SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 24
lítil kirkja og þar fyrir framan stendur klukknaport, reist úr vörubrettum. „Nú langar mig í klukku og veit að ég mun fá hana. Ég veit ekki hvar en veit að hún kemur upp í hendurnar á mér fljótlega því slíkt hefur svo oft gerst!“ Á svæðinu eru líka hof að heiðnum sið sem Sigurður reisti. Hann segir að sér hafi áskotnast ótrú- lega margt sem nýst hafi í Maríugerði í gegnum tíðina. „Ég var alltaf að hnjóta um efni sem átti að henda, sérstaklega á meðan ég var í heilbrigðiseftirlitinu á sumrin. Þá kom oft timbur eða járnplötur upp í hendurnar á mér og ég gat alltaf gert mér mat úr því. Mætti með kerru og fyllti af dóti, setti það í hauga hér fyrir austan og vann svo úr þeim.“ Starfsmaður Akureyrar gaf Sigga gamla, góða ofna sem átti að henda. Panellinn í forstofunni var í Möðruvalla- kjallara í Menntaskólanum á Akureyri en átti að henda þegar húsinu var breytt. Þannig mætti lengi telja. Mikið hefur sem sagt verið notað gamalt við lagfæringar á Þinghúsinu og efnið í húsin sem Sigurður hefur reist á landareigninni er nánast allt gamalt. „Kaþólska kirkjan á Akureyri var mér drjúg. Hún var rifin í tvennu lagi; fyrst að utan og skipt um ytra byrði og svo var skipt um innra byrði. Þar féll gríð- arlega mikið til af járni, panel og bitum. Gluggana tóku smiðirnir svo snyrtilega úr að rúðurnar brotnuðu ekki einu sinni. Og þeir voru fegnir, í fyrsta lagi að losna við þetta úr gámunum og í öðru lagi að einhver gat notað þetta. Smiðurinn sem vann við kirkjuna hefur komið hingað og var mjög ánægður með það sem hann sá.“ Mikið fyrir austan Sigurður er mikið eystra á sumrin. „Hér líður mér vel og fólk sækir gjarnan í eitt- hvað sem lætur því líða vel, alveg sama hvort það er áfengi eða eitthvað annað.“ Hann er mikið einn í Maríugerði. „Gréta mín er ekki eins dugleg og ég að vera hér. Hún er lífeindafræðingur og vinnur á Sjúkrahúsinu, vinnur mikið en kemur auðvitað oft. Og hún er „innan- húsarkitektinn“ í Þinghúsinu eins og sjá má. Börnin okkar, sem búa fyrir sunnan, koma líka hingað með börnin og þeim finnst æðislegt að vera hér.“ Sigurður vill frekar vera á landi sínu í Kaldakinn en að ferðast. „Mig langar ekki einu sinn til þess! Hvað á ég að gera til Reykjavíkur? Jú, ég hitti börnin mín, passa barnabörnin, leik við þau og hef gaman af því. Annað hef ég ekki þangað að gera.“ Dóttir Sigurðar og Grétu, Margrétar Ástu Skúladóttur, bjó ásamt fjölskyldu sinni í Svíþjóð í nokkur ár, hjónin fóru í heimsókn nokkrum sinnum en í fríum fer eiginkona Sigurðar gjarnan með móður sinni og systrum til sólarlanda eða annarra fjarlægra staða. Sigurður segist ekki myndu „meika“ slíkar ferðir og ekki sé lengur gert ráð fyrir þátttöku hans þeim … Sigurður er þó Reykvíkingur, uppal- inn í Kleppsholtinu, en á ættir að rekja í Þingeyjarsýslu. Afi hans og nafni var úr Reykjadal, kaupfélagsstjóri á Húsavík, og amman úr Laxárdal; skáldkonan Hulda, Unnur Benediktsdóttir frá Auðn- um. Hulda orti kvæðið fallega, Hver á sér fegra föðurland. Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð. Þarna er vitaskuld ort um Ísland en kalla mætti Maríugerði friðsælt býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Maríugerði er ekki sýnileg frá veg- inum eins og áður. Engan grunar líklega hvað leynist bak við þétt trjábeltið en stöku sinnum kíkir einhver í heimsókn og Sigurður segir alla velkomna sem fara með friði. Yndi af gömlum hlutum Margt er dýrgripa í hans augum í Mar- íugerði; fæst líklega metið til mikils fjár en þó fjöldi gamalla gripa sem hann hef- ur sankað að sér í gegnum tíðina. Út- vörp, forláta saumavél og fleira. Hann hefur augljóslega yndi af gömlum hlut- um og dæmin um það eru mörg. Hann sýnir mér skrifborð sem var uppi á háalofti heima hjá honum í gamla daga. „Það þótti ljótt en ég tók það niður og hafði í mínu herbergi sem mennta- skólastrákur. Strax þá fannst mér svona gamalt dót flott.