SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Side 28
28 8. ágúst 2010
Þ
að er eins og bergrisi æði um
hafflötinn ábúðarmikill, þakinn
hátt í hundrað þúsund súlum á
bakinu. Bergrisinn er í Eldey,
einu stærsta súlubæli í heiminum. Það er
eins og hann lyfti hausnum efst á eyjunni
og kíki á flugvélina sem flýgur yfir hann.
Þar má sjá vinstri vangann, auga, nef og
munn ef hugmyndaflugið fær að komast
að. Skyldi hann muna eftir mér?
Eldey er móbergseyja, hrjóstrugur
klettur um 13 mílur frá landi og um 76
metra hár. Það getur verið svolítið vara-
samt að fljúga við Eldey. Það má ekki
fljúga of lágt vegna þess að súlan er mest
á flugi í svipaðri hæð og eyjan sjálf og
neðar. Súlan víkur ekki fyrir annarri um-
ferð. Því vorum við aðeins hærra til að
vera öruggir um að fá ekki þennan risa-
fugl á okkur.
Eldey var klifin fyrst af Eldeyjar-Hjalta
og tveimur Vestmannaeyingum rétt fyrir
aldamótin 1900. Eldey var nytjuð á árum
áður aðallega af Vestmannaeyingum og
mönnum úr Höfnum.
Síðasti leiðangur í Eldey til súluveiða
var farinn rétt fyrir 1930 og lentu menn í
vandræðum með að komast úr eynni þar
sem það brimaði snögglega. Gripið var til
þess ráðs að hella olíu og lýsi í sjóinn til að
róa brimið og bjarga mönnunum af upp-
göngusteðjanum á eynni. Síðan hafa tveir
leiðangrar klifrað upp í eyjuna, sá síðasti
árið 1982, og báðir á vegum Árna Johnsen
og vina hans úr Vestmannaeyjum. Á síð-
ustu árum hafa menn farið í Eldey á þyrl-
um þegar enginn fugl er í eynni, meðal
annars til að setja upp vefmyndavél.
Það var svolítið kvíðvænleg sigling frá
Höfnum út í Eldey árið 1982. Mér bauðst
að fara með og klífa þennan 76 metra háa
þverhnípta hamar sem slútti fram yfir sig
síðustu tíu metrana. Ég hafði bara stund-
að fjallgöngur á þeim tíma og aldrei klifið
hamravegg.
Árni Johnsen sem þá var blaðamaður á
Morgunblaðinu tók mig eiginlega að sér,
unglinginn í sumarvinnu, eins og svo
marga aðra sumarstarfsmenn á þeim
tíma, með léttlyndi og áræði að vopni inn
í framtíðina. Þá voru góðir tímar og það
var eins og það væri eilíft sólskin í huga
mínum, vandræði voru ekki til. Þau
komu síðar á lífsleiðinni, oftast að
óþörfu; við búum þau flest til sjálf. Það er
eins og sólin hafi sest á Íslandi um stund.
Þarf fólk ekki að fá að vera til og njóta
lífsins, er það ekki það sem lífið snýst
um? Það er óþarfi að flækja hlutina um of
og gera þá erfiðari en nauðsynlegt er.
Árni sagði: „Það er ekkert mál að klífa
Eldey. Þetta er beljuvegur, en við förum
samt varlega.“ Eyjan reis úr hafi fyrir of-
an okkur, þvílíkur beljuvegur. Ég hafði
rekið beljur í sveitinni en aldrei lóðrétt
upp í loftið. Ég sagði ekki orð og lét engan
sjá að ég væri skíthræddur við að klífa
eyjuna. Ég varð að fara upp. Ég þurfti að
vinna fyrir síðustu afborgun af íbúðinni
sem við hjónin höfðum keypt okkur. Við
áttum ekki alveg fyrir henni. Lífið var að
byrja og ég var búinn að fá vilyrði fyrir
því að selja myndirnar fyrirfram úr ferð-
inni.
