SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Side 22
þekking á virkjun jarðhita sem við flytj-
um nú út til annarra þjóða. Í 100 mw
orkuveri á Reykjanesi er jarðvarminn að-
eins nýttur að litlu leyti, megnið af
orkunni rennur þar sem sjóðheitur sjór í
stokk til sjávar. Búið er að kaupa viðbót-
argræjur fyrir nokkra milljarða sem safna
ryki og óvíst hvað gert verður því auð-
lindin er ekki talin þola meira álag til
lengdar. Þetta er annað vinnulag en tíðk-
aðist þegar Hitaveita Suðurnesja var
þjónustustofnun sveitarfélaganna sem
byggðu hana upp – þegar frábært starfslið
sigraðist á tækniörðugleikum og skóp
þekkingu sem nú er útflutningsvara og
gæti orðið auðsuppspretta fyrir gróðap-
unga sem engan þátt áttu í þeirri sköp-
un.“
Er ekki nauðsynlegt fyrir Íslendinga á
þessum tímapunkti að skapa þjóðinni
gjaldeyristekjur til þess að standa undir
afborgunum af tröllauknum erlendum
lánum? Er ekki ljóst að ef ekki koma inn
erlendir fjárfestar eiga lífskjör eftir að
skerðast verulega hér á landi á næstu
árum?
„Hin tröllauknu erlendu lán eru um-
deild, ekki bara hversu háar upphæðir sé
um að ræða heldur einnig hvort „við“
eigum að borga þau og hvort við getum
það. Þurfum við ekki fyrst að leysa það
hvort við viljum taka á okkur skuldir
einkafyrirtækja?
Hvaða afleiðingar mun það hafa á næstu
kynslóðir ef við munum þurfa að selja öll
auðæfin okkar til að þóknast kröfuhöfum
– kröfuhöfum sem margir voru þegar
búnir að græða vel á viðskiptum hér? Mér
fannst það mjög uppörvandi þegar ég
heyrði að Barack Obama hefði fyrir um
tveimur vikum breytt lögum í Bandaríkj-
unum. Hann sagði að bandaríska þjóðin
þyrfti, vegna þessara laga, aldrei framar
að borga reikning vegna mistakanna á
Wall Street. Skattgreiðendur þyrftu ekki
framar að borga brúsann af mistökum
viðskiptalífsins. Punktur. Ef stór fjár-
málastofnun fer á hausinn munu banda-
rísk lög hindra það að allt hagkerfið drag-
ist ofan í svaðið, fari með í fallinu. Hann
sagði: „Við verðum öllu heldur að vinda
ofan af klúðrinu. Og við munum setja
nýjar reglur sem tryggja að ekkert fyr-
irtæki sé verndað vegna þess að það sé
„too big to fail“.“
Ef íslenskir stjórnmálamenn vilja fara
að óskum þjóðar sinnar þurfa þeir að
finna leiðir til að verja aðgang að orku-
lindum jafnvel þótt þeir þurfi að breyta
lögum. Við búum í heimi þar sem komm-
únismi og kapítalismi hafa runnið sitt
skeið á enda og það þarf nýsköpun í
stefnu þjóðarinnar sem bjargar okkur í
okkar einstæðu aðstæðum. Þetta kallar á
hugrekki. Er það rétt að við getum ekki
sjálf byggt upp atvinnutækifæri hér? Ég
heyrði áhugaverða hugmynd um daginn:
Fyrst peningar voru fluttir út í stórum stíl
fyrir hrun, m.a. af lífeyrissjóðunum,
hvers vegna nota lífeyrissjóðirnir ekki ið-
gjöldin sem innheimt eru af launafólki til
þess að fjárfesta í atvinnuuppbyggingu
hér á landi?“
Pétur H. Blöndal þingmaður hefur tal-
að um að annað af tvennu gerist eignist
opinberir aðilar hlut Magma Energy í HS
Orku. Annaðhvort stöðvist fram-
kvæmdir í orkugeiranum eða skuldsetn-
ing í greininni vaxi sem er ærin fyrir.
Hvernig sérðu fyrir þér framtíð orku-
nýtingar á Íslandi?
„Mér finnst ekki bara ein lausn við
vandanum. Íslenskir vísindamenn segja
að ef við byggjum tvö álver í viðbót séum
við líklegast búin að nota alla þá jarð-
varmaorku sem við höfum.
