SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 22
22 18. júlí 2010 S igurður Bjarklind, kennari á Akureyri, segist bara venjulegur maður úti í bæ. Einhver kann að vera því sammála! Þeir sem koma á fimm hektara sumarbústað- arland Sigurðar, Maríugerði í Kaldakinn í Suður-Þingeyjarsýslu, verða þó vænt- anlega fljótir að skipta um skoðun; á tveimur áratugum hefur hann ræktað upp myndarlegan skóg þar sem áður var gamalt, ónýtt tún en engin planta, breytt ónýtri geymslu í glæsilegan bú- stað og að auki byggt nokkur hús, í fornum stíl, með eigin handafli! Áhugamál Sigurðar hafa verið mörg í gegnum tíðina. Árum saman var hann kunnasti fall- hlífarstökkvari landsins og stökk um 800 sinnum á árunum 1966 til 1991; hann stundaði gönguskíðaíþróttina af kappi um tíma auk þess sem hann er þekktur hlaupagarpur; ferðaðist mikið á tveimur jafnfljótum, gjarnan í efsta gír, um fjöll og firnindi. Heillaður Segja má að önnur áhugamál hafi nú vikið að mestu fyrir því að sinna sum- arbústaðnum og næsta nágrenni. Enda starfinn þar ærinn. „Ég hljóp enn mikið eftir að ég kom fyrst hingað en ekki lengur. Áhugamálin voru öll góð en þessi kafli er bestur – lokakaflinn! Ég heill- aðist gjörsamlega af þessum stað,“ sagði Sigurður þegar blaðamaður Morg- unblaðsins kíkti í heimsókn til hans í Maríugerði. Óhætt er að segja að þar hafi verið lyft grettistaki. Sigurður vann árum saman við heil- brigðiseftirlit á sumrin. Einhverju sinni voru þeir á eftirlitsferð í Djúpadal í Eyja- firði, hann og Alfreð Schiöth, dýralæknir og starfsmaður embættisins, þegar á góma bar að Alfreð og systkini hans ættu jörðina Ystafell I í Kinninni og hygðust hefja þar gróðursetningu í stórum stíl. Mikið öfunda ég þig að eiga svona at- hvarf, varð Sigurði þá að orði. Alfreð lagði saman tvo og tvo á staðn- um, fékk út fjóra, og benti Sigurði á möguleika í þessu sambandi: hann tæki á leigu gamla þinghúsið, sem tilheyrði jörðinni. Um er að ræða samkomuhús Ljós- vetninga til áratuga. Ungmennafélagið Gaman og alvara setti þar upp leikrit og haldnir voru dansleikir, svo eitthvað sé nefnt, en þegar þarna var komið hafði húsið verið notað sem geymsla árum saman eftir að félagsheimilið Ljósvetn- ingabúð var reist. Þinghúsið í Kaldakinn var byggt um miðjan þriðja áratug síðustu aldar og var gjarnan kallað Strympa í sveitinni. „Ég hef spurt marga en elstu menn, eins og Jónas á Gvendarstöðum, sem man eftir því þegar húsið var byggt, veit ekki hvernig Strympunafnið er til komið,“ segir Sigurður. „Strympa getur þýtt tröllkona, en líka bygging með sérkennilega löguðu þaki. Klæðningin hér inni er svo sem ekkert venjuleg, bæði slétt og skáhöll. Svo var líka strompur á húsinu.“ Sigurði fannst nafnið heldur óvirðu- legt. „Ég vildi að húsið fengi að heita Þinghúsið, sótti um það til sveit- arstjórnar og það var samþykkt á síðasta ári.“ Heitir nú formlega Þinghúsið Mar- íugerði. „Getið er um túnið hér sem Mar- íugerði í mjög gömlum heimildum. Það nafn hefur verið notað í hundruð ára.“ Allt í niðurníðslu Aftur að upphafinu: „Við Alfreð fórum og kíktum á staðinn og ég sá strax að húsið var handónýtt! Hver einasta rúða var brotin þannig að rigndi inn, þakið gapti, kindur höfðu hreiðrað um sig við húsið, í kringum það var gamalt og ónýtt tún og ekki ein einasta trjáplanta á svæðinu.“ Sigurði leist samt vel á og sló til! Þetta var árið 1991, útbúinn var leigusamn- ingur til 25 ára og svo byrjaði ballið. Þegar Sigurður tók við húsinu var það geymsla fyrir hey og gamla staura. Ekki var rafmagn á staðnum, ekki rennandi vatn eða frárennsli. Hann tók strax til hendinni og linnti ekki látum fyrr en svæðið varð óþekkj- anlegt. Fyrst gerði hann húsið fokhelt og leiddi þangað rafmagn. Samhliða þessu hóf Sigurður að yrkja jörðina og eftir mikla vinnu í áratug var engu líkara en staðurinn hefði stökkbreyst og nú, nærri tveimur áratugum eftir að hann féll fyrir staðnum, er Maríugerði eins og vin í eyðimörkinni. Aldrei kvöð Við blasir að gríðarleg vinna liggur að baki. Sigurður jánkar því en segir: „Þetta hefur alltaf verið gaman. Það hefur aldr- ei verið kvöð að koma hingað – alveg sama hvaða skítverk ég hef ég verið að vinna.