Dansandi álstigi
Það voru hröð og fumlaus handtök Vest-
mannaeyinganna við að komast á steðj-
ann með allan búnaðinn. Súlli á Salta-
bergi, Hlöðver Johnsen bjargveiðimaður,
sem hafði kennt flestum þessara Eyja-
peyja að spranga og klífa kletta, fóru með
bæn áður en haldið var í bergið. Það var
róandi að hafa Súlla með, hann var ör-
yggið uppmálað. Í þessari ferð var Eldey
klifin í fyrsta sinn af konu, Halldóru Fil-
ippusdóttur flugfreyju.
Það var svolítið sérstakt að horfa á
þessar klifurmýs frá Vestmannaeyjum.
Þetta var ekkert mál fyrir þessa menn,
þeir fóru upp og niður þverhníptan ham-
arinn og festu nagla til þess að halda í og
til stuðnings á leiðinni upp bergvegginn.
Leiðangursmönnum hafði verið bann-
að að nota naglabyssu til að festa naglana
í bergið og það varð að taka þá úr berginu
á leiðinni niður. Ekki er nú öll vitleysan
eins, en mikil er hún stundum og eig-
inlega allt of oft.
Rökin fyrir því að það mætti ekki nota
naglabyssu, sem hefði auðveldað klifrið,
flýtt fyrir uppgöngu og aukið öryggi okk-
ar, voru þau að við myndum fæla fuglinn
úr eyjunni og hann kæmi aldrei aftur.
Hávaðinn í súlubælinu var svo mikill
að súlan hefði sennilega ekkert heyrt þó
skotið hefði verið úr fallbyssu við haus-
inn á henni. Eins hefði verið mikið öryggi
að hafa naglana fasta í berginu fyrir sjó-
menn í neyð þyrftu þeir að komast á
neðstu syllur eyjarinnar úr sjávarháska.
Uppgangan í eyjuna var erfið. Súlli
sagði mér að fara í ullarsokka yfir striga-
skóna, það væri ekki eins sleipt. Syll-
urnar voru stundum nokkrir sentimetrar
sem gengið var á í þverhníptu berginu.
Það mátti ekkert út af bregða. Biðin á
syllunum var stundum löng á meðan
menn festu nagla í bergið. Ég horfði á sel-
ina leika sér í öldurótinu fyrir neðan og
öfundaði þá af því að vera ekki í þessari
miklu hæð. Ég hugsaði til baka til að
dreifa huganum, þegar ég var sex ára
gamall stökk ég fram af þriggja hæða húsi
með eldhússvuntuna hennar mömmu
bundna á bakið sem fallhlíf. Ég sveif að-
eins en ekki langt. Höggið var mikið, ég
man það enn, samt fótbrotnaði ég ekki.
Það er í eina skiptið sem ég hef verið
rassskelltur á ævinni fyrir óþekkt. Það
var annað en frændur mínir á Djúpavogi,
sem voru rassskelltir reglulega eftir þörf-
um. Þeir voru svo óþekkir. Núna vildi ég
alveg hafa eitthvað sem ég gæti svifið á til
jarðar, þannig leið mér bíðandi á syll-
unum eftir því að komast upp og vonandi
niður aftur.
Þegar upp var komið blasti við heimur
hrjóstrugs landslags og gargandi fugla.
Það var stórkostlegt. Menn gengu í verk-
in, merktu fugla og skáru unga lausa úr
hreiðrunum. Það var mörgum fuglinum
bjargað þennan dag.
Flaug út af veginum
Að fara niður eyna fannst mér ekkert
mál. Ég var laus við lofthræðsluna. Farið
var fram af brúninni á álstiga sem dansaði
í vindinum – og það var eiginlega verst.
Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðar-
maður og vinur minn, var í tíu manna
hópi manna sem klifu Eldey þennan dag
og var ég honum samferða í bíl heim um
nóttina. Í svörtu myrkrinu á Keflavíkur-
veginum stökk allt í einu rolla út á veginn
í veg fyrir bílinn, það skipti engum tog-
um, Palli beygði frá til að keyra ekki á
rolluna og flaug út af veginum. Það var
Sagan bak við myndina
Ragnar Axelsson rax@mbl.is
Þverhníptur
beljuvegur
Bergrisinn í Eldey með gargandi fuglager á bakinu.
Leiðangursmenn á syllum í berginu á leiðinni upp.