Finnst einhverjum, eins og Árna Sig-
fússyni, ekki frekja að ákveða núna að
taka orku frá svona mörgum svæðum í
svona langan tíma? Hvað ef barnabörn
hans hafa eitthvað annað í huga? Við
myndum heldur ekki standa við gefin lof-
22 8. ágúst 2010
„Málið er að mér finnst bara vanta svo frjósemi
og hugmyndir,“ segir Björk. „Það er hægt að
gera svo margt annað. Hér að neðan kemur listi
sem er unninn upp úr fyrirtækjahugmyndum
sem hafa komið frá sprotafyrirtækjum, ný-
sköpunar- og atvinnuuppfinningafólki og fjár-
festum um allt land.“
Hefst svo upptalningin.
„Það er hægt að selja vatn, t.d í orku- og te-
drykki. Við gætum framleitt litlar færanlegar
jarðvarmavirkjanir til útflutnings, heilsuböð,
við gætum ræktað matvöru sem krefst mikils
vatns, ilmvötn, linsuvökva, snyrtivörur. Við
gætum gefið gróðurhúsum sama afslátt á raf-
magni og stóriðjan fær, stefnt að því að allt
grænmeti á Íslandi sé íslenskt, hægt er að fram-
leiða barnamat, gæludýramat, frostþurrkuð
prótein fyrir matvæla-, lyfja- og efnaiðnað þar
sem nóg er af próteinum úr fiskafgöngum og
afgöngum frá sláturhúsum. Þessi framleiðsla
þarf mikla orku og gufu í þurrkun. Binding CO2
til að framleiða íblöndunarefni fyrir bensín. Við
gætum orðið brautryðjendur í umhverf-
isvænum vörum eins og endurnýtingu á bagga-
plasti og öðru plasti til að framleiða vegastikur
og aðrar vörur. Við gætum endurnýtt sorp og
búið til bioolíu og biokol. Svo eru hugbún-
aðarlausnir eins og tungumálakennsla á netinu,
gagnabankar, hugbúnaður fyrir tónlistar- og
kvikmyndaiðnað, sem hjálpa foreldrum að
hjálpa börnum að stýra leikja- og netnotkun,
hugbúnaður til að hjálpa lögreglunni við að
berjast við barnaníðinga, leitarbúnaður fyrir
lögreglu, tónlistarsala, ýmiss konar hugbún-
aður til að gera skipum, heimilum og far-
artækjum kleift að nýta orku betur og draga
þannig úr orkunotkun, veðurspárforrit, endur-
hanna rafmagnstöfluna og gera fólki kleift að
fylgjast með rafmagnsnotkun, leitarbúnaður
fyrir umfjöllun á netinu, fjármálahugbúnaður
fyrir einstaklinga, gagnaver, teiknimyndagerð,
tölvuleikjagerð, kafbátaframleiðsla, ræktun á
bláskel. Svo eru auðvitað endalausir mögu-
leikar tengdir læknisþjónustu, ferðaþjónustu og
kennslu, t.d. nýting gufu og/eða heits vatns og
virkjun alls hugvitsins, reynsluþekkingar á
vettvangi. Svo er það íslensk hönnun á barna-
leikföngum sem eru framleidd eftir fairtrade-
stöðlum í þróunarríkjum, nútímavæðing heil-
brigðisþjónustunnar með gagnageymslu í
tölvuskýinu, leikjavél sem býr til leiki með því
að nýta sér gervigreind, hlusta á netið og tengja
saman viðfangsefni og skynjun og tilfinningar,
undirvagn fyrir rafmagnsbíl sem getur keyrt á
hlið, grænasta gagnageymsla í heimi fyrir staf-
ræn gögn, rafmagnslyftur fyrir ruslabíla sem
gera ruslabílinn miklu umhverfisvænni og
hljóðlátari, búa til húð til að græða sár úr fisk-
roði, steinasöfn, Vatnajökulsþjóðgarður, list-
og menningarviðburðir úti í náttúrunni, skóli/
rannsóknarsetur um loftslagsbreytingar þar
sem jöklarnir okkar eru skólabókardæmi um
áhrif loftslagsbreytinga, steinateppi í gólf,
klæðning t.d. í sundlaugar.“
Frjósemi og hugmyndir