SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 30
30 18. júlí 2010 L öng ferð hefst á litlu skrefi. Og gildir um margt annað en hefðbundið ferðalag. Ferð án fyrirheits, óvænt atburðarás eða lítt undirbúin getur lukkast vel. Ungur maður hleypur á eftir strætisvagni, missir af hon- um og bölvar í barm sér yfir tækifæri sem nú sé farið forgörðum. Hann muni fyrir vikið missa af íhlaupavinnu, sem hefði létt honum lífsbarátt- una. Á stoppistöðinni er stúlka sem hann vissi ekki að væri til. Og af því að hann missti af vagn- inum spjalla þau saman. Úr því verða leiftrandi kynni og langt hjónaband. Í hópi barna þeirra og annarra afkomenda er nafntogaður listamaður, annar sem fann upp hluti sem mannkynið getur ekki verið án og þar fram eftir götunum. Það var því mikill happafengur að vagninum stýrði þenn- an morgun bílstjóri sem hafði lent í illindum við kerlingu sína einmitt þennan morgun, sá piltinn hlaupa á eftir vagninum og lét pirring sinn bitna á honum og beið ekki þessar sekúndur sem hefðu dugað. Þess vegna varð sagan önnur fyrir marga, jafnvel þjóðarsagan. En hvað varð það sem breytti henni. Nöldrið í bílstjórafrúnni? Stuttur kveiki- þráður bílstjórans? Slóðaháttur piltsins sjálfs eða bíll móður stúlkunnar, sem bilaði svo hún varð að taka strætó? Og varð þessi breyting á sögunni endilega til góðs, þótt svo virðist í fljótu bragði? Afkomendur skötuhjúanna á biðstöðunni eru sannfærðir um það, enda hefðu þeir ekki orðið til að öðrum kosti. En hefði piltur náð vagninum kynni hann að hafa hnotið þegar hann fór út úr honum aftur. Þar hefði önnur stúlka gripið töskuna hans og augu þeirra mæst óvænt. Dóttir þeirra fæðst og farið í læknisfræði hér heima og erlendis og fundið síðar lausnina á gátunni um hvernig menn lækna krabbameinið og hlotið nóbelsverðlaunin í kjölfarið. Lítil atvik en langvinn áhrif Sagan tekur breytingum og verður önnur en virt- ist fyrir fáeinum sekúndum. Hitler breytti sög- unni og til ills fyrir allan þann fjölda sem athafnir hans snertu í bráð eða lengd. En margir fullyrða að þjóðasamningarnir eftir fyrri heimsstyrjöldina hafi plægt þann jarðveg sem einn gat fóstrað Hitl- er og nóta hans. Það er sennileg kenning, en þó ekki endilega sönnuð. En ef afi Hitlers hefði ekki endilega þurft að rekast á ömmu Hitlers fyrir al- gjöra tilviljun væru þá gyðingar 20 milljónum fleiri í dag? Og hver er þá hlutur ömmu Hitlers? Má rekja eyðileggingu dómkirkjunnar í Coventry til hennar? Og eins væri hægt að spyrja hvort bréfritari hefði fengið sólsting þegar hitinn á Ís- landi komst loks yfir 20 gráður á mæli Anders Celsíusar. Skal kylfa ráða hverju kasti? Því hvert eiga svona vangaveltur svo sem að leiða? Er niðurstaðan sú að tilgangslaust hljóti að vera með öllu að leggja plön, búa í haginn og láta ekki kylfu ráða hverju kasti? Þetta fari allt saman einhvern veginn og þegar öllu sé á botninn hvolft ráði maðurinn einn og sjálfur æði litlu um hvern- ig þetta allt æxlast. Að svo miklu leyti sem stefnt var að nýtanlegri niðurstöðu með þessum hug- leiðingum var það ekki þessi. Því hitt er marg- reynt að einstaklingar, fjölskylda, ætt, sveitungar og þjóðir geta haft áhrif á heill sína og hamingju, þótt margt, stórt og smátt, verði alltaf utan seil- ingar hversu langt sem teygt er. Ferðalokin sem hefjast með fyrsta skrefinu eru miklu líklegri til að verða happadrjúg en ella, ef fyrirhyggja og stefnufesta hafa ráðið mestu í för. Og hversu oft hefur ekki sést til þeirra sem stefndu frá upphafi lóðbeint til andskotans og náðu fyrr en varði til hans. Og stundum er ferðaviljinn til fjandans svo ríkur, að ekki er nokkur leið að stemma menn í aðrar áttir í tæka tíð þótt reynt sé. Varð snúið aftur? Allir vita að illa fór í efnahagsmálum heimsins al- mennt á haustdögum 2008 og Ísland fór hvað verst út úr þeim áföllum. Í raun þarf ekki að deila lengur um aðalatriðin í þeirri atburðarás, þótt sumum sé mikið í mun að koma henni í ákveðinn farveg. Það eru ekki síst þeir menn sem trúa þeirri kenningu að í raun breyti einungis eftir á fréttaskýrendur og sagnfræðingar sögunni. Þeir sem fóru þar með veigamikil hlutverk í því sem nú er orðið saga eiga allan sinn framtíðarorðstír undir slíkum, sem virðist fremur kvíðvænlegt. Góður kostur fyrir þá er að láta sér það í léttu rúmi liggja. Enn þá flokkast það þó ekki undir sagnfræði að velta því fyrir sér hvenær komið var fram hjá þeim punkti að lengur varð ekki neinu bjargað sem næmi. Hversu oft höfum við ekki heyrt í fréttum sagt svo frá bruna, sem slökkvilið kom að: „Slökkvistarf stóð í nærri tvo tíma. Það gekk vel. Þegar því lauk var allt brunnið sem brunnið gat.“ Þessar alkunnu og dapurlegu fréttir hljóma gjarnan eins og dálítið kúnstug og skemmtileg öfugmæli. En þær eru það ekki. Ekki fremur en aðrar fréttir sem fara ekki jafn hátt um það þegar flinkir læknar gera sitt ýtrasta til að bjarga sjúklingi. Þeir beita til þess allri sinni þekkingu og tækni en meinin eru svo langt geng- in að jafn vel það dugar ekki til. Um það mætti segja að aðgerðir læknanna og hjúkrunarfólks voru fumlausar og heppnuðust að sínu leyti eins og til var stofnað. En meinið reyndist óviðráð- anlegt þegar þarna var komið. Íslensku bankarnir voru á þeim ömurlegu októberdögum eins og sjúklingurinn sem læknarnir „opna“ og sjá þá fyrst að við ekkert verður ráðið. Munurinn er að- llega sá að sjúklingurinn er gjarnan í góðri trú. Það voru bankarnir ekki. Reikningar þeirra voru marklausir og upplýsingar um fjárhagsgetu hald- lausar auglýsingabrellur. Álagsprófin sem byggð voru á þeim reikningum voru einskis virði. Hlutabréfaverði þeirra var haldið uppi með ólög- mætum hætti. Ella hefði það endurspeglað eig- infjárstöðu sem var ólífvænleg. Féð, sem bank- arnir þóttust ráða yfir var löngu horfið. Því hafði Reykjavíkurbréf 16.07.10 Skiptir ekkert máli?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.