SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Side 30
30 8. ágúst 2010
Þ
að hefur verið nokkur íþrótt vinstri-
manna allra landa að gefa til kynna að
ýmsir forsetar Bandaríkjamanna úr röð-
um repúblikana séu fremur illa gefnir,
jafnvel jaðri við það að vera vanvitar, öfugt við
gáfumennin úr röðum vinstri manna sem þjóðin
hafði ekki vit á að kjósa það sinnið. Þetta var lengi
reynt við Reagan, einn vinsælasta forsetann, fyrr
og síðar. Hann átti að vera fávísi leikarinn sem
skolaðist inn í Hvíta húsið fyrir góðan talanda og
leikræna tilburði, eftir að hafa sigrað gáfumanninn
Carter, sem sagður var lesa skýrslur embættis-
manna 18 tíma á sólarhring og setja sig inn í hvert
atriði með aðdáunarverðum hætti. En jafnframt
tókst Carter með hausinn fullan af fróðleik þó að
verða fremur misheppnaður forseti, sem dró úr
sjálfstrausti Bandaríkjamanna og veikti frumkvæði
þeirra og samkeppnishæfni, sem lengi hafði verið
þeirra aðalsmerki.
Smáatriða vit
Reagan forseti hafði svo sannarlega ekki öll smáat-
riðin á sínu valdi og kærði sig heldur ekkert um
það. En stóru línurnar vöfðust ekki fyrir honum og
eftir að heimildir um forsetatíð hans hafa opnast
smám saman kom í ljós að hann hafði verið harð-
duglegur, stundvís og vinnusamur og sett sig óað-
finnanlega inn í þau mál sem kröfðust athygli
hans. Og það sem kom þvert á kenningarnar og
spunann þá hafði hann samið mikilvægustu ræður
sínar sjálfur eigin hendi og stundað miklar bréfa-
skriftir að auki. Það var á hinn bóginn merki um
tilgerðarlaust sjálfstraust hans, að hann tók til-
raunum til að gera lítið úr gáfum hans, hæfni og
dugnaði eins og himnasendingum og ýtti undir
þær með sögum sem hann sagði sér og öðrum til
gamans, sem áttu að sanna hve hann væri orðinn
gamall, latur og út að aka. Varaforseti eftirmanns
hans á forsetastóli, Dan Quayle, fékk heldur betur
að finna til tevatnsins að þessu leyti og var reyndar
auðvelt skotmark vegna seinheppni og klaufahátt-
ar, sem náði hámarki þegar hann leiðrétti nem-
anda í grunnskóla, duglega blökkustúlku, sem
skrifað hafði orðið kartafla á töflu upp á enskan
máta. Varaforsetinn leiðrétti nemandann í við-
urvist milljóna manna sem fylgdust með í sjón-
varpi og hætti ekki fyrr en hún stafsetti orðið vit-
laust. Grínistarnir sögðu þá að þeir launmorðingjar
sem höfðu haft á sinni dagskrá að ráða gamla Bush
af dögum og fylgst höfðu með sjónvarpinu hefðu
snarlega hætt við þegar þeir sáu til varaforsetans
og þar með gert lífvarðasveitum forsetans starfið
mun auðveldara.
Símtal við Bush Bandaríkjaforseta
Þegar sonur þess forseta, Bush yngri, varð forseti
fór heimsku-áróðurinn af stað af miklum þunga.
