SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Qupperneq 12
12 8. ágúst 2010
Miðvikudagur
Elísabet Kristín Jök-
ulsdóttir Faðir minn
Jökull Jakobsson
hafði annálaða rödd,
fólk hélt varla vatni yf-
ir röddinni, einhverntíma ákvað ég
að leyfa tvíburasonum mínum að
heyra þessa rödd afa þeirra og fékk
lánaða upptöku úr útvarpinu. Tví-
burarnir voru ekki seinir að átta sig
og sögðu: Það er einsog þessi mað-
ur sé í kremju undir borði.
Mánudagur
Ragnar Jónasson
Bækur lesnar árið
2010; bók nr. 14 /
books read in 2010,
no 14: Las loksins
frábæra glæpasögu Arnaldar, Harð-
skafa, sem er sú besta sem ég hef
lesið eftir hann, en hef þó ekki lesið
allar.
Sunnudagur
Hildigunnur Sverrisdóttir dagur tvö
á kjálkanum enginn eftirbátur hins
fyrri: Sund í súrreal ljósazúrbláum
bárum á Rauðasandi í stórkostlegu
veðri, kaffi og meððí á flæðunum
og svo píratískt stuð hjá tvíbur-
unum í sjóræningjasetri – við neit-
um að yfirgefa hótelið Ráðagerði …
aaaaahhhhh hvað lífið er ljúft á
Patró – en samt segir mér eitthvað
að öll renni vötn til Dýrafjarðar?
Fésbók
vikunnar flett
Á Reykjavík að gerast
vinaborg Múmíndals?
N
ú eru krúttin og krútt-
kynslóðin komin í pólitík,
frábært. Þá verður allt svo
sætt og fallegt, meira að
segja hundleiðinleg vinabæjarhefð
borgarstjórnar verður að ævintýri. Í
staðinn fyrir að gamlir og feitir sósíal-
demókratar takist í hendur og skáli þá
koma ævintýrapersónur á sviðið og
sveipa athöfnina barnslegum blæ.
Þetta er svo sætt að mig langar til að
æla. Má ég þá frekar biðja um gömlu
góðu Samspillinguna, það var allt svo
einfalt í þeirri spillingu. Pólitíkusar
sem gáfu gæðingum sínar fínar stöður,
gáfu Framsókn sem hélt R-listanum í
stjórn leyfi til að leika sér með sjóði
Orkuveitunnar og þeir voru í þessu
klassíska: fara í laxveiðar, hlæja með
útrásarvíkingunum, lofa Fréttablaðið,
styrkja Baugspennana, vera á fyrsta
farrými, drekka kampavín, rækta
útrásarrisarækjur og daðra við flug-
þjóna. Maður þoldi þetta ekki á meðan
á því stóð en núna saknar maður þess.
Hugmyndin hjá krúttunum er að
draga töfrablæ bernskunnar og æv-
intýranna inní pólitíkina og gera þann
harða realisma sem þar ríkir fullan af
gleði og barnslegu sakleysi. En það
sem gerist er þveröfugt. Harður real-
ismi pólitíkinnar kemur með sína
brútal hönd inn í heim bernskunnar
og eyðir þar öllu sakleysi. Áður en
krúttin fóru að seilast til valda gat fólk
með ýmiskonar pólitískar skoðanir
sameinast í kringum börnin og þann
heim sakleysisins. En nú á að pólití-
sera þann heim líka. Auðvitað hafa
leikskólakennarar árum saman kennt
börnum Maístjörnuna og önnur ljóð
og lög sem hafa verið ort til dýrðar
einni mestu morðstefnu síðustu aldar.
En þesskonar áróður kennara á sak-
laus börnin er ekki markviss eða með-
vitaður. Það er erfitt að ætlast til þess
að kennarar geti verið með börnunum
allan daginn án þess að lífsskoðanir
þeirra komi fram. En þegar pólitík-
usar eru farnir að gera markvissa og
meðvitaða árás inní heim sakleysisins
og bernskunnar þá er það bara ljótt.
Múmínálfarnir eru persónur úr ein-
hverjum fallegustu ævintýrum bók-
menntasögunnar. Allir foreldrar geta
notið stundar með börnum sínum í
Múmíndalnum. En nú er það að
breytast því Múmínpabbi er orðinn
fylgjandi ESB. Nú er Jón Gnarr orðinn
vinur Múmínpabba og sá álfur vænt-
anlega fylgjandi verkum Jóns Gnarr.