“ Þetta er gamla skrif- borð Sigurðar kaupfélagsstjóra og stóll við. Bækur í hillu vekja athygli. Þar eru Ís- lendingasögurnar, Jón Trausti, Gunnar Gunnarsson „og amma gamla komplett. Mér finnst notalegt að eiga gamlar bæk- ur eins og aðra gamla hluti. Sumu hef ég safnað markvisst en annað hef ég eignast fyrir tilviljun. Til dæmis þetta land. Mér finnst það mikil gæfa að ég skyldi eign- ast það.“ Siggi hefur keypt töluvert af efni í gegnum tíðina, gleri, málningarvörum, fúavarnarefni og þvílíku en langmestu verðmætin eru fólgin í vinnu. „Ég hef eytt gríðarlegum tíma í þetta og þar af leiðandi vanrækt eitthvað annað. Ég er sem sagt ekki alltaf heima hjá mér!“ Í kennarastarfinu gefst raunar oft góður tími til að sinna áhugamáli eins og þessu; hann nefnir jólafrí, páskafrí og sumarfrí. „Yfir veturinn kem ég aldrei sjaldnar en einu sinni í viku og stundum oft í viku að sumri til. Húsið er gamalt og viðkvæmt og það verður að hugsa vel um staðinn. Ef ég hætti að slá reglulega fer allt á hliðina á mánuði. Ég gæti sennilega ekki einu sinni keyrt sláttu- vélina um svæðið eftir þann tíma.“ Svæðið er fimm hektarar í heild, sem fyrr greinir, en Sigurður segist slá um tvo hektara í hverri viku. „Helming með handafli og helming með litlum traktor. Það er miklu skemmtilegra að slá með handafli á meðan maður getur; það er mjög fín líkamsrækt. Svo þegar ég hætti að geta það hef ég það val að fá mér sláttuvél með drifi sem ég þarf bara að elta.“ Enginn veit hvað verður þegar hann hættir að geta elt sláttuvélina. „Þegar ég verð orðinn svo örvasa að geta ekki séð um svæðið þá væri best að deyja og ganga í Hofið að heiðnum sið. Nú eða þá í bjálkakirkjuna ef það virðist betri valkostur …“ Gamli samkomusalur Ljósvetninga er nú glæsileg stofa. Eldhúsið fyrir enda salarins. Sigurður segir það góða líkamsrækt að slá einn hektara á viku með handsláttuvél. „Já, ég er ástríðukarl,“ segir Sigurður aðspurður. „Það má segja að þetta sé besta ástríða sem ég hef fengið; trjárækt er að minnsta kosti ekki jafnhættuleg og fallhlífarstökk.“ Sigurður segist eflaust öfgamaður að sumu leyti. „Ég er óvirkur alkóhólisti, og eyddi dálítlum tíma í það líka, þannig að ég fer mjög djúpt í allt sem ég geri. Maríugerði er mér guðsgjöf en það er ekkert víst að öðrum þætti þetta svona mikils virði. Sumir vilja ferðast eða safna frímerkjum eða horfa á fótbolta. Það gefur þeim lífsfyllingu og gleði en þetta hér uppfyllir allar mínar þarfir.“ Krabbamein í tvígang Sigurður, sem er liðlega sextugur, hefur á orði að eftir því sem árin líða átti hann sig á því, eins og svo margir aðrir, hve lífið byggist mikið á því að vera við góða heilsu. Hann hefur tvisvar fengið krabbamein. „Fyrst krabbamein í skjaldkirtil um 1990. Ég var skorinn upp, krabbanum hent og þetta breytti í raun litlu fyrir mig. Fyrir þremur árum gerði hann svo vart við sig aftur, auk þess sem ég fékk húðkrabba- mein sem var nokkuð alvarlegt. Þá gat brugðið til beggja vona en ég var heppinn. Ég er því algjörlega meðvitaður um það hvað líkamleg heilsa skiptir miklu máli. Ég hef alltaf verið mjög vak- andi yfir sjálfum mér og heilsunni; hlaup og hvers konar lík- amsrækt er mjög góð leið til að fylgjast með sér. Ef menn allt í einu geta ekki gert eitthvað sem þeir eru vanir að geta vita þeir að eitthvað gæti verið að.“ Skemmtilegt líf Sigurður segist mikið hafa hugsað um lífið þegar hann veiktist aftur. „Líf mitt hefur verið skemmtilegt og margbreytilegt; ég hef tekið mér rétt til að gera margt sem hefur verið ógeðslega gaman! Ég hef því ekki rétt á því að kvarta. Miklu yngra fólk en ég deyr af ýmsum ástæðum, þess vegna er ég þakklátur og vil njóta lífsins á meðan það er hægt.“ Hef ekki leyfi til að kvarta Einn bekkjanna sem raðað var meðfram veggjum sam- komusalarins á sínum tíma er varðveittur í kjallara hússins. Sigurður kaupfélags- stjóri á Húsa- vík átti skrif- borðið og stólinn. Viltu vindil? Vindlakassi afa Sigurðar og nafna, kaupfélagsstjórans á Húsavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.