SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Síða 33
Morgunblaðið/Gúna
Hófaskarðsleið og þéttbýli
Úrslit í kosningu um sameiningu í janúar 2006
Grunnkort: LMÍ
Árið 2006 voru fjögur sveitarfélög sameinuð í eitt, Norðurþing.
Sveitarfélagið er 3.730 km2 að stærð og við sameiningu voru
íbúarnir 3.027 talsins. Árið 2010 eru þeir 2.926. Þar af eru tölur
fyrir hvern þéttbýlisstað eftirfarandi:
Raufarhöfn
HófaskarðsleiðKópasker
Melrakkaslétta
Hólaheiði
Afrétt
Hófaskarð
Hraunhafnartangi
2006 / 2010 2006 / 2010 2006 / 2010
2.500
2000
1500
1000
500
100
50
0
2.269
2.229
140 126
228 217
58%40%
2%
54%44%
2%
52%44%
3%
78%
21%
2%
Þáttaka:
Raufarhöfn
58,20%
Öxarfjarðarhreppur
75,30%
Kelduneshreppur
80,80%
Húsavíkurbær
28,30%
Húsavík Kópasker Raufarhöfn
Öxarfjarðarheiði
8. ágúst 2010 33
Hópur fólks vinnur nú hörðum höndum
við að gera upp Óskarsstöð, fyrrum
verstöð Óskars Halldórssonar á Rauf-
arhöfn. Meðal þeirra sem koma að
verkefninu er Snorri Hilmarsson, leik-
myndahönnuður. Hann segir að hóp-
urinn hafi ekki þurft að greiða hátt verð
fyrir húsið gegn loforði um að það yrði
gert upp. Í húsinu rak Óskar, sem oft
var nefndur Íslandsbersi líkt og Halldór
Laxness nefnir hann í Guðsgjafaþulu,
síldarsöltun. Húsið var flutt hingað til
lands með skútu frá Noregi árið 1949.
Snorri veit ekki hvað það mun taka
langan tíma að gera húsið upp. Það
fari allt eftir efnum og aðstæðum
þeirra sem eiga húsið. Hefur framtakið
vakið verðskuldaða athygli og fagna
heimamenn þessu þar sem húsið var
farið að láta á sjá. Ytra byrði þess er
ekki í góðu ástandi en innandyra er
það mun betur farið.
Óskarsstöð tekur
stakkaskiptum
Unnið við Óskarsstöð en húsið var áður síldarverstöð þar sem síld var söltuð á neðri hæðinni en starfsmenn bjuggu uppi.
Morgunblaðið/Gúna
þrátt fyrir að sitja í sveitarstjórn og menningar- og
fræðslunefnd hafi hún ekki verið upplýst um hvað til
stóð fyrr en tillagan var kynnt opinberlega í apríl 2008.
Ekkert hafi verið hlustað á hvað íbúar á Kópaskeri höfðu
um málið að segja. Ákvörðunin hafi verið tekin þrátt
fyrir mótmæli íbúa, sem birtust bæði á fundum, í bréfa-
skriftum og undirskriftarlistum.
Hún segir að Rannsóknar- og þróunarstofnun Há-
skólans á Akureyri hafi unnið mjög viðamikla skýrslu
um skólasamfélagið við Öxarfjörð á sínum tíma sem
kostuð var af sveitarfélaginu en hafði lítið gildi þegar
upp var staðið þar sem sveitarstjórn Norðurþings hefði í
raun hunsað skýrsluna.
Þrátt fyrir að hafa flutt frá Kópaskeri er Kristbjörg
fyrir norðan í sumar en þau Óli Björn eiga þrjár fast-
eignir á Kópaskeri. Tvær þeirra leigja þau út, það er hús-
næði verslunarinnar á staðnum og íbúðarhúsið sem þau
bjuggu í áður en fjölskyldan fluttist á brott. Í þriðja hús-
inu, Víðihóli, hafa þau rekið orlofsíbúðir í nokkur ár.
Segir hún að úr því sem komið er sé það ágætis tilbreyt-
ing að vera á höfuðborgarsvæðinu á vetrum en fyrir
norðan á sumrin.
Strandveiðarnar hafa breytt miklu
Synir hennar eru báðir á strandveiðum frá Kópaskeri en
nokkuð margir bátar stunda þær veiðar í Norðurþingi.
Segir hún strandveiðarnar hafa breytt miklu í atvinnu-
málum á stöðum eins og Kópaskeri.