Pólitíkin er ekki falleg tík. Sú tík á
ekki heima á meðal álfa í Múmíndal.
Né eiga álfarnir heima hjá henni, þótt
það séu ógurleg krútt sem hafa nú lík-
amnast í skinni hennar í borgarstjórn-
inni.
MÓTI
Börkur
Gunnarsson
Rithöfundur
og kvikmynda-
leikstjóri
Þ
að er löngu tímabært að Reykjavík
verði vinabær Múmíndals og gott
að Jón Gnarr borgarstjóri skuli nú
ganga fram fyrir skjöldu og ljá
máls á því. Múmíndalurinn á nú þegar stór-
an hlut í hjarta margra borgarbúa svo það
hlaut að koma að þessu. Sjálf heillaðist ég af
Múmíndal þegar ég var unglingur og sá
fremur drungalegar finnskar klippimyndir í
Ríkissjónvarpinu um atburði sem þar höfðu
gerst.
Þeir sem eru hvað atkvæðamestir í Múm-
índalnum eru sjálf múmínfjölskyldan,
Múmínmamma, Múmínpabbi og Múmínsn-
áðinn, og vinkonur þeirra, Snorkstelpan og
Mía litla. Þau eru ekki ósvipuð okkur Reyk-
víkingum og því ekki að efa að einhverjum
borgarbúa þyki þeir þekkja einhvern úr
frændgarði sínum í þessum hópi, svo sem
þunglynda fjölskylduföðurinn sem er alltaf
með bók í smíðum. Stundum verður brings-
malaskottan honum um megn og þá siglir
hann út í vita til að fá að vera í friði. Fleiri
verur eru þarna á sveimi sem búa sömuleiðis
yfir kunnuglegum eiginleikum; Filifjonkan
hefur áhyggjur af öllu, Pjakkur er hrekkja-
lómur sem leggur sig fram um að koma öllu í
bál og brand, Bísamrottan þykist allra gáf-
uðust og Hemúllinn röltir um með stækk-
unarglerið sitt og hefur engan áhuga á því
sem gerist fyrir utan hans þrönga heim.
Ég el þá von í brjósti að borgarstjóri ráði
einmitt Hemúlinn til að fara yfir reikninga
borgarinnar og athuga hvar heppilegast er
að skera niður. Hann virðist einmitt nógu
einbeittur til að geta valdið því verkefni.
Aukin samskipti við Múmíndælinga gætu
svo sannarlega komið Reykvíkingum og
reyndar allri þjóðinni til góða því þeir eiga
það sameiginlegt með okkur að hafa oft
þurft að glíma við óblíð náttúruöfl. Eldgos
hafa leikið þá grátt, flóðbylgja kom eitt sinn
öllu á flot og sökkti þá til að mynda leikhús-
inu þeirra. Margir óttuðust síðan heimsendi
þegar spurnir bárust af því að halastjarna
væri á leiðinni. Þó hafa íbúar Múmíndals
alltaf búið yfir nægum innri styrk til að sigr-
ast á erfiðleikunum.
Satt best að segja vil ég ganga eilítið lengra
en að Reykvíkingar taki aðeins upp vina-
bæjarsamband við Múmíndal. Morrinn, sem
kemur með veturinn, hefur nú fyrir margt
löngu haft tvöfaldan ríkisborgararétt og
virðist verja stærstum hluta ársins hér á
landi. Ég vil að Múmíndælingar og Reykvík-
ingar hafi allir tvöfaldan ríkisborgararétt og
geti litið á bæði Múmíndal og Reykjavík sem
heimili sitt. Við erum hvort eð er svo lík að
vart má á milli sjá.
Ekki væri ónýtt að Sumardagurinn fyrsti
yrði alltaf haldinn hátíðlegur með því að
Múmínmamma og borgarstjóri skiptust á
skeljum úr sinni heimabyggð og síðan
snæddum við öll saman sultu beint úr krús-
inni, eins og Múmíndælingar gera gjarnan. Í
Múmíndalnum er það nefnilega oftast það
litla sem gleður.
MEÐ
Gerður Kristný
Guðjónsdóttir
Rithöfundur og
skáld