SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Qupperneq 17

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Qupperneq 17
18. júlí 2010 17 Daniel Hannan er fæddur árið 1971 í Lima, höfuðborg Perú. Hann stundaði nám við Oxford-háskóla og útskrifaðist þaðan með meistaragráðu í sagn- fræði. Hann tók fyrst sæti á Evr- ópuþinginu árið 1999 og hefur setið þar síðan. Hann hefur ennfremur verið leiðarahöfundur hjá breska dag- blaðinu Daily Telegraph og heldur úti vinsælli bloggsíðu á heimasíðu blaðs- ins. Þá hefur hann ritað ýmsar bækur bæði um Evrópumál og stjórnmál al- mennt. Hannan hefur verið mjög gagnrýninn á Evrópusambandið og m.a. talað fyrir því að Bretar segðu skilið við sam- bandið og gerðust á ný aðilar að Frí- verslunabandalagi Evrópu (EFTA) með Íslandi, Noregi, Sviss og Liechten- stein. Einkum á þeim forsendum að ríkjum EFTA hafi tekist að tryggja mun meiri lífsgæði fyrir íbúa sína en Evr- ópusambandið. Þá segir hann sam- bandið ólýðræðislegt skriffinnskubákn sem taki sífellt til sín meira af fullveldi ríkja sinna. Hannan var einn af fáum breskum stjórnmálamönnum sem tóku upp hanskann fyrir Íslendinga þegar rík- isstjórn Gordons Brown beitti hryðju- verkalögum gegn íslenskum hags- munum í Bretlandi haustið 2008 og krafðist endurgreiðsla frá Íslendingum fyrir Icesave-innlánsreikninga Lands- banka Íslands. Hannan var einnig einn fárra breskra þingmanna sem lögðust á sínum tíma gegn innrás Breta og Bandaríkjamanna í Írak. Þá hefur hann gagnrýnt harðlega hvernig kínversk stjórnvöld hafa gengið fram gegn íbú- um Tíbet. Þess má að lokum geta þess að Hannan hefur heimsótt Ísland reglu- lega undanfarna tvo áratugi og hélt m.a. steggjarveislu sína hér á landi á sínum tíma. Hver er Daniel Hannan? ’ Evrópusam- bandið er komið á það stig að vera nánast algerlega sama um afstöðu almennings. Litið er á almenningsálitið fyrst og fremst sem hindrun sem þurfi að komast framhjá fremur en ástæðu til þess að endurmeta stefnuna.“ niel Hannan gmaður breska dsflokksins. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.