SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 36
36 18. júlí 2010 Golf U pphafshöggið mitt af fyrsta teig var stórkost- leg vonbrigði. Ég sveiflaði kylfunni af öllu afli og lét vaða. Þetta var ekki alger hörmung. Boltinn hefði getað farið beint upp í loftið, komið niður og lent á hausnum á vallarstarfsmanni. Hann gerði það þó ekki, sem betur fer. Hann skaust hátt upp í loftið og áfram en aðeins skamma vegalengd.“ Þannig lýsti breski keðjureykjandi kranastjórnandinn Maurice Flitcroft reynslu sinni af fyrsta teighögginu á Opna breska meistaramótinu í golfi árið 1976. Nú um helgina keppa hetjur eins og Tiger Woods, Phil Mickelson og Lee Westwood á hinum sögufræga St. Andrews á 150. Opna breska mótinu. Woods setti vallarmet árið 2000 þegar hann sigraði á mótinu 19 höggum undir pari. Flitc- roft er einnig methafi á Opna breska, með öðrum for- merkjum þó en Woods. Þennan dag árið 1976 lék Flitcroft völlinn á 119 höggum, 49 höggum yfir pari, sem er versta skor sem nokkur kylfingur hefur fengið í 150 ára sögu mótsins. Flitcroft hafði laumað sér inn á mótið með því að villa á sér heimildir. Flitcroft, sem meðal annars hafði starfað sem loftfim- leikamaður í farandleikhúshópi, hafði hrifist af golf- íþróttinni þegar hann horfði á heimsmeistaramótið í holukeppni árið 1974. Það heillaði hann að sjá kylfingana kynnta á fyrsta teig og hvernig fylgst var með hverjum og einum þegar þeir slógu fyrsta höggið. Flitcroft vildi fá að upplifa það. Í kjölfarið keypti hann kylfur með póstsend- ingu og kynnti sér kennslubók frá gömlum PGA- meistara og spreytti sig á túnum og ströndum nærri heimili sínu í Cumbria-héraði á Bretlandi. Fljótlega komst að hann að því að golfið var meiri kúnst en hann hafði gert ráð fyrir en hann lagði þó ekki árar í bát. „Það væri gaman að spila á Opna með Jack Nicklaus og öllum þeim gaurum. Það yrði svolítil hvatning fyrir mig.“ Hann sótti um að fá að spila á mótinu en komst þá að því að áhugamenn þyrftu að gefa upp skráða forgjöf sem Flitcroft hafði að sjálfsögðu ekki, enda aldrei spilað hring á ævinni. Lausnin var einföld: hann skráði sig sem at- vinnumann. Eftir frammistöðuna árið 1974 ýtti Flitcroft hetjum eins og áðurnefndum Jack Nicklaus út af forsíðum blaðanna daginn eftir. Skorið endurspeglaði ekki raunverulega getu hans að eigin sögn og kenndi hann því um að hann hafði gleymt 4-trénu í bílnum. „Ég var sérfræðingur með 4-trénu, alveg hárnákvæmur,“ sagði Flitcroft. Jim How- ard, sem var með kranastjórnandanum í ráshópi, var ekki á sama máli. „Eftir að hafa gripið um kylfuna eins og hann ætlaði að myrða einhvern sló Flitcroft beint upp í loftið og beint aftur niður, nákvæmlega einn og hálfan metra,“ sagði Howard. „Við gerðum ráð fyrir að þetta hefði bara verið stress en þegar hann skallaði næsta höggið kölluðum við á dómarana.“ Ekki var hins vegar hægt að henda Flitcroft burt úr þessu og Howard var ekki skemmt. Flitcroft sá sér þann kost vænstan að hætta á toppnum eftir að hann reiknaði út að til þess að komast í gegnum niðurskurð þyrfti hann að leika næsta hring á 23 höggum. Í kjölfarið hertu golfyfirvöldin, R&A, inntöku- skilyrðin og Flitcroft var meinaður aðgangur árið eftir með þeim rökum að hann hefði ekki sýnt fram á framfar- ir síðan árið áður. Við tóku bréfaskrif á milli hans og að- alritara R&A, Keith Mackenzie. Skoraði Flitcroft meðal annars á Mackenzie að spila við hann á gamla vellinum til þess að skera úr um hvort hann væri orðinn nógu góður. Í kjölfarið var Flitcroft umsvifalaust settur í lífstíðarbann frá öllum R&A-völlum. Dulargervi og dulnefni Flitcroft hélt þó ótrauður áfram þrátt við mótlætið og neitaði að játa sig sigraðan. Alls reyndi hann fimm sinn- um aftur að smygla sér inn á Opna breska meistaramótið en komst aðeins tvisvar fram hjá vökulum augum vall- arstarfsmanna. Árið 1984 slapp hann í gegn sem sviss- neskur atvinnumaður að nafni Gerald Hoppy með litað hár og gerviyfirvaraskegg en var dreginn burt eftir að hafa spilað fyrstu níu holurnar á 63 höggum þegar starfs- menn R&A áttuðu sig á að þeir væru með annan Maurice Flitcroft á vellinum. „Ímyndið ykkur hversu hissa þeir voru þegar þeir gerðu sér grein fyrir að þeir væru með hinn raunverulega Maurice Flitcroft!“ sagði svikahrapp- urinn síðar flissandi í viðtali. Sex árum síðar mætti hann enn keikur til leiks, nú sem Bandaríkjamaðurinn Gene Paychecki. Aftur var hann gripinn eftir aðeins tvær hol- ur, þá þremur höggum yfir pari, þar sem vallarstarfs- menn féllu ekki fyrir lélegum bandarískum hreimi Flitc- rofts. Flitcroft var hóflega frægur fyrir uppátæki sín og hafa golfmót og verðlaun verið skírð í höfuðið á honum, þá yfirleitt skammarverðlaun. Til marks um frægðina fékk hann í fleiri ár bréf hvaðanæva að úr heiminum sem voru stíluð á „Maurice Flitcroft, kylfing, Englandi“. Venjulegt fólk samsamaði sig líklega betur við Flitcroft sem barðist við að spila á undir 100 höggum en atvinnumennina sem varla slá feilhögg. Sjálfur skildi Flitcroft aldrei hvers vegna yfirmenn R&A voru andsnúnir honum. „Ég reyndi aldrei að gera lítið úr þeim. Golf er bara leikur og ég gerði mitt besta. Af hverju þurftu þeir að vera svona stífir yfir þessu?“ sagði hann í viðtali einhverju sinni. Þegar Flitc- roft lést árið 2007, 77 ára gamall, neitaði R&A að tjá sig um fráfall hans, þegar eftir því var leitað, á þeim for- sendum að hann hefði aðeins spilað í forkeppnum. Nú fyrir helgina kom út bók um svikahrappinn og draumóramanninn Flitcroft undir titlinum „The Phan- tom of the Open: Maurice Flitcroft, the World’s Worst Golfer“ eftir breska blaðamanninn Scott Murray og grín- istann Simon Farnaby. Versti golfari í heimi „Ég sveiflaði kylfunni og það var ekki alger hörmung.“ Flitcroft í vandræðum á Opna breska meistaramótinu árið 1976. Hér undirbýr hann eitt 121 högga sem hann tók á sínum fyrsta og eina hring það árið. Bretinn Maurice Flitcroft hafði aldrei spilað golfhring á ævinni en lét drauminn rætast um að spila á Opna breska mótinu. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.