SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Page 34

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Page 34
34 8. ágúst 2010 S tefán Leifur Rögnvaldsson er fæddur og uppalinn á Leifsstöðum í Öxarfirði en hann er bóndi þar ásamt eiginkonu sinni, Huldu Hörn Karlsdóttur og fjórum börnum. Stefán hefur starfað með Vinstri grænum og komið að sveitarstjórnarmálum um árabil. Hann sagði sig hins vegar úr VG eftir að Alþingi samþykkti að hefja viðræður um inngöngu í Evrópusam- bandið. Stefán var ósáttur við sameiningu fjögurra sveitarfélaga árið 2006 er sveitarfélagið Norðurþing varð til við sam- einingu Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarð- arhreppsog Raufarhafnarhrepps. Hann er ekkert sáttari við sameininguna í dag fjórum árum síðar. „Ég hef alltaf haft ákveðnar efasemdir um sameiningar sveitarfélaga líkt og í Norðurþingi þar sem menn eru nán- ast neyddir til þess að sameinast allt í krafti hagræðingar. Fólki er sagt að þetta eigi að auka þjónustu innan sveitar- félagsins en fyrir hverja? Ekki fyrir þá sem búa lengst frá aðalþéttbýliskjarna sveitarfélagsins,“ segir Stefán. Hann bætir við að ef sameining sé felld þá sé kosið að nýju. Þegar sameiningin var samþykkt í janúar 2006 var kosningaþátttakan mest í Öxarfjarðarhreppi og Keldu- neshreppi en um leið andstaðan mest við sameiningu. Allir ætluðu að græða á álinu Stefán telur að það sem hafi ýtt undir að sameiningin var samþykkt hafi verið að allir hafi ætlað að græða á álinu. „Ég held að Norður-Þingeyjarsýsla hafi verið miklu betur stödd sem ein heild heldur en að taka Húsavík með sem var hálfgert á hausnum. Á þeim tíma þegar samein- ingin var samþykkt átti álið að bjarga öllu til að mynda á Kópaskeri og Raufarhöfn. Ég held að stundum komi upp slíkar væntingar hjá mönnum, að þeir sjái fram á bjartari tíð þrátt fyrir að undirmeðvitundin segi þeim að þetta breytist ekki. Það skiptir engu hversu mörg sveitarfélög sameinast. Það sem skiptir máli er hve mikið fé þau hafa til ráðstöfunar. Það mætti kannski segja að Húsavíkurbær hefði í raun- inni yfirtekið okkur því þeirra kennitala var notuð á nýja sveitarfélagið svo og þeirra byggðarmerki,“ segir Stefán. Hann segir að sú breyting sem hann upplifi eftir sam- einingu sé að gjöldin hafi hækkað, til að mynda hafi sorp- hirðugjald margfaldast, og skuldirnar hafi síður en svo minnkað. Það hins vegar sé rétt að oft sé erfitt að fá fólk til þess að taka þátt í sveitarstjórnarmálum í smærri sveitarfélögum, til að mynda að taka sæti á framboðs- listum. Hann hafi sjálfur tekið þátt í sveitarstjórnarmálum og eftir sameiningu þýðir nefndarseta það að á meðan Hús- víkingurinn getur farið úr sinni vinnu klukkan 16 til að mæta á fund þá þurfi hann að fara að heiman klukkan 15. Eftir fundinn þá á hann eftir að keyra klukkutíma heim. Fyrir íbúa á Raufarhöfn er hægt að tvöfalda þennan tíma sem það tekur að koma sér til og frá fundum. Þetta ýti ekki undir áhuga fólks á að taka þátt í nefndarstörfum á vegum sveitarfélagsins. Álverið orðið að einhverri þráhyggju Að sögn Stefáns er álverið á Bakka orðið að ákveðinni þráhyggju sem hefur skaðað aðra uppbyggingu atvinnu- lífs á svæðinu í mörg ár. „Menn sitja og bíða eftir því að þetta stórkostlega gerist og ég held að þetta sé hrein og klár þráhyggja hjá þeim sem sjá ekkert annað í framtíð- arsýn Norðurþings en álframleiðslu.