Hún telur að fjölmargir möguleikar séu fyrir hendi í
ferðaþjónustu á Melrakkasléttu. Nýr vegur, Hófaskarðs-
leið, sem tengir saman byggðirnar við Öxarfjörð og Þist-
ilfjörð, muni breyta miklu sérstaklega fyrir íbúana aust-
an hennar og muni auðvelda samstarf milli svæðanna í
ýmsu tilliti en einnig verði þetta falleg leið og áhugaverð
fyrir ferðamenn. Tækifærin séu því til staðar, það þurfi
hins vegar fleira fólk og fjármuni til að nýta þau.
Að sögn Kristbjargar hefur Atvinnuþróunarfélag
Þingeyinga staðið að ýmsum verkefnum, bæði á eigin
vegum og í samstarfi við aðra. Þar megi nefna GEBRIS-
verkefnið sem félagið kom að ásamt þátttakendum frá
Finnlandi, Svíþjóð og Noregi.
Meginmarkmið GEBRIS-verkefnisins var að bæta ný-
sköpunarumhverfið og nýta það betur til þess að mæta
þörfum viðskipta- og atvinnulífs á hverju svæði. Verk-
efnið byggðist að verulegu leyti á sérstökum viðfangs-
efnum á hverju svæði. Viðfangsefni Atvinnuþróun-
arfélagsins var á sviði ferðaþjónustu, allt frá Jökulsá
austur á Bakkafjörð.
Megináhersla AÞ í GEBRIS var þróun og kynning á
áhugaverðum „pökkum“ í þjónustu og afþreyingu á
umræddu svæði. Að byggja ímynd í kringum norðrið og
heimskautsbaug, náttúru og menningu.
Megintilgangurinn var að efla ferðaþjónustu og um
leið mannlíf á svæðinu. Á strandlengju svæðisins, sem er
aðeins þrjá km frá heimskautsbaug þar sem hún liggur
nyrst, eru fjögur þorp með íbúafjölda frá um 100-400.
Afsprengi verkefnisins, sem nú er í raun lokið, er fé-
lagsskapur sem nefnist Norðurhjari, samtök fyrirtækja
og einstaklinga í ferðaþjónustu á svæðinu frá Keldu-
hverfi austur að Bakkafirði. Á þessu svæði eru margar
náttúruperlur og undanfarin þrjú ár hefur Norð-
urhjarahópurinn unnið að því að þróa ferðaþjónustuna,
auka afþreyingu og bæta aðstöðu fyrir ferðafólk.
Aðspurð hvaða áhrif hún telji að álver á Bakka muni
hafa á samfélagið á Kópaskeri telur hún að það myndi
litlu breyta. „Sveitarfélagið Norðurþing verður vænt-
anlega fjárhagslega sterkara en ég tel að önnur áhrif
verði lítil í sveitarfélaginu fjær Húsavík.“
Áratuga löng kreppa á landsbyggðinni
Kristbjörg segir að kreppan hafi ekki hafist á þessu svæði
haustið 2008 líkt og gerðist á suðvesturhorni landsins.
„Hrunið átti sér stað hér fyrir löngu og má rekja það allt
aftur til þess tíma er kvótakerfinu var komið á. Lands-
byggðin hefur víða búið við áratuga langa kreppu og
bankahrunið breytti engu um fasteignaverð hér hjá
okkur.“
Hún segir að á meðan góðærið ríkti fyrir sunnan hafi
aðgengi að lánsfé ekki verið það sama á norðaust-
urhorninu aðallega vegna þess hvað fasteignir séu lágt
metnar. „Að vísu fengust bílalán jafnt og annars staðar
og margir hafa þurft að súpa seyðið af því. Þá hefur
vantað þolinmótt fjármagn fyrir frumkvöðla á lands-
byggðinni til að auðvelda þeim að hrinda hugmyndum
sínum í framkvæmd.“
En Kristbjörg segir að íbúar á Norðausturlandi hafi
hins vegar ekki komist hjá afleiðingum hrunsins, til að
mynda verðhækkunum á öllum aðföngum og eldsneyti
sem skipti miklu fyrir fólk sem sækja þurfi þjónustu um
langan veg.
„Þetta var ekki heppilegasti tíminn til að fara frá
Kópaskeri, í miðju hruni, en við hreinlega gátum ekki
sætt okkur við hvernig farið var með þorpið okkar.
Reyndar vorum við heppin, fengum bæði vinnu og íbúð
á leigu. Hvert framhaldið verður á síðan eftir að koma í
ljós,“ segir Kristbjörg sem hefur skráð sig í fjarnám við
Háskólann á Hólum næsta vetur. Þar ætlar hún að nema
ferðamálafræði enda telur hún tækifærin næg á heima-
slóðum á þeim vettvangi.