“ Hann nefnir dæmi sem líklega ekki nokkur maður trúir, eins og hann tekur til orða: „Það kom fyrir þegar ég stakk upp torf hérna að ég byrjaði svo snemma á morgnana að ekki var orðið verkaljóst, þannig að ég límdi vasaljós á skófluna. Þá get ég unnið og var alveg sama þótt það væri grenjandi rigning. Mér fannst það æðislegt!“ segir Sigurður og brosir. „Í starfi mínu vinn ég með hausnum og það er því gott að koma hingað og breyta til. Frá því ég var barn hefur mér alltaf þótt mjög gaman að vinna með lík- amanum og sjá eitthvað eftir mig. Ég hef alltaf verið duglegur og þannig fólk er þekkt í minni ætt þó að þar séu svo sem algjörir aumingjar líka eins og gengur. Ég er eins og amma í Ólafsvík sem var hörkudugleg kerling.“ Sigurður hefur kennt við Mennta- skólann á Akureyri síðan 1976 og einnig við Háskólann á Akureyri, allt frá stofn- un hans, 1987. Þar fæst hann við efna- fræði, líffræði og skyldar greinar og seg- ist hafa gríðarlega gaman af því að kenna. Varð að eignast staðinn Fyrstu árin eftir að Sigurður hófst handa í Kinninni segist hann hafa eytt löngum tíma á vorin við að klippa niður trölla- víði á Akureyri og raða í kassa. Þetta flutti hann austur og geymdi þar til í maí. Eftir að hafa plægt jarðveginn og mótað beð stakk Sigurður víðinum svo í svörðinn eins og blýöntum. Hann er reyndar enn stórtækur í stiklingarækt; safnar þeim bæði á Ak- ureyri, þegar einhvers staðar þarf að grisja, og ræktar fyrir austan. Inni á milli trjábreiðanna í Maríugerði eru þrjú, stór skeifulaga svæði þar sem Sigurður er með ræktunarbeð og hefur ræktað djöfuldóm af plöntum, eins og hann kýs að orða það, meðal annars aspir, lerki og ýmsar tegundir víðis, sem hann dreifir um landið. „Það má segja að ég hafi ekki eytt miklum peningum í plöntur. Ég hef hins vegar eytt mikilli vinnu í þær en sé ekki eftir því.“ Strax frá byrjun fannst Sigurði gríð- arlega gaman að sjá árangur af stritinu. „Þetta vatt upp á sig og þegar rúmur áratugur var liðinn áttaði fólk sig á því hve svæðið var orðið fínt og að ég hafði lagt alveg fáránlega vinnu í þetta! Ég sá þá að ég yrði að eignast staðinn.“ Eigendurnir voru ekki á einu máli en að sögn Sigurðar stóð Alfreð Schiöth eins og klettur við hlið hans og taldi ekki annað viðeigandi en leigjandinn eign- aðist Maríugerði fyrir sanngjarnt verð, eftir það sem á undan var gengið. „Þremur árum seinna eignaðist ég Maríugerði og er Alfreð ævarandi þakk- látur. Ég átti forkaupsrétt að staðnum ef hann yrði seldur en á tímabili fannst mér eiga að bola mér burt héðan. Stuttu eftir að ég keypti seldu systkinin svo jörðina þannig að þau geta vel við unað.“ Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör. Þegar vöngum er velt yfir því hvernig hann fór að því að reisa nokkur glæsileg hús úr bjálkum og torfi á svæð- inu brosir Sigurður. „Ég veit það varla. Mig langaði bara að prófa að smíða hús! Mér fannst að það myndi gefa staðnum mikið gildi fyrir mig. Ég man varla hvernig þetta byrjaði; líklega þegar ég komst yfir nokkra síma- staura og gat reist grind. Svo prjónaði ég kringum þessa staura og það var ofboðs- lega gaman.“ Þegar Sigurð langaði að byggja bjálka- hús fékk hann góðfúslegt leyfi til þess að hirða hjalla sem hætt var að nota á Dal- vík og þeir reyndust drjúgir. Eitt húsanna á landareign Sigurðar er Hver á sér fegra land? Á bak við þéttan trjágróður við þjóðveginn um Kaldakinn hvílir fallegt leyndarmál. Fáir koma þar við en allir – sem fara með friði, það er að segja – eru velkomnir. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Í fjarska er lítil kirkja sem Sigurður reisti úr trönuspírum og klukknaport úr vörubrettum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.