“ Stefán segir að svo virðist sem það breyti engu að tölur frá Austurlandi sýni slæma skuldastöðu sveitarfélaga þrátt fyrir álversuppbyggingu. Stór fyrirtæki hafi farið í þrot og Íbúðalánasjóður hafi þurft að leysa til sín fjölbýlis- hús t.d. á Egilsstöðum þar sem húsbyggjandinn fór í þrot vegna þess að íbúðirnar seldust ekki. „Þetta er svipað og hjá þeim sem fer upp í bíl án þess að nota bílbelti. Viðkomandi segir það komi ekkert fyrir sig – bara einhverja aðra. Hugsunin er sú sama varðandi álver á Bakka. Nei, við gerum ekki sömu mistök og þeir fyrir austan.“ Eins er algengt viðhorf hjá Húsvíkingum sem Stefán hefur rætt við að þeir eru ekkert sérstaklega hlynntir ál- veri en það sé bara ekkert annað í stöðunni. „Þá spyr maður hvers vegna er ekkert annað í stöð- unni? Ég tel að þetta sé alrangt og hef góðar heimildir fyrir því að það hafa komið fyrirspurnir frá fleiri fyrirtækjum um að koma með annars konar iðnað á svæðið. En með viljayfirlýsingu Norðurþings og Alcoa er búið að koma í veg fyrir möguleika annarra fyrirtækja á að fá aðgang að orkunni. Stefán er sannfærður um að Alcoa vilji stækka þrátt fyrir að byrjað sé með 250 þúsund tonn. Það þýði að virkja þurfi jökulárnar á Norðurlandi. Er skynsamlegt að eyða allri auðnýtanlegri orku næstu fimmtíu árin bara í þetta verkefni? segir Stefán. „Ég sé fyrir mér að orkan okkar verði nýtt af mörgum smærri fyrirtækjum, því margt smátt gerir eitt stórt. Ég sé fyrir mér stórfellda gróðurhúsarækt og heilsutengda ferðaþjónustu þar sem gestum verði eingöngu boðið upp á matvæli sem framleidd eru á svæðinu og svo verði farið með fólkið í skoðunarferðir á rafmagns- eða vetn- isbílum.“ Batnar með betri samgöngum Vegakerfið á Melrakkasléttu er Stefáni hugleikið líkt og öðrum viðmælendum Morgunblaðsins á þessu svæði. Er svo komið að í sumar hefur fólk verið beðið um að aka ekki á bílum út á Melrakkasléttu sem þeim er annt um vegna þess hve vegurinn er lélegur. Nú síðar í mán- uðinum verður hins vegar nýja leiðin um Melrakkasléttu opnuð, svonefnd Hófaskarðsleið. Stefán segir að nýja leiðin muni bæta samgöngur til muna og að þungaflutningnar muni færast þangað. Hann telur hins vegar nauðsynlegt að halda gamla veginum við ef einhver áhugi sé á því að ferðamenn skoði sig um úti á Sléttu. Enda séu næg tækifæri fyrir hendi á þessu land- svæði sé áhugi fyrir hendi til að nýta þau. En með því að setja upp álver á Bakka sé mögulega ver- ið að hindra uppbyggingu ferðaþjónustu á Melrakka- sléttu. Ekki sé skilningur á því að það sé margt fólk sem vill koma hingað til lands til að sjá ósnortna náttúru. Ekki nóg að auglýsa ósnortna náttúru Hann segir að ekki sé nóg að auglýsa að náttúran sé ósnortin – hún verði að vera ósnortin. „Fólk er ekki endilega að sækjast eftir þægindum og skemmtigörðum þegar það kemur hingað. Til að mynda hef ég rekið mig á það síðan Brunná í Öxarfirði fór í út- leigu að veiðimennirnir vilja ganga meðfram ánni og njóta kyrrðarinnar í stað þess að fá akveg meðfram ánni. Það er ekki áreiti sem fólk vill heldur njóta þess ósnortna og fallega sem landið okkar hefur upp á að bjóða.