Meisturum þess spuna varð nokkuð ágengt með
þúsundum greina, tugum bóka og bíómynda, enda
átti forsetinn til að mismæla sig og skipa setning-
unum með óvenjulegum hætti. „Don’t mis-
underestimate me“ varð frægt og var reyndar rétt
eftir haft að auki, sem jók gildi þess. En þeir sem
unnu með forsetanum höfðu aðra sögu af honum
að segja. Nýjasta bókin frá Hank Poulson, fjár-
málaráðherra Bandaríkjanna þegar fjármála-
kreppan skall á með fullum þunga haustið 2008,
dregur upp gjörólíka mynd. Lýsing hans á forset-
anum þegar öllum þeim illleysanlegu vandamálum
var dembt yfir hann er athyglisverð. Hann hélt ró
sinni fullkomlega, var yfirvegaður, spurði réttu
spurninganna – það var þýðingarmikið þar sem
tíminn var naumur – og stóð fast við bakið á sínum
mönnum við hverja aðgerð og fékk ekki bakþanka,
hvað sem á dundi. En það sem Poulson fjár-
málaráðherra þótti þó athyglisverðast var, að það
vottaði aldrei fyrir því að forsetinn velti því fyrir
sér hvaða áhrif þessir hrikalegu atburðir kynnu að
hafa á stöðu og álits hans sjálfs. Sjálfhverfari menn
hefðu brugðist öðruvísi við, og það er því miður
ekki vöntun á slíkum, hvorki hér á landi né annars
staðar meðal stjórnmálaforingja.
Bréfritari var eitt sinn staddur á Plaza-hótelinu í
New York og horfði á viðtal við Bush forseta í sjón-
varpinu. Þá vildi svo til að lífvarðarforingi bankaði
og sagði að forsetinn vildi hafa tal af bréfritara og
myndi hringja kl. 8 næsta morgun. „Svo
snemma,“ sagði bréfritari eins og upp úr eins
manns hljóði. „Þá hefur okkar maður verið við
störf í rúma tvo tíma og tekur sér hlé til að
hringja,“ var svarið við þeirri athugasemd. Og for-
setinn hringdi stundvíslega klukkan 8 næsta
morgun. Bréfritari gat þess í upphafi símtalsins, að
hann hefði verið að horfa á viðtal við forsetann
kvöldið áður og hrósaði viðtalinu. „Og hvað fannst
þér gott við það?“ spurði hann. „Það var skýrt og
einfalt og skildist vel, enda á tilgerðarlausu
mannamáli,“ svaraði bréfritarinn. „Hér vestra
þykir þeim ekki að þeir séu að hlusta á Shake-
speare, þegar ég opna munninn,“ sagði forsetinn.
„Ég er ekki viss um að þeir myndu skilja Shake-
speare hér vestra ef hann mætt í spjallþátt núna í
eigin persónu,“ sagði bréfritarinn og svo var farið
að tala um það erindi sem forsetinn átti.
Bush keppti við þá Al Gore og John Kerry um
forsetaembættið og vann báða. Spuninn sagði að
þeir báðir væru svo miklu gáfaðri en hann og betur
menntaðir. Al Gore varð þó illa á í messunni þrátt
fyrir meintar gáfur þegar hann upplýsti op-
inberlega að hann væri búinn að sannfæra sjálfan
sig um að hann hefði fundið upp internetið. Og
þegar háskólaafrek Bush og Kerrys voru borin
saman kom óvænt í ljós að þar hallaði á þann síð-
arnefnda öfugt við spunann. Það er ekki alltaf allt
sem sýnist og spunameistarar og þeirra doddar eru
varasöm heimild.
Slæm mistök
En mistök byggð á ótrúlegri vanþekkingu hafa
vissulega komið þaulreyndum stjórnmálamönnum
í koll. Ford forseti, með áratuga reynslu sem þing-
maður, átti ekki vinningsvon gegn Carter, þegar
hann gaf til kynna að hann vissi ekki betur en að
Pólland væri vestan við járntjaldið og hann ætlaði
að halda því þar yrði hann endurkjörinn forseti.
Ekki er um það deilt að hinn nýi forsætisráð-
herra Breta, David Cameron, er fjölmenntaður úr
bestu skólum síns lands. Honum hefur þó þegar
orðið alvarlegur þekkingarlegur fótaskortur, bæði
Reykjavíkurbréf 06.08.10
Um gáfur og spuna