í sam- vinnu við Sigurlaug Þorkelsson og fleiri. Einnig gaf hann út bókina This is Iceland, sem seldist í 25 þús- und eintökum og smáritið Ice- land mini photo album í 40 þús- und eintökum. Íslandsdeildin á Heimssýningunni í Montréal 1967 var að mestu byggð á ljós- myndum Rafns og myndirnar síðan notaðar í útstillingar hjá Macy’s-verslunarkeðjunni í Bandaríkjunum. Í riti Sameinuðu þjóðanna Og Rafn er hvergi nærri hættur. Fyrr í þessum mánuði var opnuð Íslandskynning í Strassborg þar sem hann á níu ljósmyndir og margar myndir á geisladiskum í sambandi við sýninguna. Einnig er þar sýnd kvikmynd sem sýnir Rafn að ljósmynda úti í nátt- úrunni. Nú fyrir skemmstu var einnig birt stór ljósmynd (A3) eftir Rafn af gosinu í Eyjafjallajökli í tíma- riti Sameinuðu þjóðanna, UN Special, sem dreift er um heim allan. „Þetta kom þannig til að Christian David, ritstjóri tíma- ritsins, kom hingað til lands til að sjá gosið. Veðurskilyrði voru hins vegar slæm og hann náði engum almennilegum myndum. Á hótelinu hitti hann ágæta franska vinkonu mína, Catherine Ulrich, sem benti honum á mig.“ Þegar ritstjórinn hafði sam- band við Rafn lét hann honum myndir fúslega í té en auk stóru myndarinnar á Rafn tvær smærri myndir í tveggja opnu umfjöllun UN Special um Ísland. „Ég var ekkert að tala um þóknun við hann enda lít ég fyrst og fremst á þetta sem viðurkenningu og landkynningu.“ Tugþúsundir mynda Árið 2008 kom út landkynning- arbókin Focus on Iceland, sem bókaútgáfan Salka gaf út, með 600 ljósmyndum eftir Rafn og texta eftir Ara Trausta Guð- mundsson. Bókin hefur nú verið þýdd á þýsku og frönsku. Núna er Rafn að vinna að sex smáritum um helstu sérkenni landsins: Land of Lava, Land of Volcanos, Land of Northern lights, Land of Geysers, Land of Waterfalls og Land of Glaciers, sem væntanlega koma út á næst- unni. Eða eins og Rafn orðar það: „Ef einhver styrkur fæst til þess, t.d. hjá þeim aðilum sem hafa tekist á hendur þá ábyrgð að út- hluta þeim 700 milljónum króna sem nýlega voru veittar til auk- innar landkynningar.“ Rafn tekur allar myndir staf- rænt núorðið og hefur skannað inn feikilegt magn af eldri myndum. Hann á því dágott safn á tölvutæku formi. Spurður hvað hann eigi margar myndir brosir hann í kampinn. „Á því hef ég ekki tölu. En þær hlaupa örugg- lega á tugum þúsunda.“ Sýnishorn af kynningarbæklingum sem Rafn hefur komið að gegnum tíðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.