“ Fjölmargar jarðir á Íslandi voru seldar í góðærinu, bændur brugðu búi og fluttu á mölina. Aldrei áður hafði fengist annað eins verð fyrir jarðir á landsbyggðinni enda mjög í tísku hjá þeim efnameiri að eiga athvarf í sveita- sælunni. Að sögn Stefáns var þetta hins vegar ekki algengt í Öx- arfirði og Kelduhverfi og fáar jarðir voru seldar á þessu svæði. Flestar þeirra jarða sem skiptu um eigendur voru í eyði þannig að þetta hafði lítil áhrif á búsetu á svæðinu. Góðærið birtist í hærri yfirdrætti Atvinnuleysi hefur ekki aukist á þessu svæði eftir hrun bankanna haustið 2008 líkt og gerðist á suðvesturhorni landsins. „Hið svo kallaða góðæri birtist okkur hér í því að í stað þess að eiga auðvelt með að fá 50 þúsund króna yfirdrátt- arheimild varð auðvelt að fá 500 þúsund króna yfirdrátt- arheimild. Aðgengi að lánsfé varð auðveldara en tekj- urnar jukust ekki að sama skapi.“ Hann telur að bændur á þessu svæði hafi ekki tekið þátt í því lífsgæðakapphlaupi sem var á góðæristímanum. Ekki hafi verið mikið fjárfest í nýjum búvélum, sem sé eins gott þar sem lán vegna slíkra vélakaupa hafa farið illa með ýmsa bændur þar sem flest lánanna voru geng- istryggð. Að sögn Stefáns fylgdist fólk á þessu svæði með úr fjar- lægð þegar góðærið reið yfir. En hins vegar hafi hrunið haft áhrif á lífsafkomu þess líkt og annarra landsmanna. Þar skipti miklu sú mikla verðhækkun sem varð á öllum aðföngum, til að mynda áburði. Til að mynda kostaði áburður bændur á Leifsstöðum 825 þúsund krónur árið 2007. Ári síðar kostaði sama magn af áburði 1.400 þús- und. Í fyrra hafi fyrirtækið Búvís komið á móts við bændur og flutt inn einn skipsfarm af áburði fyrir bændur á norð- austurhorni landsins. Var Búvís fyrsta fyrirtækið til að birta verð á áburði það árið en stóru innflytjendurnir gáfu síðan út talsvert hærra verð og vonlaust var fyrir bændur að fá þá til þess að hnika því til. En þegar ljóst að þetta litla fyrirtæki, Búvís, gat fyllt skip af áburði og selt þá fylgdu þeir á eftir og lækkuðu sitt verð. Stefán segir að áburðurinn sem þau á Leifsstöðum keyptu í fyrra hafi verið ódýrari hvert tonn kominn heim á hlað heldur en tonnið af áburðinum á hafnarbakkanum Sameining sveitarfélaga svipað og aðild að ESB Stefán Rögnvaldsson, bóndi á Leifsstöðum í Öxarfirði er harður andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu. Morgunblaðið/Gúna Verð á áburði til bænda hefur hækkað gríðarlega frá hruni en afurðaverð hefur hins vegar ekki hækkað að sama skapi. ’ Mín sýn er sú að við samein- ingu sveitarfélaga er talað um að verða hluti af samfélagi og geta haft áhrif. En hvaða áhrif hefur fólk á Raufarhöfn á Húsavík þar sem íbúarnir eru margfalt fleiri? Það er eins með ESB. Hvaða áhrif höfum við Íslendingar þegar við erum orðnir hluti af heild Evrópusambandsins?"

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.